Ráðherrann varð undir í átökunum Sigurjón M. Egilsson skrifar 21. febrúar 2015 07:00 Sjávarútvegsráðherra hefur gefist upp. Hann mun ekki freista þess að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Sjálfstæðisflokkurinn leggst gegn breytingum á gildandi lögum, og hefur betur. Þar með hefur flokkurinn náð fram vilja sínum og hagsmunum. Þar á bæ þykir betra að hafa núverandi lög óbreytt en með boðuðum breytingum ráðherrans. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur sem sagt verið borinn ofurliði af samherjum sínum í ríkisstjórn. Ráðherrann vann samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en þar segir meðal annars: „Áfram verður unnið með tillögu sáttanefndar sem starfaði á liðnu kjörtímabili um að samningsbundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri úthlutun.“ Nú er ljóst að hér endar málið. Engar breytingar verða gerðar á lögum um stjórn fiskveiða, allavega ekki í næstu framtíð. Fyrsta grein í gildandi lögum er ótvíræð: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Og: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Vilji var til á meðal þingmanna, og sennilega þá líka ráðherra, Sjálfstæðisflokksins að kvótinn, það er veiðirétturinn, verði eign útgerðarinnar, kvótahafanna. Í hinu andvana frumvarpi ráðherrans var gert ráð fyrir að ekki færi á milli mála að aflaheimildirnar yrðu áfram eign þjóðarinnar. Vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna verður ekkert af breytingum á lögunum, ekki nú frekar en áður. Þótt lögin um stjórn fiskveiða verði óbreytt í næstu framtíð er víst að ágreiningurinn hverfur ekki. Fram undan eru átök um breytingar á veiðigjöldum. Svo kann að vera að ríkisstjórnarflokkarnir nái saman um breytt veiðigjöld. Það mun samt ekki duga. Stjórnarandstaðan mun búa sig undir harða varnarbaráttu. Fátt, jafnvel ekkert, veldur eins miklum deilum meðal þjóðarinnar og afgjald útgerðarinnar fyrir að fá að nýta sameiginlega auðlind okkar. Afdrif frumvarps Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er skýrasta dæmið um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Einstaka stjórnarsinnar hafa á síðustu dögum reynt af veikum mætti að gera lítið úr ágreiningnum. Sigurður Ingi á hrós skilið fyrir að hafa sagt hlutina eins og þeir eru. Hér er tekist á um hugsjónir og mikla hagsmuni. Til þessa hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð sínu fram á kostnað Framsóknarflokksins. Víst er að það eykur ekki kæti Framsóknar en þrátt fyrir að framsóknarmenn fari með sjávarútvegsráðuneytið þurftu þeir að lúta í gras í málinu. Eflaust er það sárt. Hverjar afleiðingarnar verða fyrir stjórnarsamstarfið er of snemmt að segja til um. Það skýrist. Ríkisstjórninni veitir trúlega ekki af að berja í brestina eigi henni að takast að koma í gegn nokkrum veigamiklum málum á þeim um þrjátíu fundardögum sem eftir eru af þinghaldinu nú á vorþinginu. Þar má nefna breytingar á veiðigjöldum, tillöguna um að draga aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til baka, breytingar á rammanum, að ná fram náttúrupassa auk annarra stórra mála. Víst er að eitthvað mun undan láta. Ríkisstjórnin á á hættu að verða undir í komandi baráttu.Að ná ekki fram sumum af sínum helstu málum og það þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi drjúgan meirihluta á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Sjávarútvegsráðherra hefur gefist upp. Hann mun ekki freista þess að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Sjálfstæðisflokkurinn leggst gegn breytingum á gildandi lögum, og hefur betur. Þar með hefur flokkurinn náð fram vilja sínum og hagsmunum. Þar á bæ þykir betra að hafa núverandi lög óbreytt en með boðuðum breytingum ráðherrans. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur sem sagt verið borinn ofurliði af samherjum sínum í ríkisstjórn. Ráðherrann vann samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en þar segir meðal annars: „Áfram verður unnið með tillögu sáttanefndar sem starfaði á liðnu kjörtímabili um að samningsbundin réttindi um nýtingu aflaheimilda taki við af varanlegri úthlutun.“ Nú er ljóst að hér endar málið. Engar breytingar verða gerðar á lögum um stjórn fiskveiða, allavega ekki í næstu framtíð. Fyrsta grein í gildandi lögum er ótvíræð: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Og: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Vilji var til á meðal þingmanna, og sennilega þá líka ráðherra, Sjálfstæðisflokksins að kvótinn, það er veiðirétturinn, verði eign útgerðarinnar, kvótahafanna. Í hinu andvana frumvarpi ráðherrans var gert ráð fyrir að ekki færi á milli mála að aflaheimildirnar yrðu áfram eign þjóðarinnar. Vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna verður ekkert af breytingum á lögunum, ekki nú frekar en áður. Þótt lögin um stjórn fiskveiða verði óbreytt í næstu framtíð er víst að ágreiningurinn hverfur ekki. Fram undan eru átök um breytingar á veiðigjöldum. Svo kann að vera að ríkisstjórnarflokkarnir nái saman um breytt veiðigjöld. Það mun samt ekki duga. Stjórnarandstaðan mun búa sig undir harða varnarbaráttu. Fátt, jafnvel ekkert, veldur eins miklum deilum meðal þjóðarinnar og afgjald útgerðarinnar fyrir að fá að nýta sameiginlega auðlind okkar. Afdrif frumvarps Sigurðar Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er skýrasta dæmið um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Einstaka stjórnarsinnar hafa á síðustu dögum reynt af veikum mætti að gera lítið úr ágreiningnum. Sigurður Ingi á hrós skilið fyrir að hafa sagt hlutina eins og þeir eru. Hér er tekist á um hugsjónir og mikla hagsmuni. Til þessa hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð sínu fram á kostnað Framsóknarflokksins. Víst er að það eykur ekki kæti Framsóknar en þrátt fyrir að framsóknarmenn fari með sjávarútvegsráðuneytið þurftu þeir að lúta í gras í málinu. Eflaust er það sárt. Hverjar afleiðingarnar verða fyrir stjórnarsamstarfið er of snemmt að segja til um. Það skýrist. Ríkisstjórninni veitir trúlega ekki af að berja í brestina eigi henni að takast að koma í gegn nokkrum veigamiklum málum á þeim um þrjátíu fundardögum sem eftir eru af þinghaldinu nú á vorþinginu. Þar má nefna breytingar á veiðigjöldum, tillöguna um að draga aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til baka, breytingar á rammanum, að ná fram náttúrupassa auk annarra stórra mála. Víst er að eitthvað mun undan láta. Ríkisstjórnin á á hættu að verða undir í komandi baráttu.Að ná ekki fram sumum af sínum helstu málum og það þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi drjúgan meirihluta á Alþingi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun