Óttast að Þingvellir fari illa næstu vikur 11. apríl 2015 11:30 Í febrúar var strax mikil umferð ferðamanna á Þingvöllum. MYND/BERGLIND SIGMUNDSDÓTTIR Þjóðgarðsvörður hefur sérstakar áhyggjur af umferð ferðamanna á Þingvöllum á næstu vikum sökum þess hversu viðkvæmur gróðurinn er eftir erfiðan vetur. „Við búumst við 20 til 25% fjölgun ferðamanna hjá okkur. Við erum að undirbúa okkur til að taka við þessum fjölda með lengri opnunartíma í Hakinu og sama á við um salernisaðstöðu. Við höfum fjölgað landvörðum og höfum ráðið verktaka í þrif svo okkar starfsfólk nýtist betur í annað. Öryggisáætlanir hafa verið styrktar í samráði við lögreglu og aðra til þess bæra aðila. Við höfum afmarkað stíga betur og munum sennilega opna bráðabirgðabílastæðin frá hátíðinni 1974,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður spurður um undirbúning fyrir ferðamannastraum ársins sem á sér engar hliðstæður gangi spár eftir.Ólafur Örn HaraldssonÁætlað er að árið 2014 hafi tæplega 600 þúsund gestir komið til Þingvalla en það er tvöföldun á aðeins fjórum árum. Talið er að um 38% komi í hópferðum en 42% á eigin vegum. Af hópferðamönnum eru um 68 þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á dagsferð um Suðurland. Ólafur telur að starfsmenn þjóðgarðsins hafi því aldrei verið eins vel undirbúnir fyrir komur ferðamanna „miðað við það sem úr er að spila enda verið gerðar miklar úrbætur á síðustu árum sem hafa breytt miklu.“ Ólafur bætir við að afrakstur þjónustu á staðnum skili tekjum sem skipta máli við uppbyggingu og undirbúning. „En okkar stærsta áhyggjuefni er vorið áður en svörðurinn er gróinn. Núna er hann vatnsósa og viðkvæmur og við þessar aðstæður verða mestu skemmdirnar. Í svona árferði þarf ekki marga fætur til að valda miklum spjöllum,“ segir Ólafur og bætir við að með einföldum aðgerðum, eins og að afmarka göngustíga með köðlum, takist að stýra umferðinni að mestu. En óvíst sé hvort það dugar til. Ólafur tekur undir að ef illa fer í vor dugi jafnvel sumarið ekki til þess að laga þau svæði sem vinsælust eru. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Þjóðgarðsvörður hefur sérstakar áhyggjur af umferð ferðamanna á Þingvöllum á næstu vikum sökum þess hversu viðkvæmur gróðurinn er eftir erfiðan vetur. „Við búumst við 20 til 25% fjölgun ferðamanna hjá okkur. Við erum að undirbúa okkur til að taka við þessum fjölda með lengri opnunartíma í Hakinu og sama á við um salernisaðstöðu. Við höfum fjölgað landvörðum og höfum ráðið verktaka í þrif svo okkar starfsfólk nýtist betur í annað. Öryggisáætlanir hafa verið styrktar í samráði við lögreglu og aðra til þess bæra aðila. Við höfum afmarkað stíga betur og munum sennilega opna bráðabirgðabílastæðin frá hátíðinni 1974,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður spurður um undirbúning fyrir ferðamannastraum ársins sem á sér engar hliðstæður gangi spár eftir.Ólafur Örn HaraldssonÁætlað er að árið 2014 hafi tæplega 600 þúsund gestir komið til Þingvalla en það er tvöföldun á aðeins fjórum árum. Talið er að um 38% komi í hópferðum en 42% á eigin vegum. Af hópferðamönnum eru um 68 þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á dagsferð um Suðurland. Ólafur telur að starfsmenn þjóðgarðsins hafi því aldrei verið eins vel undirbúnir fyrir komur ferðamanna „miðað við það sem úr er að spila enda verið gerðar miklar úrbætur á síðustu árum sem hafa breytt miklu.“ Ólafur bætir við að afrakstur þjónustu á staðnum skili tekjum sem skipta máli við uppbyggingu og undirbúning. „En okkar stærsta áhyggjuefni er vorið áður en svörðurinn er gróinn. Núna er hann vatnsósa og viðkvæmur og við þessar aðstæður verða mestu skemmdirnar. Í svona árferði þarf ekki marga fætur til að valda miklum spjöllum,“ segir Ólafur og bætir við að með einföldum aðgerðum, eins og að afmarka göngustíga með köðlum, takist að stýra umferðinni að mestu. En óvíst sé hvort það dugar til. Ólafur tekur undir að ef illa fer í vor dugi jafnvel sumarið ekki til þess að laga þau svæði sem vinsælust eru.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira