Nördar: Bjargvættir alheimsins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. maí 2015 08:30 Hvað sérðu þegar ég bið þig að sjá fyrir þér nörd? Horaðan og óframfærinn langintes með gleraugu og teina? Bólóttan hlunk í Marvel–bol? Skáksnilling með skipt í miðju? Nördar hafa vissulega hlotið blessun samfélagsins að einhverju leyti en samt sjáum við enn fyrir okkur ákveðið útlit og fas — einhverja félagsfötlun sem einkennir nördana. Eitthvað pínu neikvætt og skrýtið. En Facebook hefur komið upp um ykkur. Þið eruð nefnilega öll nördar. Eitt af áhugamálum mínum er að ganga til liðs við undarlegar Facebook–grúppur. Ég er að tala um grúppur sem snúast um eitthvað allt annað en ég hef raunverulegan áhuga á. „Bítlarnir eru beztir“, „Bílar úr Barðastrandasýslu“, „Íslenska landnámshænan“ og „Ostakökuhópurinn“ eru allt grúppur sem ég hef sóst eftir inngöngu í. Og undantekningarlaust verið samþykktur. Nördar taka nefnilega öllum fagnandi sem hafa áhuga á sömu undarlegu hlutunum og þeir sjálfir. Enda eru margir þessara hópa með ótrúlegan meðlimafjölda. Þær eru samt misvirkar þessar grúppur. „Snjóbílar á Íslandi fyrr og nú“ er til dæmis ekki aktívasti hópur samfélagsmiðlanna en það er alltaf gaman að fá eitthvað óvænt í news feed–ið sitt og skyggnast um leið inn í einhvern furðulegan jaðarglugga. Þar sem fólk, sem jafnvel gerir sér ekki grein fyrir eigin nördaskap, fjallar um áhugamál sín af ástríðu. „Maukóðar múttur“ sem kaupa ekki barnamauk úti í búð — ónei, þær búa sitt mauk til sjálfar. Þar sem fólk skeggræðir „Nýja framtíðarsýn fyrir óperulistformið á Íslandi“. Já eða „Vaxtarhraða íslenskra nauta“. Ég elska allar þessar grúppur. Á meðan „Rush–aðdáendur á Íslandi“, „Stofublóm inniblóm pottablóm hópurinn“ og meðlimir „Áhugamannafélags um almennilegt japanskt herbergjaskipt karaokehús á Íslandi“ spjalla við aðra nörda sem hafa áhuga á því sama eru þeir ekki að rífa kjaft í athugasemdakerfum vefmiðlanna. Og um leið verður heimurinn aðeins betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun
Hvað sérðu þegar ég bið þig að sjá fyrir þér nörd? Horaðan og óframfærinn langintes með gleraugu og teina? Bólóttan hlunk í Marvel–bol? Skáksnilling með skipt í miðju? Nördar hafa vissulega hlotið blessun samfélagsins að einhverju leyti en samt sjáum við enn fyrir okkur ákveðið útlit og fas — einhverja félagsfötlun sem einkennir nördana. Eitthvað pínu neikvætt og skrýtið. En Facebook hefur komið upp um ykkur. Þið eruð nefnilega öll nördar. Eitt af áhugamálum mínum er að ganga til liðs við undarlegar Facebook–grúppur. Ég er að tala um grúppur sem snúast um eitthvað allt annað en ég hef raunverulegan áhuga á. „Bítlarnir eru beztir“, „Bílar úr Barðastrandasýslu“, „Íslenska landnámshænan“ og „Ostakökuhópurinn“ eru allt grúppur sem ég hef sóst eftir inngöngu í. Og undantekningarlaust verið samþykktur. Nördar taka nefnilega öllum fagnandi sem hafa áhuga á sömu undarlegu hlutunum og þeir sjálfir. Enda eru margir þessara hópa með ótrúlegan meðlimafjölda. Þær eru samt misvirkar þessar grúppur. „Snjóbílar á Íslandi fyrr og nú“ er til dæmis ekki aktívasti hópur samfélagsmiðlanna en það er alltaf gaman að fá eitthvað óvænt í news feed–ið sitt og skyggnast um leið inn í einhvern furðulegan jaðarglugga. Þar sem fólk, sem jafnvel gerir sér ekki grein fyrir eigin nördaskap, fjallar um áhugamál sín af ástríðu. „Maukóðar múttur“ sem kaupa ekki barnamauk úti í búð — ónei, þær búa sitt mauk til sjálfar. Þar sem fólk skeggræðir „Nýja framtíðarsýn fyrir óperulistformið á Íslandi“. Já eða „Vaxtarhraða íslenskra nauta“. Ég elska allar þessar grúppur. Á meðan „Rush–aðdáendur á Íslandi“, „Stofublóm inniblóm pottablóm hópurinn“ og meðlimir „Áhugamannafélags um almennilegt japanskt herbergjaskipt karaokehús á Íslandi“ spjalla við aðra nörda sem hafa áhuga á því sama eru þeir ekki að rífa kjaft í athugasemdakerfum vefmiðlanna. Og um leið verður heimurinn aðeins betri.