Með byltinguna í brjóstinu Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. mars 2015 08:00 Ég beraði á mér brjóstið í vikunni. Þeir sem þekkja mig vita að ég fer helst ekki í sund af feimni. Í vikubyrjun horfði ég á Monicu Lewinsky segja frá því hvernig hún var höfð að háði og spotti um allan heim eftir ástarsambandið við Clinton. Hún sagði eitt sem sat í mér; að við hefðum búið til iðnað um skömm. Aðallega skömm kvenna. Skömm út af sögum eins og hennar sem selur blöð. Skömm út af myndum sem áttu ekki að verða opinberar en fljúga svo um internetið. Kvöldið eftir hlustaði ég á Vigdísi Finnbogadóttur tala til kvenna. Hún brýndi aðallega eitt fyrir okkur; takið ykkur pláss, takið ykkur rými á ykkar forsendum. Ekki biðjast afsökunar á ykkur, ekki skammast ykkar. Ég var því vel fóðruð af hugmyndum um mikilvægi þess að berja niður þessa aldagömlu skömm sem er notuð á ýmsan hátt gegn konum alla daga þegar menntaskólastúlkur byrjuðu byltingu í beinni með brjóstum sínum. Þrátt fyrir allt hvatningarfóður vikunnar var ég skeptísk. Var virkilega kraftaukandi fyrir konur að sýna nekt? Er þetta ekki tvískinnungur þegar varað er við hættunni á hefndarklámi? Er enginn tvískinnungur í að nekt sé feminísk svo lengi sem ekki er greitt fyrir hana, en þá verður hún víst alls ekki feminísk? Eykur þetta ekki enn meira á pressu útlitsdýrkunar gagnvart konum? Ég fann þessu flest til foráttu og fór að sofa þess fullviss að stelpurnar væru ekki búnar að hugsa málið til enda. Svo vaknaði ég og á meðan höfðu þær breytt heiminum. Bara sisona. Og allt í einu var eins og ég væri slegin í hausinn með eigin fordómum. Auðvitað voru efasemdir mínar afsprengi þess að þessi bylting er stórkostleg. Hún snýst um að taka valdið á líkama sínum til sín og frá þeim sem vilja hylja hann, stýra honum og misnota. Hún snýst um að aftengja skömmina og taka sér rými á eigin forsendum. Hún snýst um að rökin um hvað er sæmilegt konum og hvað ekki eru þau sömu þó líkamspartarnir séu mismunandi eftir samfélögum – á Íslandi eru það brjóst, í Sádi-Arabíu er það hárið og ökklarnir. Hún snýst um að samfélagsmiðlar eyða út myndum af brjóstagjöf. Hún snýst um frelsi einstaklinga til að ráða yfir sér og bjóða úreltum lögum, meintu siðgæði og forræðishyggju byrginn. Það er einfaldlega þannig að þegar bylting nýrrar kynslóðar fyrir betri heimi á sér stað fyrir framan augun á manni þá hlustar maður. Og berar á sér brjóstið. Og lifir það af. Og svei mér ef maður er ekki bara örlítið kraftmeiri fyrir vikið. Takk stelpur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Ég beraði á mér brjóstið í vikunni. Þeir sem þekkja mig vita að ég fer helst ekki í sund af feimni. Í vikubyrjun horfði ég á Monicu Lewinsky segja frá því hvernig hún var höfð að háði og spotti um allan heim eftir ástarsambandið við Clinton. Hún sagði eitt sem sat í mér; að við hefðum búið til iðnað um skömm. Aðallega skömm kvenna. Skömm út af sögum eins og hennar sem selur blöð. Skömm út af myndum sem áttu ekki að verða opinberar en fljúga svo um internetið. Kvöldið eftir hlustaði ég á Vigdísi Finnbogadóttur tala til kvenna. Hún brýndi aðallega eitt fyrir okkur; takið ykkur pláss, takið ykkur rými á ykkar forsendum. Ekki biðjast afsökunar á ykkur, ekki skammast ykkar. Ég var því vel fóðruð af hugmyndum um mikilvægi þess að berja niður þessa aldagömlu skömm sem er notuð á ýmsan hátt gegn konum alla daga þegar menntaskólastúlkur byrjuðu byltingu í beinni með brjóstum sínum. Þrátt fyrir allt hvatningarfóður vikunnar var ég skeptísk. Var virkilega kraftaukandi fyrir konur að sýna nekt? Er þetta ekki tvískinnungur þegar varað er við hættunni á hefndarklámi? Er enginn tvískinnungur í að nekt sé feminísk svo lengi sem ekki er greitt fyrir hana, en þá verður hún víst alls ekki feminísk? Eykur þetta ekki enn meira á pressu útlitsdýrkunar gagnvart konum? Ég fann þessu flest til foráttu og fór að sofa þess fullviss að stelpurnar væru ekki búnar að hugsa málið til enda. Svo vaknaði ég og á meðan höfðu þær breytt heiminum. Bara sisona. Og allt í einu var eins og ég væri slegin í hausinn með eigin fordómum. Auðvitað voru efasemdir mínar afsprengi þess að þessi bylting er stórkostleg. Hún snýst um að taka valdið á líkama sínum til sín og frá þeim sem vilja hylja hann, stýra honum og misnota. Hún snýst um að aftengja skömmina og taka sér rými á eigin forsendum. Hún snýst um að rökin um hvað er sæmilegt konum og hvað ekki eru þau sömu þó líkamspartarnir séu mismunandi eftir samfélögum – á Íslandi eru það brjóst, í Sádi-Arabíu er það hárið og ökklarnir. Hún snýst um að samfélagsmiðlar eyða út myndum af brjóstagjöf. Hún snýst um frelsi einstaklinga til að ráða yfir sér og bjóða úreltum lögum, meintu siðgæði og forræðishyggju byrginn. Það er einfaldlega þannig að þegar bylting nýrrar kynslóðar fyrir betri heimi á sér stað fyrir framan augun á manni þá hlustar maður. Og berar á sér brjóstið. Og lifir það af. Og svei mér ef maður er ekki bara örlítið kraftmeiri fyrir vikið. Takk stelpur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun