Þjóðaratkvæðagreiðsla um rýniskýrslu? 1. maí 2015 12:00 Með þingsályktun 16. júlí 2009 fól Alþingi ríkisstjórninni að „leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.“ Í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar um tillögu til ályktunar Alþingis segir m.a.: „Með aðildarviðræðum skýrist á ítarlegan hátt hvaða samningsgrundvelli Ísland getur náð svo þjóðin geti tekið ákvörðun um þetta stóra ágreiningsmál samtímans með allar forsendur þess ljósar.“ Í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem tók við völdum eftir kosningar til Alþingis 27. apríl 2013 kom fram að gera ætti úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan ESB. Var Hagfræðistofnun HÍ falið að annast umrædda úttekt og skila um hana skýrslu. Í niðurstöðukafla skýrslunnar, sem gerð var opinber 17. feb. 2014, kemur m.a. fram að rýniskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um sjávarútvegsmál hafi ekki legið fyrir þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að fresta frekari viðræðum við ESB en þá var liðið vel á annað ár frá því að seinni rýnifundi samningsaðila um þetta efni lauk. Hvað sem líður stöðu Íslands sem umsóknarríkis verður þessi afstaða vart túlkuð á annan hátt en að viðræður hafi í reynd verið lagðar af. Lítil umræða um skýrsluna Nokkrum dögum eftir að Hagfræðistofnun skilaði af sér áðurnefndri skýrslu samþykkti ríkisstjórnin að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Við þetta færðist aukinn kraftur í kröfuna um að örlög viðræðnanna yrðu lögð í dóm þjóðarinnar. Lítil umræða varð á þingi um skýrslu Hagfræðistofnunar en þeim mun meiri um kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Þegar þingstörfum lauk vorið 2014 lá tillaga utanríkisráðherra um að draga ESB-umsókn Íslands til baka enn óafgreidd í nefnd og dagaði þar uppi. Á liðnum vikum hefur aftur lifnað yfir umræðunni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Þriðjudaginn 14. apríl mælti Katrín Jakobsdóttir (í fjarveru 1. flutningsmanns málsins, Árna Páls Árnasonar) fyrir þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Auk Katrínar og Árna Páls standa Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir að tillögunni en þannig hafa stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði haldin 26. sept. nk. Málavextir eru þó augljóslega með þeim hætti að erfitt er að sjá að flutningsmönnum sé full alvara með tillögu sinni. Samkvæmt henni á að bera eftirfarandi spurningu undir þjóðaratkvæðagreiðslu: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ Einhverjum kann að þykja sérstætt að stjórnmálaflokkar, sem stóðu að samþykkt um að hefja aðildarviðræður við ESB árið 2009, telji nú brýnt að þjóðin ákveði það í sérstakri atkvæðagreiðslu hvort „taka eigi upp þráðinn“ í viðræðum sem stofnað var til án þess að sú ákvörðun væri með nokkrum hætti borin undir þjóðina. Hér blasir enn fremur við að tillagan tekur með engum hætti mið af raunverulegri stöðu aðildarviðræðnanna. Spurningin sem leggja á fyrir þjóðina er orðuð þannig að ætla má að það sé á valdi Íslands að taka upp þráðinn í viðræðunum við ESB og þá væntanlega þar sem frá var horfið í kjölfar seinni rýnifundar um sjávarútvegskaflann sem lauk í mars 2011. Nú má að sjálfsögðu velta því fyrir sér fram og til baka hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki birt Íslendingum rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að framkvæmdastjórnin lét ekki verða af birtingu skýrslunnar og bjó því þannig um hnútana að viðræður um þennan mikilvægasta kafla aðildarviðræðnanna gátu ekki farið fram. Merkingarlaus spurning Nú er ekkert athugavert við að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, leggi til við Alþingi að það samþykki tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál. Í ljósi þess hve kröfunni um aukna möguleika þjóðarinnar á aðkomu að mikilvægum málum samfélagsins hefur vaxið fiskur um hrygg er dapurlegt að verða vitni að því að forystulið íslenskra stjórnmála skuli, að því er virðist, gera sér að leik að leggja til við aðra alþingismenn að þeir samþykki ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um spurningu sem er, eftir því sem best verður séð, fullkomlega merkingarlaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Með þingsályktun 16. júlí 2009 fól Alþingi ríkisstjórninni að „leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning.“ Í nefndaráliti meirihluta utanríkismálanefndar um tillögu til ályktunar Alþingis segir m.a.: „Með aðildarviðræðum skýrist á ítarlegan hátt hvaða samningsgrundvelli Ísland getur náð svo þjóðin geti tekið ákvörðun um þetta stóra ágreiningsmál samtímans með allar forsendur þess ljósar.“ Í stjórnarsáttmála þeirrar ríkisstjórnar sem tók við völdum eftir kosningar til Alþingis 27. apríl 2013 kom fram að gera ætti úttekt á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan ESB. Var Hagfræðistofnun HÍ falið að annast umrædda úttekt og skila um hana skýrslu. Í niðurstöðukafla skýrslunnar, sem gerð var opinber 17. feb. 2014, kemur m.a. fram að rýniskýrsla framkvæmdastjórnar ESB um sjávarútvegsmál hafi ekki legið fyrir þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að fresta frekari viðræðum við ESB en þá var liðið vel á annað ár frá því að seinni rýnifundi samningsaðila um þetta efni lauk. Hvað sem líður stöðu Íslands sem umsóknarríkis verður þessi afstaða vart túlkuð á annan hátt en að viðræður hafi í reynd verið lagðar af. Lítil umræða um skýrsluna Nokkrum dögum eftir að Hagfræðistofnun skilaði af sér áðurnefndri skýrslu samþykkti ríkisstjórnin að leggja fram tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Við þetta færðist aukinn kraftur í kröfuna um að örlög viðræðnanna yrðu lögð í dóm þjóðarinnar. Lítil umræða varð á þingi um skýrslu Hagfræðistofnunar en þeim mun meiri um kröfuna um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Þegar þingstörfum lauk vorið 2014 lá tillaga utanríkisráðherra um að draga ESB-umsókn Íslands til baka enn óafgreidd í nefnd og dagaði þar uppi. Á liðnum vikum hefur aftur lifnað yfir umræðunni um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB. Þriðjudaginn 14. apríl mælti Katrín Jakobsdóttir (í fjarveru 1. flutningsmanns málsins, Árna Páls Árnasonar) fyrir þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Auk Katrínar og Árna Páls standa Guðmundur Steingrímsson og Birgitta Jónsdóttir að tillögunni en þannig hafa stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu sem yrði haldin 26. sept. nk. Málavextir eru þó augljóslega með þeim hætti að erfitt er að sjá að flutningsmönnum sé full alvara með tillögu sinni. Samkvæmt henni á að bera eftirfarandi spurningu undir þjóðaratkvæðagreiðslu: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ Einhverjum kann að þykja sérstætt að stjórnmálaflokkar, sem stóðu að samþykkt um að hefja aðildarviðræður við ESB árið 2009, telji nú brýnt að þjóðin ákveði það í sérstakri atkvæðagreiðslu hvort „taka eigi upp þráðinn“ í viðræðum sem stofnað var til án þess að sú ákvörðun væri með nokkrum hætti borin undir þjóðina. Hér blasir enn fremur við að tillagan tekur með engum hætti mið af raunverulegri stöðu aðildarviðræðnanna. Spurningin sem leggja á fyrir þjóðina er orðuð þannig að ætla má að það sé á valdi Íslands að taka upp þráðinn í viðræðunum við ESB og þá væntanlega þar sem frá var horfið í kjölfar seinni rýnifundar um sjávarútvegskaflann sem lauk í mars 2011. Nú má að sjálfsögðu velta því fyrir sér fram og til baka hvers vegna framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki birt Íslendingum rýniskýrslu um sjávarútvegskaflann. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að framkvæmdastjórnin lét ekki verða af birtingu skýrslunnar og bjó því þannig um hnútana að viðræður um þennan mikilvægasta kafla aðildarviðræðnanna gátu ekki farið fram. Merkingarlaus spurning Nú er ekkert athugavert við að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, leggi til við Alþingi að það samþykki tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðið mál. Í ljósi þess hve kröfunni um aukna möguleika þjóðarinnar á aðkomu að mikilvægum málum samfélagsins hefur vaxið fiskur um hrygg er dapurlegt að verða vitni að því að forystulið íslenskra stjórnmála skuli, að því er virðist, gera sér að leik að leggja til við aðra alþingismenn að þeir samþykki ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um spurningu sem er, eftir því sem best verður séð, fullkomlega merkingarlaus.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar