Þótti ekki töff að eiga enga útgefna tónlist fyrir hátíðina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. febrúar 2015 09:30 Hrafnkell og Guðlaugur hafa starfað saman í tæp sjö ár. Fufanu er hljómsveit sem eflaust er ekki alltof þekkt í augnablikinu. Það gæti þó átt eftir að breytast á næstunni. Á döfinni er EP-plata, breiðskífa og tónleikar víða um heim. „Fyrsta smáskífan kemur formlega út í byrjun apríl,“ segir Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, söngvari og annar meðlimur sveitarinnar, og bætir við að B-hliðin verði geggjuð. Hinn meðlimurinn er Guðlaugur Halldór Einarsson sem einnig er kenndur við sveitina russian.girls. „Við gáfum út tónlistarmyndband skömmu fyrir Iceland Airwaves. Þá áttum við ekkert útgefið efni og það þótti ekki nógu töff að eiga ekki tóndæmi til. Þannig við skelltum í myndband og settum á vefinn.“ Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Skömmu eftir að smáskífan kemur út er áætlað að út komi EP-plata. Drengirnir hafa verið í hljóðveri ásamt Curver Thoroddsen, úr Ghostigital, að vinna að upptöku laganna. Breiðskífan, sem kemur út á vegum One Little Indian, er ekki væntanleg fyrr en í september. „Okkur finnst hálf leiðinlegt að bíða svona lengi með útgáfu plötunar, svo það er aldrei að vita hvort við gefum ekki út einhverskonar EP fyrir sumarið,“ segir Hrafnkell. Það sé einhver lenska að utan að bíða með plötuna fram á haust og þeir hlýði því. Eftir plötuútgáfuna er ætlunin að fara í tónleikaferðalög. Það hefur nú þegar byrjað eilítið því drengirnir léku á Eurosonic hátíðinni í Groningen, í nóvember hituðu þeir upp fyrir Damon Albarn, söngvara Blur og Gorillaz, í Royal Albert Hall og um mánaðarmótin mars apríl munu þeir hita upp fyrir The Vaccines á ferð þeirra um Bretland. The Vaccines er fyrir löngu orðið stórt nafn í tónlistarheiminum en bassaleikari sveitarinnar er Íslendingurinn Árni Hjörvar Árnason. „Árni talaði við bókunarskrifstofuna þeirra og sagði að hann vildi fá okkur með til að hita upp fyrir sig. Við vorum með tvo tónleika bókaða í London á þessum tíma með japanska bandinu Bo Ningen en tókst að púsla þessu saman að lokum.“ Áður en Fufanu varð til hét sveitin Captain Fufanu og spilaði þá allt öðruvísi tónlist. Þar var elektróníkin allsráðandi og stemningin ekki sú sama. Sú sveit starfaði frá 2008 en eftir Iceland Airwaves 2013 tóku meðlimir þá ákvörðun að fella Captain úr nafninu. „Fyrst skiptum við aðeins um stefnu og það olli smá misskilningi. Fólk mætti á tónleika með okkur og hélt það væri að mæta á rave og ástandið á því eftir því,“ segir Hrafnkell. „Það er mjög gaman og mjög fyndið að sjá að fólki líkar það sem við erum að gera. Það er bara gott.“ Tengdar fréttir Dazed fíla fufanu Líkja einnig dj. flugvél & geimskip við Björk. 27. desember 2014 09:30 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Fufanu við Circus Life Fufanu gefa út í dag nýtt myndband við fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra sem er langt komin í vinnslu. 27. ágúst 2014 15:00 Hita upp fyrir Damon Albarn Fufanu komast í feitt í Lundúnum. Spila í frægasta tónleikasal borgarinnar. 19. september 2014 09:30 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira
Fufanu er hljómsveit sem eflaust er ekki alltof þekkt í augnablikinu. Það gæti þó átt eftir að breytast á næstunni. Á döfinni er EP-plata, breiðskífa og tónleikar víða um heim. „Fyrsta smáskífan kemur formlega út í byrjun apríl,“ segir Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, söngvari og annar meðlimur sveitarinnar, og bætir við að B-hliðin verði geggjuð. Hinn meðlimurinn er Guðlaugur Halldór Einarsson sem einnig er kenndur við sveitina russian.girls. „Við gáfum út tónlistarmyndband skömmu fyrir Iceland Airwaves. Þá áttum við ekkert útgefið efni og það þótti ekki nógu töff að eiga ekki tóndæmi til. Þannig við skelltum í myndband og settum á vefinn.“ Myndbandið má sjá neðst í fréttinni. Skömmu eftir að smáskífan kemur út er áætlað að út komi EP-plata. Drengirnir hafa verið í hljóðveri ásamt Curver Thoroddsen, úr Ghostigital, að vinna að upptöku laganna. Breiðskífan, sem kemur út á vegum One Little Indian, er ekki væntanleg fyrr en í september. „Okkur finnst hálf leiðinlegt að bíða svona lengi með útgáfu plötunar, svo það er aldrei að vita hvort við gefum ekki út einhverskonar EP fyrir sumarið,“ segir Hrafnkell. Það sé einhver lenska að utan að bíða með plötuna fram á haust og þeir hlýði því. Eftir plötuútgáfuna er ætlunin að fara í tónleikaferðalög. Það hefur nú þegar byrjað eilítið því drengirnir léku á Eurosonic hátíðinni í Groningen, í nóvember hituðu þeir upp fyrir Damon Albarn, söngvara Blur og Gorillaz, í Royal Albert Hall og um mánaðarmótin mars apríl munu þeir hita upp fyrir The Vaccines á ferð þeirra um Bretland. The Vaccines er fyrir löngu orðið stórt nafn í tónlistarheiminum en bassaleikari sveitarinnar er Íslendingurinn Árni Hjörvar Árnason. „Árni talaði við bókunarskrifstofuna þeirra og sagði að hann vildi fá okkur með til að hita upp fyrir sig. Við vorum með tvo tónleika bókaða í London á þessum tíma með japanska bandinu Bo Ningen en tókst að púsla þessu saman að lokum.“ Áður en Fufanu varð til hét sveitin Captain Fufanu og spilaði þá allt öðruvísi tónlist. Þar var elektróníkin allsráðandi og stemningin ekki sú sama. Sú sveit starfaði frá 2008 en eftir Iceland Airwaves 2013 tóku meðlimir þá ákvörðun að fella Captain úr nafninu. „Fyrst skiptum við aðeins um stefnu og það olli smá misskilningi. Fólk mætti á tónleika með okkur og hélt það væri að mæta á rave og ástandið á því eftir því,“ segir Hrafnkell. „Það er mjög gaman og mjög fyndið að sjá að fólki líkar það sem við erum að gera. Það er bara gott.“
Tengdar fréttir Dazed fíla fufanu Líkja einnig dj. flugvél & geimskip við Björk. 27. desember 2014 09:30 Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Fufanu við Circus Life Fufanu gefa út í dag nýtt myndband við fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra sem er langt komin í vinnslu. 27. ágúst 2014 15:00 Hita upp fyrir Damon Albarn Fufanu komast í feitt í Lundúnum. Spila í frægasta tónleikasal borgarinnar. 19. september 2014 09:30 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Sjá meira
Frumsýnt á Vísi: Nýtt myndband Fufanu við Circus Life Fufanu gefa út í dag nýtt myndband við fyrsta lagið af tilvonandi plötu þeirra sem er langt komin í vinnslu. 27. ágúst 2014 15:00
Hita upp fyrir Damon Albarn Fufanu komast í feitt í Lundúnum. Spila í frægasta tónleikasal borgarinnar. 19. september 2014 09:30