Saga sem snertir við manni Kjartan Már Ómarsson skrifar 7. apríl 2015 10:30 Gunnar Jónsson í hlutverki Fúsa. Vísir Fúsi Leikstjórn og handrit: Dagur Kári PéturssonFramleiðendur: Agnes Johansen og Baltasar KormákurKvikmyndataka: Rasmus VidebækKlipping: Olivier Bugge Coutté, Andri Steinn Guðjónsson og Dagur KáriAðalhlutverk: Gunnar Jónsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Franziska Una Dagsdóttir, Arnar Jónsson, Þórir sæmundsson, Þorsteinn Gunnarsson Sýningar á síðustu kvikmynd Dags Kára Péturssonar hófust fyrir rétt rúmri viku og segja má að sagan, sem gerist á Íslandi, eigi sér stað í óræðum samtíma. Vissulega er umhverfið kunnuglegt en engu að síður er eitthvert tímaleysi viðloðandi þar sem engar beinar vísanir eru í samtímaviðburði, né heldur er fólk í sífellu vafrandi um vefinn í snjallsímum eða með höfuðið hálft ofan í tölvuskjáum. Áherslurnar liggja heldur í öllu mannlegri taug sem er ekki bundin í tíma. Líkt og í fyrri myndum finnur Dagur sér efnivið í manneskjum sem leynast á jaðri samfélagsins. Gunnar Jónsson fer með burðarhlutverk þar sem hann leikur Fúsa, fullorðinn karlmann sem hefur skotið rótum við hliðarlínu lífsins. Hann er ögn undarlegur og óframfærinn og fær fyrir vikið að kenna á fordómum samfélagsins, sem er svo gjarnt á að dæma náungann án þess að skyggnast undir yfirborðið. Áhorfandi fær að kynnast því hvernig Fúsi hagar dögum sínum. Líf hans er endurtekningasamt, viðburðasnautt, einmanalegt en öruggt og maður getur hæglega ímyndað sér að þannig hafi allir hans dagar verið og þannig muni þeir ávallt verða. Látlaust lífsmynstur er hans eina haldreipi í heimi sem erfitt er að ná handfestu á þar til einn daginn að línudans og vonlaust veður valda hvörfum. Kvenmaður kemur til bjargar.Ilmur Kristjánsdóttir og Gunnar JónssonVísirGunnar hefur aldrei verið jafn góður. Það er merkilegt að upplifa hvernig fyrirferðamesti leikari landsins nær á einhvern undraverðan hátt að koma innri hræringum persónu sinnar til skila með því einu að beita augnaráðinu. Gunnar sýnir þannig fram á að minna sé hreinlega meira undir vissum kringumstæðum. Það er ákveðið leiðarhnoða í myndinni, að líta þurfi undir yfirborð hlutanna til þess að komast að rót þeirra. Þetta kjarnast í persónu Gunnars og það sem meira er, styðja meðleikarar hans við málstaðinn. Þeir eru ekki bara áhrifalausar aukapersónur heldur partur af sömu heild, og hafa sömu virkni þrátt fyrir að vera ekki jafn áberandi. Myndatakan er fyrirtaks góð og hreinasta yndi þegar dvalið er við ákveðna ramma svo maður geti drukkið í sig áhrif þeirra án þess að vera sífellt slengt í næsta atriði. Tónlistin í kvikmyndinni er að sama skapi listilega unnin. Hún er með minna móti en styður við á réttum augnablikum án þess nokkru sinni að verða afgerandi. Fyrir bragðið fær sú tónlist sem spiluð er innan söguheimsins aukinn merkingarþunga sem annars hefði mögulega farið minna fyrir, hugsanlega týnst. Þetta er myndræn kvikmynd þar sem persónur stíga inn í frásögnina fullmótaðar án þess að miklu púðri sé eytt í baksögur eða endalausar útlistanir á óþarfa smáatriðum. Áhorfanda er treyst til þess að vera virkur og taka þátt í merkingarsköpun sögunnar sem veldur því að áhorfið er gefandi en ekki aðeins leið til að sálga níutíu mínútum. Þetta er saga sem snertir við manni.Niðurstaða: Degi Kára tekst að skapa hjartnæma sögu sem virðist vera látlaus á yfirborðinu en þegar nánar er að gætt má sjá hvernig tekið er á málefnum á borð við hleypidóma, mörkin milli bernsku og fullorðinsára, vinskap og gæsku. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Mynd Dags Kára frumsýnd í Berlín Virgin Mountin, eða Fúsi, var frumsýnd á Berlinale í gær. 10. febrúar 2015 12:13 Fúsi fæddur á flugvelli Dag Kára Péturson hafði lengi langað til þess að vinna með leikaranum Gunnari Jónssyni og varð það að veruleika í Fúsa sem frumsýnd er í dag á Íslandi. 27. mars 2015 09:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Fúsi Leikstjórn og handrit: Dagur Kári PéturssonFramleiðendur: Agnes Johansen og Baltasar KormákurKvikmyndataka: Rasmus VidebækKlipping: Olivier Bugge Coutté, Andri Steinn Guðjónsson og Dagur KáriAðalhlutverk: Gunnar Jónsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Franziska Una Dagsdóttir, Arnar Jónsson, Þórir sæmundsson, Þorsteinn Gunnarsson Sýningar á síðustu kvikmynd Dags Kára Péturssonar hófust fyrir rétt rúmri viku og segja má að sagan, sem gerist á Íslandi, eigi sér stað í óræðum samtíma. Vissulega er umhverfið kunnuglegt en engu að síður er eitthvert tímaleysi viðloðandi þar sem engar beinar vísanir eru í samtímaviðburði, né heldur er fólk í sífellu vafrandi um vefinn í snjallsímum eða með höfuðið hálft ofan í tölvuskjáum. Áherslurnar liggja heldur í öllu mannlegri taug sem er ekki bundin í tíma. Líkt og í fyrri myndum finnur Dagur sér efnivið í manneskjum sem leynast á jaðri samfélagsins. Gunnar Jónsson fer með burðarhlutverk þar sem hann leikur Fúsa, fullorðinn karlmann sem hefur skotið rótum við hliðarlínu lífsins. Hann er ögn undarlegur og óframfærinn og fær fyrir vikið að kenna á fordómum samfélagsins, sem er svo gjarnt á að dæma náungann án þess að skyggnast undir yfirborðið. Áhorfandi fær að kynnast því hvernig Fúsi hagar dögum sínum. Líf hans er endurtekningasamt, viðburðasnautt, einmanalegt en öruggt og maður getur hæglega ímyndað sér að þannig hafi allir hans dagar verið og þannig muni þeir ávallt verða. Látlaust lífsmynstur er hans eina haldreipi í heimi sem erfitt er að ná handfestu á þar til einn daginn að línudans og vonlaust veður valda hvörfum. Kvenmaður kemur til bjargar.Ilmur Kristjánsdóttir og Gunnar JónssonVísirGunnar hefur aldrei verið jafn góður. Það er merkilegt að upplifa hvernig fyrirferðamesti leikari landsins nær á einhvern undraverðan hátt að koma innri hræringum persónu sinnar til skila með því einu að beita augnaráðinu. Gunnar sýnir þannig fram á að minna sé hreinlega meira undir vissum kringumstæðum. Það er ákveðið leiðarhnoða í myndinni, að líta þurfi undir yfirborð hlutanna til þess að komast að rót þeirra. Þetta kjarnast í persónu Gunnars og það sem meira er, styðja meðleikarar hans við málstaðinn. Þeir eru ekki bara áhrifalausar aukapersónur heldur partur af sömu heild, og hafa sömu virkni þrátt fyrir að vera ekki jafn áberandi. Myndatakan er fyrirtaks góð og hreinasta yndi þegar dvalið er við ákveðna ramma svo maður geti drukkið í sig áhrif þeirra án þess að vera sífellt slengt í næsta atriði. Tónlistin í kvikmyndinni er að sama skapi listilega unnin. Hún er með minna móti en styður við á réttum augnablikum án þess nokkru sinni að verða afgerandi. Fyrir bragðið fær sú tónlist sem spiluð er innan söguheimsins aukinn merkingarþunga sem annars hefði mögulega farið minna fyrir, hugsanlega týnst. Þetta er myndræn kvikmynd þar sem persónur stíga inn í frásögnina fullmótaðar án þess að miklu púðri sé eytt í baksögur eða endalausar útlistanir á óþarfa smáatriðum. Áhorfanda er treyst til þess að vera virkur og taka þátt í merkingarsköpun sögunnar sem veldur því að áhorfið er gefandi en ekki aðeins leið til að sálga níutíu mínútum. Þetta er saga sem snertir við manni.Niðurstaða: Degi Kára tekst að skapa hjartnæma sögu sem virðist vera látlaus á yfirborðinu en þegar nánar er að gætt má sjá hvernig tekið er á málefnum á borð við hleypidóma, mörkin milli bernsku og fullorðinsára, vinskap og gæsku.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Mynd Dags Kára frumsýnd í Berlín Virgin Mountin, eða Fúsi, var frumsýnd á Berlinale í gær. 10. febrúar 2015 12:13 Fúsi fæddur á flugvelli Dag Kára Péturson hafði lengi langað til þess að vinna með leikaranum Gunnari Jónssyni og varð það að veruleika í Fúsa sem frumsýnd er í dag á Íslandi. 27. mars 2015 09:30 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Mynd Dags Kára frumsýnd í Berlín Virgin Mountin, eða Fúsi, var frumsýnd á Berlinale í gær. 10. febrúar 2015 12:13
Fúsi fæddur á flugvelli Dag Kára Péturson hafði lengi langað til þess að vinna með leikaranum Gunnari Jónssyni og varð það að veruleika í Fúsa sem frumsýnd er í dag á Íslandi. 27. mars 2015 09:30