Drullumall Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Óska má Brynjari Níelssyni, lögmanni og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, til hamingju með rannsókn sína og umfjöllun um alvarlegar ásakanir Víglundar Þorsteinssonar á hendur þeim sem stóðu að endurreisn bankakerfisins eftir hrun. Niðurstöðum skilaði Brynjar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrradag. Þar er reifað hvernig Víglundur hefur haldið því fram að ráðherrar og embættismenn hafi farið út fyrir heimildir neyðarlaganna í samningum við kröfuhafa gömlu bankanna og bent á þann grundvallarmisskilning í málatilbúnaði Víglundar um að bráðabirgðamat Fjármálaeftirlitsins í október 2008 hafi verið endanlegur úrskurður um verðmæti eigna sem færðar voru úr þrotabúum bankanna. Skemmst er frá því að segja að Brynjar segir útilokað að taka undir ásakanir um að hagsmunum kröfuhafa hafi á einhvern hátt verið gert of hátt undir höfði. „Eignir gömlu bankanna eru varðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Fráleitt væri því að ætla þeim, sem tekur eignir eignarnámi, að meta verðmæti þeirra og án allrar aðkomu þess sem þola þarf eignarnámið.“ Ekki verði annað ráðið en mat Fjármálaeftirlitsins 2008 hafi bara verið viðmið, en ekki endanlegt mat á verðmæti eigna bankanna. Þá bendir Brynjar á að líkt og alltaf þegar miklir hagsmunir togist á þá sýnist sitt hverjum og eftir á megi sjá að margt hefði mátt betur fara. En fram hjá því verði ekki horft að hér hafi tekist að endurreisa bankakerfið og greiðslumiðlun ekki fallið niður einn einasta dag. „Hér stóðu stjórnmálamenn, embættismenn og sérfræðingar frá haustinu 2008 frammi fyrir nánast óvinnandi verkefni við fordæmalausar aðstæður. Það verkefni var, þrátt fyrir allt, leyst af hendi og ástæða er til að fagna því,“ segir hann. Undir þetta má taka með Brynjari um leið og gleðjast má yfir því að fá fram faglega unnið mat, laust við pólitískar skotgrafir, á vitavitlausum ásökunum sem fengið hafa vægi í opinberri umræðu langt umfram innistæðu. Kannski er þeim nokkur vorkunn sem stukku á málið í leit að skotfærum í pólitísku drullumalli, því dálitla skoðun þurfti til að sjá að málatilbúnaðurinn var á sandi byggður. Í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær var kallað eftir áliti forsætisráðherra á samantekt Brynjars, enda hafði ráðherrann í janúar tekið undir með ásökunum Víglundar. Og merkilegt nokk virðist grunnniðurstaða skoðunarinnar, um að ekki sé fótur fyrir ásökunum hans, ekki hafa náð alla leið í gegn. Brynjar gefur því reyndar undir fótinn að rannsókn á ákvarðanatöku við endurreisn bankanna sé eðlileg, jafnvel þótt hann sjái þess ekki merki að beitt hafi verið „svikum og blekkingum eða að með vísvitandi hætti hafi verið farið á svig við lög“. Mikilvægara er líklega að skoða ferlið með það fyrir augum að styrkja lagaumgjörð og verkferla í óvenjulegum aðstæðum, líkt og Brynjar leggur líka til. Forsætisráðherra sagðist hins vegar á þingi í gær vilja umræðu um það sem málið snúist í raun um, „pólitískar ákvarðanir, rangar og skaðlegar pólitískar ákvarðanir, ákvarðanir sem miðuðu að því að koma til móts við kröfur kröfuhafa bankanna“. Ályktanir sem ekki verða dregnar af skýrslu Brynjars. Áfram skal drullumallað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Óska má Brynjari Níelssyni, lögmanni og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, til hamingju með rannsókn sína og umfjöllun um alvarlegar ásakanir Víglundar Þorsteinssonar á hendur þeim sem stóðu að endurreisn bankakerfisins eftir hrun. Niðurstöðum skilaði Brynjar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrradag. Þar er reifað hvernig Víglundur hefur haldið því fram að ráðherrar og embættismenn hafi farið út fyrir heimildir neyðarlaganna í samningum við kröfuhafa gömlu bankanna og bent á þann grundvallarmisskilning í málatilbúnaði Víglundar um að bráðabirgðamat Fjármálaeftirlitsins í október 2008 hafi verið endanlegur úrskurður um verðmæti eigna sem færðar voru úr þrotabúum bankanna. Skemmst er frá því að segja að Brynjar segir útilokað að taka undir ásakanir um að hagsmunum kröfuhafa hafi á einhvern hátt verið gert of hátt undir höfði. „Eignir gömlu bankanna eru varðar af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Fráleitt væri því að ætla þeim, sem tekur eignir eignarnámi, að meta verðmæti þeirra og án allrar aðkomu þess sem þola þarf eignarnámið.“ Ekki verði annað ráðið en mat Fjármálaeftirlitsins 2008 hafi bara verið viðmið, en ekki endanlegt mat á verðmæti eigna bankanna. Þá bendir Brynjar á að líkt og alltaf þegar miklir hagsmunir togist á þá sýnist sitt hverjum og eftir á megi sjá að margt hefði mátt betur fara. En fram hjá því verði ekki horft að hér hafi tekist að endurreisa bankakerfið og greiðslumiðlun ekki fallið niður einn einasta dag. „Hér stóðu stjórnmálamenn, embættismenn og sérfræðingar frá haustinu 2008 frammi fyrir nánast óvinnandi verkefni við fordæmalausar aðstæður. Það verkefni var, þrátt fyrir allt, leyst af hendi og ástæða er til að fagna því,“ segir hann. Undir þetta má taka með Brynjari um leið og gleðjast má yfir því að fá fram faglega unnið mat, laust við pólitískar skotgrafir, á vitavitlausum ásökunum sem fengið hafa vægi í opinberri umræðu langt umfram innistæðu. Kannski er þeim nokkur vorkunn sem stukku á málið í leit að skotfærum í pólitísku drullumalli, því dálitla skoðun þurfti til að sjá að málatilbúnaðurinn var á sandi byggður. Í umræðum í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær var kallað eftir áliti forsætisráðherra á samantekt Brynjars, enda hafði ráðherrann í janúar tekið undir með ásökunum Víglundar. Og merkilegt nokk virðist grunnniðurstaða skoðunarinnar, um að ekki sé fótur fyrir ásökunum hans, ekki hafa náð alla leið í gegn. Brynjar gefur því reyndar undir fótinn að rannsókn á ákvarðanatöku við endurreisn bankanna sé eðlileg, jafnvel þótt hann sjái þess ekki merki að beitt hafi verið „svikum og blekkingum eða að með vísvitandi hætti hafi verið farið á svig við lög“. Mikilvægara er líklega að skoða ferlið með það fyrir augum að styrkja lagaumgjörð og verkferla í óvenjulegum aðstæðum, líkt og Brynjar leggur líka til. Forsætisráðherra sagðist hins vegar á þingi í gær vilja umræðu um það sem málið snúist í raun um, „pólitískar ákvarðanir, rangar og skaðlegar pólitískar ákvarðanir, ákvarðanir sem miðuðu að því að koma til móts við kröfur kröfuhafa bankanna“. Ályktanir sem ekki verða dregnar af skýrslu Brynjars. Áfram skal drullumallað.