Ekki fínpólerað melódrama Kjartan Már Ómarsson skrifar 22. apríl 2015 10:30 Stórleikarinn Ólafur Darri fer með hlutverk í Austur. Vísir/Björn Árnason Austur Handrit og leikstjórn: Jón Atli JónassonFramleiðendur: Smári Hrólfsson, Selma Karlsdóttir, Einar Ólafur SpeightKvikmyndataka: Aske FossKlipping: Hákon Már OddssonTónlist: Urður HákonardóttirAðalleikarar: Arnar Dan, Vigfús Þormar Gunnarsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Björn Stefánsson, Ólafur Darri Ólafsson Austur er frumraun Jóns Atla Jónassonar sem kvikmyndaleikstjóra. Handritið er sömuleiðis úr hans smiðju en leikarar munu víst hafa fengið nokkuð lausan taum í útfærslu á efninu. Mikið umtal hafði skapast kringum myndina áður en hún var sýnd sökum yfirgengilegs umfjöllunarefnis og var rykið jafnvel dustað af frasanum „Stranglega bönnuð“, sem ég er ekki viss um að hafa heyrt áður í íslensku samhengi. Austur segir sögu af tilviljanakenndu og tilgangslausu ofbeldi. Segja má að áhorfandi fái innsýn í (ó)menningarkima samfélagsins sem er hinum óbreytta borgara að mestu lokaður. Ungur karlmaður (Björn Stefánsson) sefur hjá stúlku sem reynist vera fyrrverandi maki ofbeldismanns sem kallast Fáfnir (Arnar Dan) og það hefur vægast sagt skelfilegar afleiðingar. Í hönd fer rúmlega klukkutímalöng atburðarás þar sem lítið er sagt, lítið sést og lítið gerist. Áhorfandi verður vitni að hömlulausu ofbeldi og eiturlyfjanotkun en það fæst ekki mikið meira í kaupbæti. Umfjöllunarefnið er vægast sagt átakanlegt og hugvitssamleg notkun á sviðsmynd styður þá staðreynd. Sagan á sér nær eingöngu stað í þröngum, hrörlegum rýmum sem eru laus við persónulega hlýju og vekja hjá manni ónotatilfinningu. Tónlistin vinnur að sama skapi vel með efninu. Tökustíllinn er vægast sagt hrár og virðist fremur vera stílaður á einhvers konar pönk-fagurfræði fremur en heimildaútlitið sem maður er vanur að tengja við þess konar meðferð. Haldið er á tökuvélinni og hún er mikið á hreyfingu, senur eru oft teknar upp frá óvenjulegum sjónarhornum og allur gangur á því hvort skerpa sé á ramma eða ekki. Mestöll myndin er skotin í nærmyndaskotum líkt og verið sé að segja sögu hluta fyrir heild (pars pro toto).Stilla úr myndinniVísirSjónarhornið er ágengt strax frá fyrstu mínútum þar sem fórnarlambið (Björn) er elt og lítið annað sýnilegt en bak og hnakki þess og fyrir vikið vaknar ákveðin vænisýkistilfinning hjá áhorfanda. Þetta hefði verið ágætis stílbragð hefði þessi aðferð takmarkast við fórnarlamb myndarinnar en það missir mátt sinn sökum þess að sömu aðferð er beitt á nær allar persónur myndarinnar. Stofnskot eða víðir rammar voru sjaldséðir yfirhöfuð og þessi ágenga nærtökuaðferð verður heldur einhæf til lengdar. Sama má segja um hrynjandi atburðarásar sem tekur ekki miklum sviptingum frá og með þriðju mínútu myndarinnar. Ákveðnu ástandi er komið á koppinn bæði sjónrænt og efnislega og því hreinlega viðhaldið þar til yfir lýkur. Ég byrjaði snemma að velta fyrir mér af hverju Jón Atli hefði kosið að segja þessa sögu. Var þetta samfélagsgagnrýni, voru persónur táknrænar eða var þetta kannski dæmisaga? Jón Atli sagði í viðtali að þetta væri hugsanlega öðruvísi mynd en fólk væri búið að venjast í íslenskri framleiðslu. Þetta væri ekki fínpólerað melódrama, myndin væri hrá og það væri af vilja gert. Þetta tekst með ágætum. Verra er að það lítur út fyrir að allur þessi hráleiki hafi kostað myndina stefnu og rödd. Hvergi er hægt að miða út til hvers sé verið að segja þessa sögu og á meðan því er ekki komið til skila er vandi að sjá annað en upphafningu á því sem á sér stað. Af hverju annars að gera ofbeldismenn að kvikmyndastjörnum? Myndin er ekki illa gerð. Hún er faglega unnin í alla staði og jafnvel fróðleg því ég minnist þess hreinlega ekki að hafa séð neitt samanburðarhæft. Það má jafnvel vel vera að Austur verði úrvals költmynd þegar fram líða stundir. Hugmyndavinnan á bak við hana er hins vegar tæp og fyrir bragðið er lokaafurðin líkari fljótfærnislegri framsetningu á hugarfóstri sem hefði þolað lengri meðgöngu.Niðurstaða:Austur er stefnulaus kvikmynd þar sem ofbeldi úr íslenskum veruleika er teflt fram á hispurslausan máta. Gagnrýni Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Austur Handrit og leikstjórn: Jón Atli JónassonFramleiðendur: Smári Hrólfsson, Selma Karlsdóttir, Einar Ólafur SpeightKvikmyndataka: Aske FossKlipping: Hákon Már OddssonTónlist: Urður HákonardóttirAðalleikarar: Arnar Dan, Vigfús Þormar Gunnarsson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Björn Stefánsson, Ólafur Darri Ólafsson Austur er frumraun Jóns Atla Jónassonar sem kvikmyndaleikstjóra. Handritið er sömuleiðis úr hans smiðju en leikarar munu víst hafa fengið nokkuð lausan taum í útfærslu á efninu. Mikið umtal hafði skapast kringum myndina áður en hún var sýnd sökum yfirgengilegs umfjöllunarefnis og var rykið jafnvel dustað af frasanum „Stranglega bönnuð“, sem ég er ekki viss um að hafa heyrt áður í íslensku samhengi. Austur segir sögu af tilviljanakenndu og tilgangslausu ofbeldi. Segja má að áhorfandi fái innsýn í (ó)menningarkima samfélagsins sem er hinum óbreytta borgara að mestu lokaður. Ungur karlmaður (Björn Stefánsson) sefur hjá stúlku sem reynist vera fyrrverandi maki ofbeldismanns sem kallast Fáfnir (Arnar Dan) og það hefur vægast sagt skelfilegar afleiðingar. Í hönd fer rúmlega klukkutímalöng atburðarás þar sem lítið er sagt, lítið sést og lítið gerist. Áhorfandi verður vitni að hömlulausu ofbeldi og eiturlyfjanotkun en það fæst ekki mikið meira í kaupbæti. Umfjöllunarefnið er vægast sagt átakanlegt og hugvitssamleg notkun á sviðsmynd styður þá staðreynd. Sagan á sér nær eingöngu stað í þröngum, hrörlegum rýmum sem eru laus við persónulega hlýju og vekja hjá manni ónotatilfinningu. Tónlistin vinnur að sama skapi vel með efninu. Tökustíllinn er vægast sagt hrár og virðist fremur vera stílaður á einhvers konar pönk-fagurfræði fremur en heimildaútlitið sem maður er vanur að tengja við þess konar meðferð. Haldið er á tökuvélinni og hún er mikið á hreyfingu, senur eru oft teknar upp frá óvenjulegum sjónarhornum og allur gangur á því hvort skerpa sé á ramma eða ekki. Mestöll myndin er skotin í nærmyndaskotum líkt og verið sé að segja sögu hluta fyrir heild (pars pro toto).Stilla úr myndinniVísirSjónarhornið er ágengt strax frá fyrstu mínútum þar sem fórnarlambið (Björn) er elt og lítið annað sýnilegt en bak og hnakki þess og fyrir vikið vaknar ákveðin vænisýkistilfinning hjá áhorfanda. Þetta hefði verið ágætis stílbragð hefði þessi aðferð takmarkast við fórnarlamb myndarinnar en það missir mátt sinn sökum þess að sömu aðferð er beitt á nær allar persónur myndarinnar. Stofnskot eða víðir rammar voru sjaldséðir yfirhöfuð og þessi ágenga nærtökuaðferð verður heldur einhæf til lengdar. Sama má segja um hrynjandi atburðarásar sem tekur ekki miklum sviptingum frá og með þriðju mínútu myndarinnar. Ákveðnu ástandi er komið á koppinn bæði sjónrænt og efnislega og því hreinlega viðhaldið þar til yfir lýkur. Ég byrjaði snemma að velta fyrir mér af hverju Jón Atli hefði kosið að segja þessa sögu. Var þetta samfélagsgagnrýni, voru persónur táknrænar eða var þetta kannski dæmisaga? Jón Atli sagði í viðtali að þetta væri hugsanlega öðruvísi mynd en fólk væri búið að venjast í íslenskri framleiðslu. Þetta væri ekki fínpólerað melódrama, myndin væri hrá og það væri af vilja gert. Þetta tekst með ágætum. Verra er að það lítur út fyrir að allur þessi hráleiki hafi kostað myndina stefnu og rödd. Hvergi er hægt að miða út til hvers sé verið að segja þessa sögu og á meðan því er ekki komið til skila er vandi að sjá annað en upphafningu á því sem á sér stað. Af hverju annars að gera ofbeldismenn að kvikmyndastjörnum? Myndin er ekki illa gerð. Hún er faglega unnin í alla staði og jafnvel fróðleg því ég minnist þess hreinlega ekki að hafa séð neitt samanburðarhæft. Það má jafnvel vel vera að Austur verði úrvals költmynd þegar fram líða stundir. Hugmyndavinnan á bak við hana er hins vegar tæp og fyrir bragðið er lokaafurðin líkari fljótfærnislegri framsetningu á hugarfóstri sem hefði þolað lengri meðgöngu.Niðurstaða:Austur er stefnulaus kvikmynd þar sem ofbeldi úr íslenskum veruleika er teflt fram á hispurslausan máta.
Gagnrýni Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira