Hvernig á að skipa dómara? Skúli Magnússon skrifar 17. mars 2015 00:00 Í nýlegum tillögum að millidómstigi er gert ráð fyrir grundvallarbreytingu við skipan dómara. Samkvæmt núgildandi reglum tekur fimm manna dómnefnd afstöðu til þess hvaða umsækjandi um dómarastöðu sé hæfastur. Er óheimilt að skipa mann sem nefndin hefur ekki talið hæfastan, nema ráðherra afli samþykkis Alþingis og verður þá viðkomandi samt sem áður að fullnægja hæfisskilyrðum að mati nefndarinnar (t.d. um að teljast hæfur til að gegna embætti í ljósi starfsferils og lögfræðilegrar þekkingar). Með þessu fyrirkomulagi eru nefndinni, sem í sitja tveir menn tilnefndir af Hæstarétti, annar sem formaður, en hinir frá dómstólaráði, Lögmannafélagi Íslands og Alþingi, fengin veruleg áhrif um það hverjir fara með dómsvald í landinu, sumir myndu segja úrslitavald. Í öllu falli hefur ráðherra án undantekninga farið að tillögu nefndarinnar frá því reglurnar tóku gildi árið 2010.Hlutverk dómnefndar takmarkað Samkvæmt hinum nýju tillögum verður hlutverk nýrrar dómnefndar takmarkað við að fjalla um hæfi dómaraefna án þess að tekin sé afstaða til þess hver teljist hæfastur. Þegar um er að ræða hæstaréttardómara ber ráðherra hins vegar að afla samþykkis Alþingis fyrir þeim manni sem hann hyggst leggja til við forseta Íslands að verði skipaður. Á mannamáli þýðir þetta að við skipun héraðsdómara og landsréttardómara (sbr. hið nýja millidómstig) mun ráðherra njóta stóraukins svigrúms til að velja á milli hæfra umsækjenda. Við skipun hæstaréttardómara mun hið sama eiga við, þó þannig að ráðherra þarf að afla stuðnings þingsins. Með hliðsjón af því að hér á landi hefur stjórnmálamenning mótast í kringum meirihlutastjórnir og þingræði (ólíkt t.d. Bandaríkjunum hvaðan fyrirmyndin er líklegast sótt), verður að teljast alls óljóst hversu virkt eftirlit þingsins yrði við þessa ákvörðunartöku ráðherra. Dómstólar gætu endurskoðað lögmæti ákvörðunar ráðherra en aldrei fellt hana úr gildi. Tilhögun við skipun dómara, ekki síst hæstaréttardómara, er í eðli sínu viðkvæmt og flókið mál. Dómstólar og þar með dómarar eiga að vera (og eiga að sýnast vera) sjálfstæðir og óháðir öðrum þáttum valdsins, þ. á m. ríkisstjórn og ráðherrum. Skipun dómara er hins vegar stjórnvaldsákvörðun sem ráðherrar bera ábyrgð á, bæði pólitíska og lagalega, gagnvart Alþingi, jafnvel þegar skipun er formlega á hendi forseta Íslands (sbr. hæstaréttardómara). Samkvæmt grunnreglum íslenskrar stjórnskipunar hlýtur eftirlit og aðhald með ráðherra fyrst og fremst að vera hjá Alþingi sem aftur sækir umboð sitt til þjóðarinnar á grundvelli kosninga. Öflugt aðhald frá faglegri stjórnsýslu, t.d. dómnefnd, svo og ýmissa eftirlitsstofnana er óaðskiljanlegur þáttur lýðræðislegs samfélags, svo ekki sé minnst á umfjöllun fjölmiðla og fræðimanna. Að þessu leyti fela millidómstigstillögurnar í sér hreina afturför sem auk þess samræmist illa alþjóðlegum tilmælum.Ráðherra án aðhalds Það kerfi við skipun dómara sem tíðkaðist fram til ársins 2010 bauð upp á aðhalds- og eftirlitsleysi Alþingis með ráðherra sem gat farið sínu fram, hvað sem tautaði og raulaði. Það segir e.t.v. sína sögu um vandræðaganginn að ferlið við skipun dómara var eitt af þeim atriðum sem Framkvæmdastjórn ESB lýsti áhyggjum yfir á sínum tíma. Með breytingunni árið 2010 var bætt úr þessum göllum með því að taka raunverulegt skipunarvald af ráðherra og fela það að verulegu leyti faglegri stjórnsýslunefnd. Sú leið er ekki hafin yfir gagnrýni með hliðsjón af grunnreglum um reikningsskap og ábyrgð við meðferð framkvæmdavalds. Sú leið að áskilja einfalt meirihluta samþykki þingsins er heldur ekki hafin yfir gagnrýni. Hugsa mætti sér ýmsar aðrar leiðir, t.d. samþykki 2/3 Alþingis (eða eftirlits- og stjórnskipunarnefndar þingsins) við tillögu ráðherra, þó þannig að niðurstaða dómefndar um hvaða umsækjandi teldist hæfastur réði ef ráðherra og þing hefðu ekki komið sér saman um dómaraefni innan ákveðins tíma. Engin myndi efast um aðhald þingsins við þessar aðstæður en jafnvel þetta fyrirkomulag er ekki gallalaust. Allt þarf þetta frekari skoðunar og umræðu við. Það kemur óneitanlega nokkuð á óvart að gert sé ráð fyrir grundvallarbreytingum við skipun dómara sem lið í stofnun millidómstigs. Slík breyting var ekki óhjákvæmilegur þáttur í slíkri tillögugerð. Hvað sem því líður verður mál sem þetta ekki afgreitt nema lagt sé mat á reynslu undangenginna ára og áratuga, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis, og allir tiltækir kostir skoðaðir. Einungis að lokinni slíkri athugun getur farið fram nauðsynlegt samráð og umræða um hvaða leið beri að fara. Fyrirliggjandi tillaga getur e.t.v. skoðast sem upphaf slíkrar umræðu en er bersýnilega ófullnægjandi grundvöllur fyrir umsvifalausri breytingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum tillögum að millidómstigi er gert ráð fyrir grundvallarbreytingu við skipan dómara. Samkvæmt núgildandi reglum tekur fimm manna dómnefnd afstöðu til þess hvaða umsækjandi um dómarastöðu sé hæfastur. Er óheimilt að skipa mann sem nefndin hefur ekki talið hæfastan, nema ráðherra afli samþykkis Alþingis og verður þá viðkomandi samt sem áður að fullnægja hæfisskilyrðum að mati nefndarinnar (t.d. um að teljast hæfur til að gegna embætti í ljósi starfsferils og lögfræðilegrar þekkingar). Með þessu fyrirkomulagi eru nefndinni, sem í sitja tveir menn tilnefndir af Hæstarétti, annar sem formaður, en hinir frá dómstólaráði, Lögmannafélagi Íslands og Alþingi, fengin veruleg áhrif um það hverjir fara með dómsvald í landinu, sumir myndu segja úrslitavald. Í öllu falli hefur ráðherra án undantekninga farið að tillögu nefndarinnar frá því reglurnar tóku gildi árið 2010.Hlutverk dómnefndar takmarkað Samkvæmt hinum nýju tillögum verður hlutverk nýrrar dómnefndar takmarkað við að fjalla um hæfi dómaraefna án þess að tekin sé afstaða til þess hver teljist hæfastur. Þegar um er að ræða hæstaréttardómara ber ráðherra hins vegar að afla samþykkis Alþingis fyrir þeim manni sem hann hyggst leggja til við forseta Íslands að verði skipaður. Á mannamáli þýðir þetta að við skipun héraðsdómara og landsréttardómara (sbr. hið nýja millidómstig) mun ráðherra njóta stóraukins svigrúms til að velja á milli hæfra umsækjenda. Við skipun hæstaréttardómara mun hið sama eiga við, þó þannig að ráðherra þarf að afla stuðnings þingsins. Með hliðsjón af því að hér á landi hefur stjórnmálamenning mótast í kringum meirihlutastjórnir og þingræði (ólíkt t.d. Bandaríkjunum hvaðan fyrirmyndin er líklegast sótt), verður að teljast alls óljóst hversu virkt eftirlit þingsins yrði við þessa ákvörðunartöku ráðherra. Dómstólar gætu endurskoðað lögmæti ákvörðunar ráðherra en aldrei fellt hana úr gildi. Tilhögun við skipun dómara, ekki síst hæstaréttardómara, er í eðli sínu viðkvæmt og flókið mál. Dómstólar og þar með dómarar eiga að vera (og eiga að sýnast vera) sjálfstæðir og óháðir öðrum þáttum valdsins, þ. á m. ríkisstjórn og ráðherrum. Skipun dómara er hins vegar stjórnvaldsákvörðun sem ráðherrar bera ábyrgð á, bæði pólitíska og lagalega, gagnvart Alþingi, jafnvel þegar skipun er formlega á hendi forseta Íslands (sbr. hæstaréttardómara). Samkvæmt grunnreglum íslenskrar stjórnskipunar hlýtur eftirlit og aðhald með ráðherra fyrst og fremst að vera hjá Alþingi sem aftur sækir umboð sitt til þjóðarinnar á grundvelli kosninga. Öflugt aðhald frá faglegri stjórnsýslu, t.d. dómnefnd, svo og ýmissa eftirlitsstofnana er óaðskiljanlegur þáttur lýðræðislegs samfélags, svo ekki sé minnst á umfjöllun fjölmiðla og fræðimanna. Að þessu leyti fela millidómstigstillögurnar í sér hreina afturför sem auk þess samræmist illa alþjóðlegum tilmælum.Ráðherra án aðhalds Það kerfi við skipun dómara sem tíðkaðist fram til ársins 2010 bauð upp á aðhalds- og eftirlitsleysi Alþingis með ráðherra sem gat farið sínu fram, hvað sem tautaði og raulaði. Það segir e.t.v. sína sögu um vandræðaganginn að ferlið við skipun dómara var eitt af þeim atriðum sem Framkvæmdastjórn ESB lýsti áhyggjum yfir á sínum tíma. Með breytingunni árið 2010 var bætt úr þessum göllum með því að taka raunverulegt skipunarvald af ráðherra og fela það að verulegu leyti faglegri stjórnsýslunefnd. Sú leið er ekki hafin yfir gagnrýni með hliðsjón af grunnreglum um reikningsskap og ábyrgð við meðferð framkvæmdavalds. Sú leið að áskilja einfalt meirihluta samþykki þingsins er heldur ekki hafin yfir gagnrýni. Hugsa mætti sér ýmsar aðrar leiðir, t.d. samþykki 2/3 Alþingis (eða eftirlits- og stjórnskipunarnefndar þingsins) við tillögu ráðherra, þó þannig að niðurstaða dómefndar um hvaða umsækjandi teldist hæfastur réði ef ráðherra og þing hefðu ekki komið sér saman um dómaraefni innan ákveðins tíma. Engin myndi efast um aðhald þingsins við þessar aðstæður en jafnvel þetta fyrirkomulag er ekki gallalaust. Allt þarf þetta frekari skoðunar og umræðu við. Það kemur óneitanlega nokkuð á óvart að gert sé ráð fyrir grundvallarbreytingum við skipun dómara sem lið í stofnun millidómstigs. Slík breyting var ekki óhjákvæmilegur þáttur í slíkri tillögugerð. Hvað sem því líður verður mál sem þetta ekki afgreitt nema lagt sé mat á reynslu undangenginna ára og áratuga, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis, og allir tiltækir kostir skoðaðir. Einungis að lokinni slíkri athugun getur farið fram nauðsynlegt samráð og umræða um hvaða leið beri að fara. Fyrirliggjandi tillaga getur e.t.v. skoðast sem upphaf slíkrar umræðu en er bersýnilega ófullnægjandi grundvöllur fyrir umsvifalausri breytingu.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar