Grundvallarbreyting sem má ekki verða Jón Steinsson skrifar 29. apríl 2015 08:45 Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um að aflaheimildum í makríl verði úthlutað til sex ára. Í núverandi lögum um stjórn fiskveiða er aflahlutdeildum úthlutað ótímabundið og því er oft talað um varanlega úthlutun aflaheimilda. Það kann því að hljóma eins og makrílfrumvarp ráðherra veiti útgerðinni minni rétt til makrílveiða en lög um stjórn fiskveiða gera um aðrar tegundir. Þetta er alvarlegur misskilningur. Frumvarp ráðherra felur í rauninni í sér grundvallarbreytingu í þá átt að styrkja lagalega stöðu útgerðarinnar. Núverandi lög um stjórn fiskveiða kveða skýrt á um að úthlutunin myndi „ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Þetta þýðir að stjórnvöld á hverjum tíma hafa alltaf tækifæri til þess að breyta úthlutuninni og taka upp nýtt fyrirkomulag sem fæli í sér að útgerðin greiði þjóðinni eðlilegt leigugjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina. Það eina sem er óafturkallanlegt í núverandi kerfi er úthlutun ráðherra á aflaheimildum til eins árs í senn. Í makrílfrumvarpi ráðherra er ekkert ákvæði um þjóðareign kvótans né heldur um það að úthlutunin myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þvert á móti er kveðið á um að sex ára úthlutun veiðiheimilda í makríl framlengist sjálfkrafa um eitt ár á hverju ári og að úthlutuninni sé ekki hægt að breyta nema með sex ára fyrirvara. Þetta er grundvallarbreyting. Ég vil minna lesendur á að sex ár eru lengri tími en heilt kjörtímabil Alþingis. Þetta frumvarp þýðir því að næsta ríkistjórn mun ekki geta breytt úthlutun aflaheimilda í makríl og komið þeim breytingum í framkvæmd jafnvel þótt hún sitji heilt kjörtímabil. Til þess að gera slíkt mun þurfa ríkisstjórn sem vinnur tvennar kosningar í röð. Með öðrum orðum mun þjóðin ekki geta komið fram vilja sínum um eðlilegt leigugjald fyrir úthlutun makrílkvóta jafnvel þótt hún kjósi til þess meirihluta í þingkosningum. Með þessu frumvarpi er því stigið risastórt skref í þá átt að festa varanlega í sessi það fyrirkomulag að útgerðarmenn þurfi ekki að greiða eðlilegt leigugjald til þjóðarinnar fyrir afnot af sameign þjóðarinnar. Vitaskuld verður áfram hægt að leggja á veiðigjöld og breyta þeim ár frá ári en það verður nánast ómögulegt að taka upp uppboðsfyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda í makríl. Það verður með öðrum orðum nánast ómögulegt að taka upp fyrirkomulag sem tryggir að útgerðarmenn greiði markaðsverð fyrir veiðiheimildir. Það sem meira er, ef þetta frumvarp verður að lögum verður til fordæmi um óafturkallanlega úthlutun aflaheimilda til lengri tíma en eins árs. Þetta fordæmi mun gera það auðveldara fyrir stjórnvöld að breyta úthlutun annarra tegunda á sama veg. Á síðustu 10 árum hefur verðmæti veiðiheimilda aukist verulega. Heimsmarkaðsverð sjávarafurða hefur hækkað um 50%, gengi krónunnar lækkað verulega og þorskstofninn hefur stækkað. Nú er svo komið að auðlindaarðurinn í sjávarútvegi er 40-60 ma.kr. á ári. Hér er ég að tala um arð umfram eðlilegan arð af skipum, frystihúsum og öðrum fjárfestingum í greininni. Þessi auðlindaarður á að renna til þjóðarinnar – eiganda auðlindarinnar – en gerir það ekki nema að litlu leyti. Þjóðin er með öðrum orðum hlunnfarin um tugi milljarða árlega. Mörgum er tíðrætt þessa dagana um lág laun á Íslandi og veika stöðu velferðarkerfisins. Er nema von að staðan sé eins og hún er þegar þjóðin lætur það yfir sig ganga ár eftir ár að stjórnvöld úthluti verðmætustu auðlindum þjóðarinnar með u.þ.b. 80% afslætti? Nú vill ríkisstjórnin taka stórt skref í þá átt að festa enn frekar í sessi þetta ófremdarástand. Er ekki tími til kominn að landsmenn segi hingað og ekki lengra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jón Steinsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um að aflaheimildum í makríl verði úthlutað til sex ára. Í núverandi lögum um stjórn fiskveiða er aflahlutdeildum úthlutað ótímabundið og því er oft talað um varanlega úthlutun aflaheimilda. Það kann því að hljóma eins og makrílfrumvarp ráðherra veiti útgerðinni minni rétt til makrílveiða en lög um stjórn fiskveiða gera um aðrar tegundir. Þetta er alvarlegur misskilningur. Frumvarp ráðherra felur í rauninni í sér grundvallarbreytingu í þá átt að styrkja lagalega stöðu útgerðarinnar. Núverandi lög um stjórn fiskveiða kveða skýrt á um að úthlutunin myndi „ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Þetta þýðir að stjórnvöld á hverjum tíma hafa alltaf tækifæri til þess að breyta úthlutuninni og taka upp nýtt fyrirkomulag sem fæli í sér að útgerðin greiði þjóðinni eðlilegt leigugjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina. Það eina sem er óafturkallanlegt í núverandi kerfi er úthlutun ráðherra á aflaheimildum til eins árs í senn. Í makrílfrumvarpi ráðherra er ekkert ákvæði um þjóðareign kvótans né heldur um það að úthlutunin myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þvert á móti er kveðið á um að sex ára úthlutun veiðiheimilda í makríl framlengist sjálfkrafa um eitt ár á hverju ári og að úthlutuninni sé ekki hægt að breyta nema með sex ára fyrirvara. Þetta er grundvallarbreyting. Ég vil minna lesendur á að sex ár eru lengri tími en heilt kjörtímabil Alþingis. Þetta frumvarp þýðir því að næsta ríkistjórn mun ekki geta breytt úthlutun aflaheimilda í makríl og komið þeim breytingum í framkvæmd jafnvel þótt hún sitji heilt kjörtímabil. Til þess að gera slíkt mun þurfa ríkisstjórn sem vinnur tvennar kosningar í röð. Með öðrum orðum mun þjóðin ekki geta komið fram vilja sínum um eðlilegt leigugjald fyrir úthlutun makrílkvóta jafnvel þótt hún kjósi til þess meirihluta í þingkosningum. Með þessu frumvarpi er því stigið risastórt skref í þá átt að festa varanlega í sessi það fyrirkomulag að útgerðarmenn þurfi ekki að greiða eðlilegt leigugjald til þjóðarinnar fyrir afnot af sameign þjóðarinnar. Vitaskuld verður áfram hægt að leggja á veiðigjöld og breyta þeim ár frá ári en það verður nánast ómögulegt að taka upp uppboðsfyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda í makríl. Það verður með öðrum orðum nánast ómögulegt að taka upp fyrirkomulag sem tryggir að útgerðarmenn greiði markaðsverð fyrir veiðiheimildir. Það sem meira er, ef þetta frumvarp verður að lögum verður til fordæmi um óafturkallanlega úthlutun aflaheimilda til lengri tíma en eins árs. Þetta fordæmi mun gera það auðveldara fyrir stjórnvöld að breyta úthlutun annarra tegunda á sama veg. Á síðustu 10 árum hefur verðmæti veiðiheimilda aukist verulega. Heimsmarkaðsverð sjávarafurða hefur hækkað um 50%, gengi krónunnar lækkað verulega og þorskstofninn hefur stækkað. Nú er svo komið að auðlindaarðurinn í sjávarútvegi er 40-60 ma.kr. á ári. Hér er ég að tala um arð umfram eðlilegan arð af skipum, frystihúsum og öðrum fjárfestingum í greininni. Þessi auðlindaarður á að renna til þjóðarinnar – eiganda auðlindarinnar – en gerir það ekki nema að litlu leyti. Þjóðin er með öðrum orðum hlunnfarin um tugi milljarða árlega. Mörgum er tíðrætt þessa dagana um lág laun á Íslandi og veika stöðu velferðarkerfisins. Er nema von að staðan sé eins og hún er þegar þjóðin lætur það yfir sig ganga ár eftir ár að stjórnvöld úthluti verðmætustu auðlindum þjóðarinnar með u.þ.b. 80% afslætti? Nú vill ríkisstjórnin taka stórt skref í þá átt að festa enn frekar í sessi þetta ófremdarástand. Er ekki tími til kominn að landsmenn segi hingað og ekki lengra?
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar