Ennþá hönd í hönd! Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skrifar 23. mars 2015 07:00 „Tilfinningin um að norrænu þjóðirnar eigi samleið, hefur á síðustu árum orðið sífellt sterkari og samvinnann milli þeirra náð yfir æ fleiri svið þjóðlífsins. Fjölmargir þjóðfélagshópar hafa einnig sannfærst um að samstaða og samstarf milli norrænu þjóðanna gagnist þeim öllum.“ Svona hljóma upphafslínur fyrstu stefnuyfirlýsingar norska norrænafélagsins frá árinu 1919. Þessi næstum 100 ára gamla stefnuyfirlýsing lýsir enn í dag, með ljóðrænum hætti, kjarnanum í samstarfshugsjón okkar jafnaðarmann í Norðurlandaráði, um að „samstaða og samstarf milli norrænu þjóðanna gagnist þeim öllum.“ Hugsjónin um að við saman, hönd í hönd, séum sterkari og betur í stakk búin til að vinna í þágu núverandi og tilvonandi íbúa og gera Norðurlöndin að ennþá betri og meira aðlaðandi heimshluta til vinna, stofna fjölskyldu og eldast í. Við vinnum að framförum, árið um kring, þvert á landamæri á þeim mikilvægu samfélagssviðum sem grundvölluð eru í hinum sögufræga Helsinkisáttmála, réttarfars-, menningar-, fjarskipta-, umhverfis-, velferðar- og efnahagsmála. Þessi samstarfssáttmáli frá 1962, Helsinkisáttmálinn, milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar er enn í fullu gildi og ráðandi um starf okkar, þegar við fjórum sinnum á ári, komum saman og mótum stefnu, tillögur og verkefni í samræmi við jafnaðarhusjónir okkar um frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA, óháð aldri, kyni, þjóðerni, pólitískri sannfæringu eða samfélagslegri stöðu. Norrænu félögin voru stofnuð um árið 1919, rétt eftir fyrri heimstyrjöldina. Norðurlandaráð var sett á laggirnar árið 1952, fáum árum eftir lok síðari heimstyrjaldarinnar. Og árið 1962, á meðan á Víetnamstríðinu stóð, var Helsinkisáttmálinn undirritaður. Á sama tíma varpaði kaldastríðið myrkum skugga yfir stóran hluta jarðarinnar, meðal annars Norðurlöndin. Þetta varð til þess, að baráttan fyrir friði og verkefnum sem unnu gegn skelfilegum afleiðingum stríðs og doða eftirstríðsáranna varð sem rauður þráður í starfi Norðurlandaráðs. Samstaðan um að tryggja, að á hverjum tíma gætum við litið til beggja handa og séð að þar stæðu samherjar sem myndu berjast fyrir sömu gildum og þú – frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA. Nú, sem fyrr, getum við litið stolt um öxl enda blasir við fjöldinn allur af árangursríkum og vel heppnuðum verkefnum. Allan ársins hring, höldum við ríkisstjórnum landanna og ráðherraráði Norðurlandaráðs við efnið, með fyrirspurnum og tillögum að nýjum verkefnum og áhrifana gætir víða í áherslum ríkisstjórnanna og lagasetningu á öllum Norðurlöndunum.Einstakt samstarf Við munum áfram leggja okkar að mörkum, til að „verkefni sem vinna má í samstarfi, verði leyst með þeim hætti, svofremi að þau samræmist hagsmunum hvers lands”, eins og segir í stefnuyfirlýsingunni frá 1919 með yfirskriftinni „Herhvöt”. Norrænt samstarf er einstakt, hvernig sem á það er litið. Öll erum við mismunandi, en við eigum sameiginlegan menningarskilning og samfélagsgerð. En það sem við eigum fyrst og fremst sameiginlegt, eru grunngildin um mannréttindi, velferð og vöxt. Allir borgarar Norðurlandanna eiga rétt á atvinnu og menntun, hvort sem menn koma frá stórborgunum í suðri, eða smáum eyjum eða afskektum byggðum Grænlands. Óttalaus á maður að geta stofnað fjölskyldu eða orðið gamall á Norðurlöndum. Og þannig er það. En það er alltaf hægt að gera betur. Og fjölmargar hindranir í að flytja og starfa yfir landamæri Norðurlandanna eru meðal verkefna sem við þurfum stöðugt að sinna til að auka lífsgæði fólks á Norðurlöndum. Við bjóðum alla velkomna til Norðurlanda, sem koma í friði og vilja hefja þar nýtt líf fyrir sig og sína. Og þegar öfgar og hryðjuverk ógna samfélögum okkar, stillum við saman strengi okkar, lítum til beggja handa og sjáum karla og konur, með sömu óskir og þrár – frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA! Marit Nybakk formaður, þingmaður Noregi, Phia Andersson, þingmaður Svíþjóð,Tuula Peltonen, þingmaður Finnlandi,Karin Gaardsted, þingmaður Danmörku, Guðbjartur Hannesson, varaforseti Norðurlandaráðs,fyrir hönd þingflokks Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
„Tilfinningin um að norrænu þjóðirnar eigi samleið, hefur á síðustu árum orðið sífellt sterkari og samvinnann milli þeirra náð yfir æ fleiri svið þjóðlífsins. Fjölmargir þjóðfélagshópar hafa einnig sannfærst um að samstaða og samstarf milli norrænu þjóðanna gagnist þeim öllum.“ Svona hljóma upphafslínur fyrstu stefnuyfirlýsingar norska norrænafélagsins frá árinu 1919. Þessi næstum 100 ára gamla stefnuyfirlýsing lýsir enn í dag, með ljóðrænum hætti, kjarnanum í samstarfshugsjón okkar jafnaðarmann í Norðurlandaráði, um að „samstaða og samstarf milli norrænu þjóðanna gagnist þeim öllum.“ Hugsjónin um að við saman, hönd í hönd, séum sterkari og betur í stakk búin til að vinna í þágu núverandi og tilvonandi íbúa og gera Norðurlöndin að ennþá betri og meira aðlaðandi heimshluta til vinna, stofna fjölskyldu og eldast í. Við vinnum að framförum, árið um kring, þvert á landamæri á þeim mikilvægu samfélagssviðum sem grundvölluð eru í hinum sögufræga Helsinkisáttmála, réttarfars-, menningar-, fjarskipta-, umhverfis-, velferðar- og efnahagsmála. Þessi samstarfssáttmáli frá 1962, Helsinkisáttmálinn, milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar er enn í fullu gildi og ráðandi um starf okkar, þegar við fjórum sinnum á ári, komum saman og mótum stefnu, tillögur og verkefni í samræmi við jafnaðarhusjónir okkar um frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA, óháð aldri, kyni, þjóðerni, pólitískri sannfæringu eða samfélagslegri stöðu. Norrænu félögin voru stofnuð um árið 1919, rétt eftir fyrri heimstyrjöldina. Norðurlandaráð var sett á laggirnar árið 1952, fáum árum eftir lok síðari heimstyrjaldarinnar. Og árið 1962, á meðan á Víetnamstríðinu stóð, var Helsinkisáttmálinn undirritaður. Á sama tíma varpaði kaldastríðið myrkum skugga yfir stóran hluta jarðarinnar, meðal annars Norðurlöndin. Þetta varð til þess, að baráttan fyrir friði og verkefnum sem unnu gegn skelfilegum afleiðingum stríðs og doða eftirstríðsáranna varð sem rauður þráður í starfi Norðurlandaráðs. Samstaðan um að tryggja, að á hverjum tíma gætum við litið til beggja handa og séð að þar stæðu samherjar sem myndu berjast fyrir sömu gildum og þú – frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA. Nú, sem fyrr, getum við litið stolt um öxl enda blasir við fjöldinn allur af árangursríkum og vel heppnuðum verkefnum. Allan ársins hring, höldum við ríkisstjórnum landanna og ráðherraráði Norðurlandaráðs við efnið, með fyrirspurnum og tillögum að nýjum verkefnum og áhrifana gætir víða í áherslum ríkisstjórnanna og lagasetningu á öllum Norðurlöndunum.Einstakt samstarf Við munum áfram leggja okkar að mörkum, til að „verkefni sem vinna má í samstarfi, verði leyst með þeim hætti, svofremi að þau samræmist hagsmunum hvers lands”, eins og segir í stefnuyfirlýsingunni frá 1919 með yfirskriftinni „Herhvöt”. Norrænt samstarf er einstakt, hvernig sem á það er litið. Öll erum við mismunandi, en við eigum sameiginlegan menningarskilning og samfélagsgerð. En það sem við eigum fyrst og fremst sameiginlegt, eru grunngildin um mannréttindi, velferð og vöxt. Allir borgarar Norðurlandanna eiga rétt á atvinnu og menntun, hvort sem menn koma frá stórborgunum í suðri, eða smáum eyjum eða afskektum byggðum Grænlands. Óttalaus á maður að geta stofnað fjölskyldu eða orðið gamall á Norðurlöndum. Og þannig er það. En það er alltaf hægt að gera betur. Og fjölmargar hindranir í að flytja og starfa yfir landamæri Norðurlandanna eru meðal verkefna sem við þurfum stöðugt að sinna til að auka lífsgæði fólks á Norðurlöndum. Við bjóðum alla velkomna til Norðurlanda, sem koma í friði og vilja hefja þar nýtt líf fyrir sig og sína. Og þegar öfgar og hryðjuverk ógna samfélögum okkar, stillum við saman strengi okkar, lítum til beggja handa og sjáum karla og konur, með sömu óskir og þrár – frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA! Marit Nybakk formaður, þingmaður Noregi, Phia Andersson, þingmaður Svíþjóð,Tuula Peltonen, þingmaður Finnlandi,Karin Gaardsted, þingmaður Danmörku, Guðbjartur Hannesson, varaforseti Norðurlandaráðs,fyrir hönd þingflokks Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar