Rekstrarform í heilsugæslu Oddur Steinarsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Nokkuð hefur verið skrifað undanfarið um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðisþjónustu. Undirritaður hefur saknað nokkuð faglegs samanburðar og staðreynda í þeirri umfjöllun. Hvað varðar heilsugæsluna þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Í nýlegri skýrslu Health Consumer Powerhouse er Holland í efsta sæti í Evrópu hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er mjög öflugt kerfi heimilislækna sem fá að starfa sjálfstætt. Noregur er efst Norðurlandanna, eða í 3. sæti þar. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001, en það var vinstri stjórn Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna á landsvísu. Það skarð er í dag að mestu fyllt. Góður árangur Í Svíþjóð var innleitt breytt kerfi í heilsugæslunni á árunum 2007-2009, en það var gert eftir að horft var til fyrirmynda meðal annars frá Danmörku og Noregi. Þetta kerfi byggist á valfrelsi einstaklingsins þar sem heilsugæslur sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingarnir geta valið hvert þeir sækja þjónustuna og fjármagnið fylgir með. Hvað varðar árangur af þessu þá hafa stóru háskólarnir gert greiningar og niðurstaðan er sú að árangurinn sé almennt góður. Jafnframt gefa aðrar stofnanir reglulega út greiningar á árangri. Karolinska Institutet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú um 1.200 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti í haust skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni), sem gerði athugasemdir um að notuð hefðu verið röng viðmið. Eftir kerfisbreytingarnar í Svíþjóð hefur heimilislæknum verið að fjölga og ásókn í heimilislækningar aukist mjög. Þar fengu um 300 læknar sérfræðileyfi í heimilislækningum árið 2009, en 603 árið 2013. Í Gautaborg og nágrenni voru sérnámslæknar í heimilislækningum 173 í ársbyrjun 2009, en hafði fjölgað í 350 á miðju ári 2013. Til samanburðar útskrifuðust 8 með sérfræðileyfi í heimilislækningum á tveggja ára tímabili 2013-2014 á Íslandi, eða um fjórir á ári (Svíar eru um 30 sinnum fleiri en við, þannig að ef við fylgdum þeim þá ættu um 10-20 að útskrifast á ári). Á sama tíma var meðalaldur sérfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 55 ár í haust og aðeins 27% undir 50 ára aldri. Jafnframt var birt viðhorfskönnun læknanema til sérgreina í Læknablaðinu nú í febrúar sl., en þar höfðu aðeins 10 læknanemar af 205 sem svöruðu mestan áhuga á heimilislækningum. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddur Steinarsson Heilsugæsla Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið skrifað undanfarið um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðisþjónustu. Undirritaður hefur saknað nokkuð faglegs samanburðar og staðreynda í þeirri umfjöllun. Hvað varðar heilsugæsluna þá vil ég benda á nokkur atriði. Í þeim löndum sem við berum okkur saman við hafa heimilislæknar fengið að starfa mun meira sjálfstætt en á Íslandi. Í nýlegri skýrslu Health Consumer Powerhouse er Holland í efsta sæti í Evrópu hvað varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er mjög öflugt kerfi heimilislækna sem fá að starfa sjálfstætt. Noregur er efst Norðurlandanna, eða í 3. sæti þar. Norðmenn innleiddu „Fastlege“-kerfi á landsvísu í heilsugæslunni 2001, en það var vinstri stjórn Stoltenbergs sem innleiddi það kerfi og með því var heimilislæknum leyft að starfa sjálfstætt. Þá vantaði um 1.000 heimilislækna á landsvísu. Það skarð er í dag að mestu fyllt. Góður árangur Í Svíþjóð var innleitt breytt kerfi í heilsugæslunni á árunum 2007-2009, en það var gert eftir að horft var til fyrirmynda meðal annars frá Danmörku og Noregi. Þetta kerfi byggist á valfrelsi einstaklingsins þar sem heilsugæslur sinna ákveðnum svæðum, en skjólstæðingarnir geta valið hvert þeir sækja þjónustuna og fjármagnið fylgir með. Hvað varðar árangur af þessu þá hafa stóru háskólarnir gert greiningar og niðurstaðan er sú að árangurinn sé almennt góður. Jafnframt gefa aðrar stofnanir reglulega út greiningar á árangri. Karolinska Institutet hefur reglulega birt skýrslur um árangur í Stokkhólmi. Þar jukust læknisheimsóknir í heilsugæslunni um 28% á árunum 2006-2009 og heildarkostnaður jókst um 2,8% á sama tíma. Árið 2006 voru það íbúar á svæðum með háar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir, en 2009 voru það íbúar á svæðum með lágar meðaltekjur sem voru með flestar heimsóknir til heimilislækna. Í Gautaborg og nágrenni jukust læknisheimsóknir um nærri 15% í heilsugæslunni og kostnaðurinn þar hefur verið undir þessari aukningu líkt og í Stokkhólmi. Við kerfisbreytingarnar í Svíþjóð fjölgaði heilsugæslum um 223 og eru nú um 1.200 á landsvísu. Sænska ríkisendurskoðunin birti í haust skýrslu þar sem vissir þættir kerfisins voru gagnrýndir, en sú skýrsla hefur verið umdeild og verklagi við hana mótmælt harðlega af til dæmis VG region (Gautaborg og nágrenni), sem gerði athugasemdir um að notuð hefðu verið röng viðmið. Eftir kerfisbreytingarnar í Svíþjóð hefur heimilislæknum verið að fjölga og ásókn í heimilislækningar aukist mjög. Þar fengu um 300 læknar sérfræðileyfi í heimilislækningum árið 2009, en 603 árið 2013. Í Gautaborg og nágrenni voru sérnámslæknar í heimilislækningum 173 í ársbyrjun 2009, en hafði fjölgað í 350 á miðju ári 2013. Til samanburðar útskrifuðust 8 með sérfræðileyfi í heimilislækningum á tveggja ára tímabili 2013-2014 á Íslandi, eða um fjórir á ári (Svíar eru um 30 sinnum fleiri en við, þannig að ef við fylgdum þeim þá ættu um 10-20 að útskrifast á ári). Á sama tíma var meðalaldur sérfræðinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 55 ár í haust og aðeins 27% undir 50 ára aldri. Jafnframt var birt viðhorfskönnun læknanema til sérgreina í Læknablaðinu nú í febrúar sl., en þar höfðu aðeins 10 læknanemar af 205 sem svöruðu mestan áhuga á heimilislækningum. Að ofangreindu er ljóst að við stöndum frammi fyrir verulegum vanda í heilsugæslunni á Íslandi. Fyrirmyndir að breytingum eru til staðar á Norðurlöndunum. Það er mikilvægt að skoða það sem vel hefur verið gert þar og heimfæra til þess að byggja upp öfluga heilsugæslu á Íslandi. Jafnframt er mikilvægt að umræðan sé fagleg og byggist á staðreyndum því að íslensk heilsugæsla glímir við áratuga uppsafnaðan vanda og verulega undirmönnun lækna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun