Stór hluti atvinnulífs lamaður úti á landi Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Björgólfur Jóhannsson er, auk þess að vera forstjóri Icelandair Group, formaður Samtaka atvinnulífsins. Icelandair gekk um áramót frá tveggja ára kjarasamningi við flugmenn sína. Fréttablaðið/GVA Misræmi er í kröfu sem Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), setti fram á ársfundi samtakanna um að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð og samningum sem hann gerði sjálfur við flugmenn sína sem forstjóri Icelandair Group. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem í gær birti á vef samtakanna samningana sem Icelandair gerði við flugmenn sína. „Við stöndum frammi fyrir kröfum um 30 til 50 prósenta launahækkanir á sama tíma og efnahagslegt svigrúm er fyrir einn tíunda af kröfunum,“ sagði Björgólfur á fundinum. „Það fylgjast allir með og sérstök launahækkun eins hóps leiðir óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra.“ Vilhjálmur segir rétt að halda til haga að samningurinn við flugmenn Icelandair sé gerður á undan læknasamningunum.Vilhjálmur Birgisson„Hverjir voru það sem ruddu brautina þarna?“ spyr Vilhjálmur. Í þessu ljósi sé undarlegt að Björgólfur hafi leyft sér að „hundskamma“ verkalýðshreyfinguna á ársfundi SA fyrir að sýna ekki ábyrgð. „Vitandi hvaða samning hann var búinn að gera við hluta af sínum starfsmönnum þar sem hækkanir voru allt að 310 þúsund krónum.“ Vilhjálmur segist hins vegar ekki gagnrýna flugmenn og flugstjóra fyrir að landa góðum samningi. „Ég er bara að benda á hræsnina, sem ríður ekki við einteyming hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir hann. Næsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins er á morgun, en í dag er seinni hluti tveggja daga verkfalls sem lamar ýmsa starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. En af því að áhrifin eru úti á landi telur Vilhjálmur ef til vill að síður sé brugðist við í borginni við samningaborðið. „Menn virðast hafa af því mestar áhyggjur að ekki fáist hamborgarar í Reykjavík meðan stór hluti atvinnulífsins er lamaður úti á landsbyggðinni,“ segir Vilhjálmur og bendir á að víða sé engin fiskvinnsla í gangi, ferðaþjónusta liggi niðri og á Akranesi verði leikskólar lokaðir á morgun vegna þess að þeir hafi þá ekki verið þrifnir tvo daga í röð. „En menn vakna kannski þegar höfuðborgarsvæðið hikstar.“ Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Misræmi er í kröfu sem Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), setti fram á ársfundi samtakanna um að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð og samningum sem hann gerði sjálfur við flugmenn sína sem forstjóri Icelandair Group. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sem í gær birti á vef samtakanna samningana sem Icelandair gerði við flugmenn sína. „Við stöndum frammi fyrir kröfum um 30 til 50 prósenta launahækkanir á sama tíma og efnahagslegt svigrúm er fyrir einn tíunda af kröfunum,“ sagði Björgólfur á fundinum. „Það fylgjast allir með og sérstök launahækkun eins hóps leiðir óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra.“ Vilhjálmur segir rétt að halda til haga að samningurinn við flugmenn Icelandair sé gerður á undan læknasamningunum.Vilhjálmur Birgisson„Hverjir voru það sem ruddu brautina þarna?“ spyr Vilhjálmur. Í þessu ljósi sé undarlegt að Björgólfur hafi leyft sér að „hundskamma“ verkalýðshreyfinguna á ársfundi SA fyrir að sýna ekki ábyrgð. „Vitandi hvaða samning hann var búinn að gera við hluta af sínum starfsmönnum þar sem hækkanir voru allt að 310 þúsund krónum.“ Vilhjálmur segist hins vegar ekki gagnrýna flugmenn og flugstjóra fyrir að landa góðum samningi. „Ég er bara að benda á hræsnina, sem ríður ekki við einteyming hjá Samtökum atvinnulífsins,“ segir hann. Næsti fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins er á morgun, en í dag er seinni hluti tveggja daga verkfalls sem lamar ýmsa starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. En af því að áhrifin eru úti á landi telur Vilhjálmur ef til vill að síður sé brugðist við í borginni við samningaborðið. „Menn virðast hafa af því mestar áhyggjur að ekki fáist hamborgarar í Reykjavík meðan stór hluti atvinnulífsins er lamaður úti á landsbyggðinni,“ segir Vilhjálmur og bendir á að víða sé engin fiskvinnsla í gangi, ferðaþjónusta liggi niðri og á Akranesi verði leikskólar lokaðir á morgun vegna þess að þeir hafi þá ekki verið þrifnir tvo daga í röð. „En menn vakna kannski þegar höfuðborgarsvæðið hikstar.“
Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira