Erum við enn að leita að þér? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2015 08:00 Þegar íslenskar stúlkur byrja að sofa hjá eru þær yngri en annars staðar á Norðurlöndum. Íslenskar konur eru þess vegna í aukinni áhættu að smitast fyrr af kynsjúkdómum. HPV-veiran smitast með kynmökum og er aðalorsök leghálskrabbameins sem á heimsvísu er þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameins hjá konum.Vinkonan sem kom ekki Kona sem ég hitti um daginn sagði mér að hún hefði greinst fyrir þrjátíu árum með leghálskrabbamein eftir að hafa komið í hópleit. Hún var ekki orðin þrítug og móðir ungra barna. Hún sagðist heppin að hafa mætt reglulega í leit því krabbameinið uppgötvaðist á byrjunarstigi, á meðan það var enn læknanlegt. Hún veit af eigin raun hve mikilvægt er að mæta reglulega í krabbameinsleit því náin vinkona hennar sem greindist einnig með leghálskrabbamein sama ár hafði ekki mætt í boðaða leit. Sú var ekki jafn heppin. Hér á landi er konum á aldrinum 23 til 65 ára boðið að mæta á þriggja ára fresti í leghálskrabbameinsleit en samt sem áður eru alltof margar konur sem koma of sjaldan eða aldrei.Konurnar sem leitað var að Einungis tvær af hverjum tíu konum sem fá sitt fyrsta boð um að koma í hópleit að leghálskrabbameini panta tíma innan hálfs árs. Og um helmingur kemur ekki reglulega þrátt fyrir að fá boð en til að leitin skili árangri þarf að taka leghálsstrok á þriggja ára fresti. Í árvekniátaki Bleiku slaufunnar í október síðastliðnum stóð Krabbameinsfélagið fyrir herferðinni „Erum við að leita að þér?“ Á meðan á átakinu stóð varð mikil vakning hjá þjóðinni um mikilvægi þess að konur þiggi boð um að mæta í leit. Feður hringdu og fengu tíma fyrir dætur sínar í leghálskrabbameinsleit. Mæður og ömmur komu í samfylgd dætra eða barnabarna. Skoðanadögum var fjölgað til að anna eftirspurn og símaþjónusta aukin. Alls komu 65% fleiri konur á aldrinum 23 til 39 ára í leghálskrabbameinsleit á Leitarstöðina í Reykjavík í október heldur en í september. Til samanburðar varð engin marktæk aukning á mætingu í október miðað við september árið áður (2013). Átakið núna skilaði þannig góðum árangri.Lúmskur sjúkdómur Dánartíðni vegna leghálskrabbameins hefur lækkað um 90% frá því að leit hófst á vegum Krabbameinsfélagsins fyrir hálfri öld. Þessi árangur jafngildir að um 600 konum hafi verið bjargað frá ótímabærum dauða. En þó svo að konum sem látast úr leghálskrabbameini hafi fækkað umtalsvert mun sjúkdómurinn ekki hverfa úr samfélaginu á næstu árum. Þvert á móti hafa ungar konur verið að greinast með lengra gengið leghálskrabbamein sem erfiðara er að lækna. Það sem er mikilvægt að átta sig á er að sjúkdómurinn er lúmskur því hann er oftast einkennalaus á byrjunarstigum þegar meiri líkur eru á lækningu.Leitin heldur áfram Krabbameinsfélagið hvetur konur til að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd sem leitarstarfið er. Leitin að konunum í október bar sannarlega árangur en leitin heldur áfram. Til að ná enn betri árangri þurfa konur á boðunaraldri að mæta reglulega. Og höfum í huga að það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að jafnöflugu leitarstarfi og rekið er á Íslandi. Það eru forréttindi. Getur nokkuð verið að við séum enn að leita að þér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar íslenskar stúlkur byrja að sofa hjá eru þær yngri en annars staðar á Norðurlöndum. Íslenskar konur eru þess vegna í aukinni áhættu að smitast fyrr af kynsjúkdómum. HPV-veiran smitast með kynmökum og er aðalorsök leghálskrabbameins sem á heimsvísu er þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameins hjá konum.Vinkonan sem kom ekki Kona sem ég hitti um daginn sagði mér að hún hefði greinst fyrir þrjátíu árum með leghálskrabbamein eftir að hafa komið í hópleit. Hún var ekki orðin þrítug og móðir ungra barna. Hún sagðist heppin að hafa mætt reglulega í leit því krabbameinið uppgötvaðist á byrjunarstigi, á meðan það var enn læknanlegt. Hún veit af eigin raun hve mikilvægt er að mæta reglulega í krabbameinsleit því náin vinkona hennar sem greindist einnig með leghálskrabbamein sama ár hafði ekki mætt í boðaða leit. Sú var ekki jafn heppin. Hér á landi er konum á aldrinum 23 til 65 ára boðið að mæta á þriggja ára fresti í leghálskrabbameinsleit en samt sem áður eru alltof margar konur sem koma of sjaldan eða aldrei.Konurnar sem leitað var að Einungis tvær af hverjum tíu konum sem fá sitt fyrsta boð um að koma í hópleit að leghálskrabbameini panta tíma innan hálfs árs. Og um helmingur kemur ekki reglulega þrátt fyrir að fá boð en til að leitin skili árangri þarf að taka leghálsstrok á þriggja ára fresti. Í árvekniátaki Bleiku slaufunnar í október síðastliðnum stóð Krabbameinsfélagið fyrir herferðinni „Erum við að leita að þér?“ Á meðan á átakinu stóð varð mikil vakning hjá þjóðinni um mikilvægi þess að konur þiggi boð um að mæta í leit. Feður hringdu og fengu tíma fyrir dætur sínar í leghálskrabbameinsleit. Mæður og ömmur komu í samfylgd dætra eða barnabarna. Skoðanadögum var fjölgað til að anna eftirspurn og símaþjónusta aukin. Alls komu 65% fleiri konur á aldrinum 23 til 39 ára í leghálskrabbameinsleit á Leitarstöðina í Reykjavík í október heldur en í september. Til samanburðar varð engin marktæk aukning á mætingu í október miðað við september árið áður (2013). Átakið núna skilaði þannig góðum árangri.Lúmskur sjúkdómur Dánartíðni vegna leghálskrabbameins hefur lækkað um 90% frá því að leit hófst á vegum Krabbameinsfélagsins fyrir hálfri öld. Þessi árangur jafngildir að um 600 konum hafi verið bjargað frá ótímabærum dauða. En þó svo að konum sem látast úr leghálskrabbameini hafi fækkað umtalsvert mun sjúkdómurinn ekki hverfa úr samfélaginu á næstu árum. Þvert á móti hafa ungar konur verið að greinast með lengra gengið leghálskrabbamein sem erfiðara er að lækna. Það sem er mikilvægt að átta sig á er að sjúkdómurinn er lúmskur því hann er oftast einkennalaus á byrjunarstigum þegar meiri líkur eru á lækningu.Leitin heldur áfram Krabbameinsfélagið hvetur konur til að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd sem leitarstarfið er. Leitin að konunum í október bar sannarlega árangur en leitin heldur áfram. Til að ná enn betri árangri þurfa konur á boðunaraldri að mæta reglulega. Og höfum í huga að það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að jafnöflugu leitarstarfi og rekið er á Íslandi. Það eru forréttindi. Getur nokkuð verið að við séum enn að leita að þér?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun