Jöfnuður er síst of mikill Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Baráttudagur verkalýðsins er að þessu sinni haldinn hátíðlegur í skugga alvarlegustu deilna á vinnumarkaði í áraraðir. Með kjarasamningum á síðasta ári var tækifæri skapað fyrir stjórnvöld og launagreiðendur að ávinna sér traust og sýna í verki að þau hefðu hagsmuni heildarinnar í huga. En í stað þess að leggjast á eitt með almenningi og vinna sameiginlega að bættum hag fjöldans var haldið inn á braut sérhagsmuna. Laun afmarkaðra hópa hækkuðu langt umfram það sem fjölmennustu og lægst launuðu hóparnir fengu. Ríkisstjórnin gaf eftir tekjustofna á þá efnamestu. Áfram var skorið niður á flestum sviðum opinberrar þjónustu, skattar á matvæli voru hækkaðir og réttur til atvinnuleysisbóta skertur. Með aðgerðum sínum hafa stjórnvöld og atvinnurekendur hafnað því að vinna sameiginlega á grunni stöðugleika og samstöðu. Þeir hæst launuðu skammta sér enn hærri laun, bónusa og milljarða arðgreiðslur. Á meðan eru hóflegar hækkanir lægstu launa sagðar ógna efnahagslífinu í heild. Horfið var frá jafnaðarhugsjóninni. Þess vegna er staðan á vinnumarkaði eins og hún er nú. Undanfarna daga hafa ráðamenn ítrekað vegið að verkfallsrétti launafólks og fjármálaráðherra veltir því upp í alvöru hvort gengið hafi verið of langt í að jafna kjör fólks. Ummælin eru látin falla skömmu eftir lækkun auðlindagjalda á útgerðir, afnám auðlegðarskatts á þá efnamestu og hækkun matarskatts. Fjöldi fólks hefur ekki efni á að kaupa sér húsnæði og ástandið á leigumarkaði er afleitt. Þrátt fyrir það gera stjórnvöld lítið sem ekkert í húsnæðismálunum. Er nema von að launafólk upplifi mikinn ójöfnuð og óréttlæti þegar framkoman er með þessum hætti? Krafa launafólks er að stjórnvöld búi svo um að fólk sjái hag sínum best borgið á Íslandi. Hér þarf að hækka launin, auka kaupmáttinn og tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi verði. Við þurfum að koma á fjölskylduvænna samfélagi svo að ungt fólk öðlist trú á að hér sé best að vera. Ég vona að ríkisstjórnin, sveitarstjórnir landsins og launagreiðendur allir hlýði á kall launafólks á baráttudegi verkalýðsins. Kall um réttlátara þjóðfélag þar sem jöfnuður allra er hafður að leiðarljósi. Launafólki um land allt óska ég til hamingju með daginn um leið og ég vonast til sem flestir taki þátt í hátíðarhöldum dagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttudagur verkalýðsins er að þessu sinni haldinn hátíðlegur í skugga alvarlegustu deilna á vinnumarkaði í áraraðir. Með kjarasamningum á síðasta ári var tækifæri skapað fyrir stjórnvöld og launagreiðendur að ávinna sér traust og sýna í verki að þau hefðu hagsmuni heildarinnar í huga. En í stað þess að leggjast á eitt með almenningi og vinna sameiginlega að bættum hag fjöldans var haldið inn á braut sérhagsmuna. Laun afmarkaðra hópa hækkuðu langt umfram það sem fjölmennustu og lægst launuðu hóparnir fengu. Ríkisstjórnin gaf eftir tekjustofna á þá efnamestu. Áfram var skorið niður á flestum sviðum opinberrar þjónustu, skattar á matvæli voru hækkaðir og réttur til atvinnuleysisbóta skertur. Með aðgerðum sínum hafa stjórnvöld og atvinnurekendur hafnað því að vinna sameiginlega á grunni stöðugleika og samstöðu. Þeir hæst launuðu skammta sér enn hærri laun, bónusa og milljarða arðgreiðslur. Á meðan eru hóflegar hækkanir lægstu launa sagðar ógna efnahagslífinu í heild. Horfið var frá jafnaðarhugsjóninni. Þess vegna er staðan á vinnumarkaði eins og hún er nú. Undanfarna daga hafa ráðamenn ítrekað vegið að verkfallsrétti launafólks og fjármálaráðherra veltir því upp í alvöru hvort gengið hafi verið of langt í að jafna kjör fólks. Ummælin eru látin falla skömmu eftir lækkun auðlindagjalda á útgerðir, afnám auðlegðarskatts á þá efnamestu og hækkun matarskatts. Fjöldi fólks hefur ekki efni á að kaupa sér húsnæði og ástandið á leigumarkaði er afleitt. Þrátt fyrir það gera stjórnvöld lítið sem ekkert í húsnæðismálunum. Er nema von að launafólk upplifi mikinn ójöfnuð og óréttlæti þegar framkoman er með þessum hætti? Krafa launafólks er að stjórnvöld búi svo um að fólk sjái hag sínum best borgið á Íslandi. Hér þarf að hækka launin, auka kaupmáttinn og tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi verði. Við þurfum að koma á fjölskylduvænna samfélagi svo að ungt fólk öðlist trú á að hér sé best að vera. Ég vona að ríkisstjórnin, sveitarstjórnir landsins og launagreiðendur allir hlýði á kall launafólks á baráttudegi verkalýðsins. Kall um réttlátara þjóðfélag þar sem jöfnuður allra er hafður að leiðarljósi. Launafólki um land allt óska ég til hamingju með daginn um leið og ég vonast til sem flestir taki þátt í hátíðarhöldum dagsins.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar