Þegar Lenín bað Stalín að útvega sér eitur Illugi Jökulsson skrifar 17. maí 2015 09:00 Lenín 1923 eftir síðasta slagið Það versta sem hefur komið fyrir rússnesku þjóðina er að hann skyldi fæðast,“ hefur verið sagt um Vladimír Úljanov, öðru nafni Lenín. Og það má auðveldlega til sanns vegar færa. Eftir að Rússar höfðu loksins, loksins varpað af sér þrúgandi oki hinnar löngu stöðnuðu keisarastjórnar árið 1917 og voru byrjaðir að feta sig vissulega nokkuð fálmkenndum skrefum til lýðræðis og skikkanlegra stjórnarhátta, þá rændi Lenín völdum ásamt kumpánum sínum í furðu fámennum flokki kommúnista og þeir komu á víðtækari og harðneskjulegri kúgunarstjórn en meira að segja verstu Rómanov-keisararnir hefðu nokkru sinni látið sér til hugar koma. Því eru orðin sönn. Það er hæpið að nokkur annar kommúnistaleiðtogi hefði árið 1917 getað blásið mönnum sínum þvílíkri sigurvissu og sannfæringarkrafti í brjóst að valdarán þeirra hefði tekist, og þeir haldið völdunum. Lenín einn var fær um það. Eftir því sem ég best man, þá er það raunar á skjön við opinbert viðhorf kommúnismans að halda því fram að einstaklingar ráði þannig úrslitum um framgang sögunnar – þeir héldu því að minnsta kosti fram í mínu ungdæmi, kommúnistarnir sem þá voru enn og hétu, að þar réðu ætíð hinir dýpri straumar og lögmál díalektískrar efnishyggju öllu, en einstaklingar væru ekki annað en fánýt sprek á strönd sögunnar. Það var svo reyndar engin glóra í því hvernig þeir hófu svo undantekningarlítið sjálfir einhverja gegndarlausustu persónudýrkun sem sagan kann frá að greina, svo leiðtogar voru gerðir goðumlíkir og þá ekki síst Lenín, en það er altso önnur saga. Það sem ég vildi sagt hafa hér, er að vissulega reyndist það sem sé hræðileg ógæfa fyrir Rússa að Lenín skyldi yfirleitt fæðast, en af því það var Winston Churchill sem lét þessi orð falla, þá segir sig næstum sjálft að þetta var ekki bara svona einföld athugasemd um hörmungarnar sem af tilveru Leníns leiddu, nei, Churchill var nú orðsnjallari en það, það hlaut að vera einhver rúsína í pylsuendanum, og já, og aðalatriðið hjá honum var nefnilega framhaldið: „En það næstversta sem fyrir Rússa hefur komið er að hann skyldi deyja.“ Og það má líka mjög til sanns vegar færa. Saga Rússlands, svo hörmuleg sem hún er á tuttugustu öld og fram á okkar, er frjósamur svörður fyrir hjásögu, þær sögulegu hugleiðingar sem ganga ekki út á hvað gerðist, heldur hitt sem hefði getað gerst. Til dæmis ef Lenín hefði ekki fæðst, eða þá ef hann hefði ekki dáið á þeim tímapunkti sem raun varð á, það er að segja 21. janúar 1924. HINN BJARGFASTI LEIÐTOGI Hér er ekki tóm til að rekja í neinum smáatriðum sögu valdaráns kommúnista í Rússlandi í vetrarbyrjun 1917. Skemmst er frá því að segja að þá skall á grimmilegt borgarastríð og var á tímabili vandséð hvort kommúnistar næðu að halda völdum, en upp úr 1920 má segja að sigur hins Rauða hers þeirra hafi verið verið orðinn nokkuð vís og 1922 voru Sovétríkin formlega stofnuð. Ástæðurnar fyrir sigri kommúnista voru ýmsar. Mikil sundrung var í liði fjenda þeirra sem voru af margvíslegu og ekki alltaf fögru sauðahúsi. Þá náðu kommúnistar einfaldlega að sannfæra stóran hluta alþýðunnar um að þeir bæru hag hennar fyrir brjósti fremur en aðrir aðilar borgarastríðsins, og þar hjálpaði mjög til að ýmsar þjóðir gerðu mislukkaðar tilraunir til innrásar og afskipta af ófriðnum; svoleiðis nokkuð gerði ekki annað en þjappa fólki að baki kommúnistastjórnarinnar. Og svo var það Lenín, hann var hinn bjargfasti leiðtogi kommúnista í borgarastríðinu, hvikaði aldrei og rak menn sína áfram af hrikalegri einbeitni, hann stýrði ekki herjum í atganginum en vann myrkranna á milli við að treysta undirstöður hins vaxandi veldis kommúnista og byggja upp nýtt þjóðfélag. Og án hans er sem sé næstum óhugsandi að kommúnistar hefðu haldið sjó í þeim miklu erfiðleikum sem að steðjuðu. En einmitt um það leyti sem sigurinn var í höfn í byrjun árs 1922 fór að halla hratt undan fæti hjá Lenín. Hann hafði þjáðst af þreytu og ýmsum kvillum en neitaði lengst af að slaka á við störf sín. En það var augljóslega eitthvað að og svo virðist sem Lenín hafi byrjað að undirbúa að draga úr álagi á sig í mars þetta ár þegar hann bjó til nýja valdastöðu, aðalritara Kommúnistaflokksins, og setti í hana einn dugmikinn og einbeittan en fram að því ekki mjög áberandi undirforingja sinn, Jósef Stalín. Í maí þetta ár fékk hann sitt fyrsta stóra slag af þremur. Þetta var einhvers konar heilablóðfall og honum var illa brugðið, þegar Stalín kom í heimsókn um sumarið fékk Lenín hann til að lofa að færa sér blásýru ef hann fengi fleiri áföll, því þá vildi hann fremur svipta sig lífi en lifa ósjálfbjarga. Stalín lofaði því en kom svo ekki með neina blásýru þótt Lenín fengi fleiri áföll. Undir lokin var Lenín farinn að efast eitthvað um Stalín, hvort hann væri rétti maðurinn til að halda um mikla valdatauma, hann væri kannski of ósveigjanlegur, en Lenín gerði samt ekkert til að fjarlægja Stalín sem hélt áfram að moka undir sig völdum eftir því sem leiðtoginn varð veikari. Síðasta hálfa árið sem hann lifði var Lenín mállaus og ósjálfbjarga; á meðan var sókn Stalíns til æðstu valda óaflátanleg.Fræg mynd af lenín Og Stalín Stalín hampaði þessari mynd óspart til að sýna fram á nána samvinnu þeirra Leníns sem hefði treyst sér gegnum þykkt og þunnt. Reyndin er sú að myndin er fölsuð.HAFÐI CHURCHILL RÉTT FYRIR SÉR? Og eftir að Lenín dó fór Stalín með stjórnina í þrjá áratugi og afleiðingarnar voru hræðilegar; ofsóknir gegn smábændum og samyrkjuvæðing landbúnaðar kostuðu óteljandi mannslíf, hræðileg hungursneyð var beinlínis skipulögð í Úkraínu til að bæla niður mótspyrnu gegn kommúnistum, í „hreinsununum“ ægilegu á fjórða áratugnum voru milljónir drepnar og aðrar ófáar milljónir hurfu inn í Gúlagfangabúðirnar og sáust aldrei meir. Og jafnvel það sem helst hefur verið talið Stalín til tekna – að hafa hrundið innrás Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og ráðið niðurlögum nasismans með gríðarlegum fórnum – jafnvel það má í raun skoða allt öðrum augum. Eftir hreinsanir í Rauða hernum og fáránlegt daður Stalíns við Þjóðverja, þá voru Sovétríkin einfaldlega illa búin undir stríð; og ef Stalín hefði staðið sig í stykkinu fyrir stríð hefðu Þjóðverjar aldrei náð svo langt með innrás sinni og raun bar vitni, og það hefði ekki þurft að kosta svo margar milljónir mannslífa að stöðva þá. Svo Churchill hafði rétt fyrir sér, er það ekki? Úr því sem komið var, hefði verið skárra að Lenín hefði lifað og haldið um valdataumana næstu 20 árin, það hefði undir engum kringumstæðum getað verið verra fyrir rússnesku þjóðina. En er það svo? Var þetta örugglega rétt hjá Winston gamla? Sagan er vissulega garður gangstíga sem greinast, svo notað sé hugtak Jorge Luis Borges, og hver atburður – eins og dauði Leníns – er líkt og nýjar krossgötur þar sem ýmsir möguleikar koma til mála en að lokum verður aðeins einn fyrir valinu. Og þegar niðurstaðan er jafn skelfileg, og hún reyndist vera eftir valdatöku Stalíns, eða þá eftir valdatöku Hitlers í Þýskalandi, svo annað dæmi sé tekið, þá hneigjumst við til að trúa því að verra hefði það ekki getað orðið. Það er eðlileg hugsun, því hvað hefði getað orðið verra en Gúlagið í Sovétríkjunum, eða – úr því Hitler hefur enn einu sinni borist í tal – helför seinni heimsstyrjaldarinnar? Það er vissulega erfitt að ímynda sér það, en einfaldur líkindareikningur hlýtur þó á endanum að sýna okkur fram á að gangstígar sögunnar geta ekki alltaf leitt okkur til hinnar allra verstu niðurstöðu. Það er bara tölfræðilega ómögulegt. Einhvers staðar úti í hinu óorðna framtíðarmistri sögunnar biðu líklega enn hryllilegri fyrirbæri en Stalín og Hitler og hefðu endað með enn skelfilegri hamförum, þótt erfitt sé að trúa því. Og kannski – kannski! – var Lenín einmitt slíkt fyrirbæri. Kannski hefði hann þrátt fyrir allar vísbendingar um hið gagnstæða orðið enn grimmilegri einræðisherra en lærisveinninn Stalín varð. SKEYTINGARLEYSI FYRIR MANNSLÍFUM Lenín var nefnilega síður en svo lamb að leika sér við. Skeytingarleysi hans fyrir mannslífum var algjört, og sannfæring hans um að brjóta þyrfti niður með offorsi og ofbeldi hvern einasta vott um mótspyrnu gegn alræði kommúnistaflokksins. Hann hóf vissulega bæði hreinsanir og ofsóknir gegn raunverulegum og ímynduðum andstæðingum, eins og Stalín gerði síðar í tröllauknum mæli, en hver veit nema Lenín hefði einmitt farið út á þá sömu braut? Og hann hirti lítið um skelfilega hungursneyð sem braust út á stóru svæði meðfram ánni Volgu árið 1921; þvert á móti leit Lenín á hungursneyðina sem gott tækifæri til að ráðast gegn rétttrúnaðarkirkjunni sem hafði verið haldreipi alþýðunnar og honum nokkuð óþægur ljár í þúfu. Og kannski fagnaði hann meira að segja hungursneyðinni því með henni veiktist mótstöðuafl fólksins gegn kommúnistastjórninni sem þá var að skjóta sínum endanlegu rótum um samfélagið. Svo hver veit nema Lenín hefði verið alveg jafn fær um það og Stalín að skipuleggja tæpum áratug síðar hungursneyð í Úkraínu? Svo þegar öllu er á botninn hvolft, þá er ekki hægt að fullyrða að Churchill hafi haft rétt fyrir sér og dauði Leníns hafi verið næstmesta ógæfa Rússa og annarra þjóða austur þar. Líklega er það niðurstaðan að skipulagið sjálft, það alræði sem Lenín stefndi alltaf að og kom svo á eftir valdaránið 1917, það hefði alltaf á endanum skilað grimmum einræðisherra. Og þó. Eftir dauða Stalíns héldu leiðtogar kommúnista vissulega áfram að kúga þjóðirnar sem undir þeim kúrðu, en engan veginn með sömu grimmd og Stalín var sekur um – og Lenín hefði kannski orðið líka. Flækjusaga Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Það versta sem hefur komið fyrir rússnesku þjóðina er að hann skyldi fæðast,“ hefur verið sagt um Vladimír Úljanov, öðru nafni Lenín. Og það má auðveldlega til sanns vegar færa. Eftir að Rússar höfðu loksins, loksins varpað af sér þrúgandi oki hinnar löngu stöðnuðu keisarastjórnar árið 1917 og voru byrjaðir að feta sig vissulega nokkuð fálmkenndum skrefum til lýðræðis og skikkanlegra stjórnarhátta, þá rændi Lenín völdum ásamt kumpánum sínum í furðu fámennum flokki kommúnista og þeir komu á víðtækari og harðneskjulegri kúgunarstjórn en meira að segja verstu Rómanov-keisararnir hefðu nokkru sinni látið sér til hugar koma. Því eru orðin sönn. Það er hæpið að nokkur annar kommúnistaleiðtogi hefði árið 1917 getað blásið mönnum sínum þvílíkri sigurvissu og sannfæringarkrafti í brjóst að valdarán þeirra hefði tekist, og þeir haldið völdunum. Lenín einn var fær um það. Eftir því sem ég best man, þá er það raunar á skjön við opinbert viðhorf kommúnismans að halda því fram að einstaklingar ráði þannig úrslitum um framgang sögunnar – þeir héldu því að minnsta kosti fram í mínu ungdæmi, kommúnistarnir sem þá voru enn og hétu, að þar réðu ætíð hinir dýpri straumar og lögmál díalektískrar efnishyggju öllu, en einstaklingar væru ekki annað en fánýt sprek á strönd sögunnar. Það var svo reyndar engin glóra í því hvernig þeir hófu svo undantekningarlítið sjálfir einhverja gegndarlausustu persónudýrkun sem sagan kann frá að greina, svo leiðtogar voru gerðir goðumlíkir og þá ekki síst Lenín, en það er altso önnur saga. Það sem ég vildi sagt hafa hér, er að vissulega reyndist það sem sé hræðileg ógæfa fyrir Rússa að Lenín skyldi yfirleitt fæðast, en af því það var Winston Churchill sem lét þessi orð falla, þá segir sig næstum sjálft að þetta var ekki bara svona einföld athugasemd um hörmungarnar sem af tilveru Leníns leiddu, nei, Churchill var nú orðsnjallari en það, það hlaut að vera einhver rúsína í pylsuendanum, og já, og aðalatriðið hjá honum var nefnilega framhaldið: „En það næstversta sem fyrir Rússa hefur komið er að hann skyldi deyja.“ Og það má líka mjög til sanns vegar færa. Saga Rússlands, svo hörmuleg sem hún er á tuttugustu öld og fram á okkar, er frjósamur svörður fyrir hjásögu, þær sögulegu hugleiðingar sem ganga ekki út á hvað gerðist, heldur hitt sem hefði getað gerst. Til dæmis ef Lenín hefði ekki fæðst, eða þá ef hann hefði ekki dáið á þeim tímapunkti sem raun varð á, það er að segja 21. janúar 1924. HINN BJARGFASTI LEIÐTOGI Hér er ekki tóm til að rekja í neinum smáatriðum sögu valdaráns kommúnista í Rússlandi í vetrarbyrjun 1917. Skemmst er frá því að segja að þá skall á grimmilegt borgarastríð og var á tímabili vandséð hvort kommúnistar næðu að halda völdum, en upp úr 1920 má segja að sigur hins Rauða hers þeirra hafi verið verið orðinn nokkuð vís og 1922 voru Sovétríkin formlega stofnuð. Ástæðurnar fyrir sigri kommúnista voru ýmsar. Mikil sundrung var í liði fjenda þeirra sem voru af margvíslegu og ekki alltaf fögru sauðahúsi. Þá náðu kommúnistar einfaldlega að sannfæra stóran hluta alþýðunnar um að þeir bæru hag hennar fyrir brjósti fremur en aðrir aðilar borgarastríðsins, og þar hjálpaði mjög til að ýmsar þjóðir gerðu mislukkaðar tilraunir til innrásar og afskipta af ófriðnum; svoleiðis nokkuð gerði ekki annað en þjappa fólki að baki kommúnistastjórnarinnar. Og svo var það Lenín, hann var hinn bjargfasti leiðtogi kommúnista í borgarastríðinu, hvikaði aldrei og rak menn sína áfram af hrikalegri einbeitni, hann stýrði ekki herjum í atganginum en vann myrkranna á milli við að treysta undirstöður hins vaxandi veldis kommúnista og byggja upp nýtt þjóðfélag. Og án hans er sem sé næstum óhugsandi að kommúnistar hefðu haldið sjó í þeim miklu erfiðleikum sem að steðjuðu. En einmitt um það leyti sem sigurinn var í höfn í byrjun árs 1922 fór að halla hratt undan fæti hjá Lenín. Hann hafði þjáðst af þreytu og ýmsum kvillum en neitaði lengst af að slaka á við störf sín. En það var augljóslega eitthvað að og svo virðist sem Lenín hafi byrjað að undirbúa að draga úr álagi á sig í mars þetta ár þegar hann bjó til nýja valdastöðu, aðalritara Kommúnistaflokksins, og setti í hana einn dugmikinn og einbeittan en fram að því ekki mjög áberandi undirforingja sinn, Jósef Stalín. Í maí þetta ár fékk hann sitt fyrsta stóra slag af þremur. Þetta var einhvers konar heilablóðfall og honum var illa brugðið, þegar Stalín kom í heimsókn um sumarið fékk Lenín hann til að lofa að færa sér blásýru ef hann fengi fleiri áföll, því þá vildi hann fremur svipta sig lífi en lifa ósjálfbjarga. Stalín lofaði því en kom svo ekki með neina blásýru þótt Lenín fengi fleiri áföll. Undir lokin var Lenín farinn að efast eitthvað um Stalín, hvort hann væri rétti maðurinn til að halda um mikla valdatauma, hann væri kannski of ósveigjanlegur, en Lenín gerði samt ekkert til að fjarlægja Stalín sem hélt áfram að moka undir sig völdum eftir því sem leiðtoginn varð veikari. Síðasta hálfa árið sem hann lifði var Lenín mállaus og ósjálfbjarga; á meðan var sókn Stalíns til æðstu valda óaflátanleg.Fræg mynd af lenín Og Stalín Stalín hampaði þessari mynd óspart til að sýna fram á nána samvinnu þeirra Leníns sem hefði treyst sér gegnum þykkt og þunnt. Reyndin er sú að myndin er fölsuð.HAFÐI CHURCHILL RÉTT FYRIR SÉR? Og eftir að Lenín dó fór Stalín með stjórnina í þrjá áratugi og afleiðingarnar voru hræðilegar; ofsóknir gegn smábændum og samyrkjuvæðing landbúnaðar kostuðu óteljandi mannslíf, hræðileg hungursneyð var beinlínis skipulögð í Úkraínu til að bæla niður mótspyrnu gegn kommúnistum, í „hreinsununum“ ægilegu á fjórða áratugnum voru milljónir drepnar og aðrar ófáar milljónir hurfu inn í Gúlagfangabúðirnar og sáust aldrei meir. Og jafnvel það sem helst hefur verið talið Stalín til tekna – að hafa hrundið innrás Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og ráðið niðurlögum nasismans með gríðarlegum fórnum – jafnvel það má í raun skoða allt öðrum augum. Eftir hreinsanir í Rauða hernum og fáránlegt daður Stalíns við Þjóðverja, þá voru Sovétríkin einfaldlega illa búin undir stríð; og ef Stalín hefði staðið sig í stykkinu fyrir stríð hefðu Þjóðverjar aldrei náð svo langt með innrás sinni og raun bar vitni, og það hefði ekki þurft að kosta svo margar milljónir mannslífa að stöðva þá. Svo Churchill hafði rétt fyrir sér, er það ekki? Úr því sem komið var, hefði verið skárra að Lenín hefði lifað og haldið um valdataumana næstu 20 árin, það hefði undir engum kringumstæðum getað verið verra fyrir rússnesku þjóðina. En er það svo? Var þetta örugglega rétt hjá Winston gamla? Sagan er vissulega garður gangstíga sem greinast, svo notað sé hugtak Jorge Luis Borges, og hver atburður – eins og dauði Leníns – er líkt og nýjar krossgötur þar sem ýmsir möguleikar koma til mála en að lokum verður aðeins einn fyrir valinu. Og þegar niðurstaðan er jafn skelfileg, og hún reyndist vera eftir valdatöku Stalíns, eða þá eftir valdatöku Hitlers í Þýskalandi, svo annað dæmi sé tekið, þá hneigjumst við til að trúa því að verra hefði það ekki getað orðið. Það er eðlileg hugsun, því hvað hefði getað orðið verra en Gúlagið í Sovétríkjunum, eða – úr því Hitler hefur enn einu sinni borist í tal – helför seinni heimsstyrjaldarinnar? Það er vissulega erfitt að ímynda sér það, en einfaldur líkindareikningur hlýtur þó á endanum að sýna okkur fram á að gangstígar sögunnar geta ekki alltaf leitt okkur til hinnar allra verstu niðurstöðu. Það er bara tölfræðilega ómögulegt. Einhvers staðar úti í hinu óorðna framtíðarmistri sögunnar biðu líklega enn hryllilegri fyrirbæri en Stalín og Hitler og hefðu endað með enn skelfilegri hamförum, þótt erfitt sé að trúa því. Og kannski – kannski! – var Lenín einmitt slíkt fyrirbæri. Kannski hefði hann þrátt fyrir allar vísbendingar um hið gagnstæða orðið enn grimmilegri einræðisherra en lærisveinninn Stalín varð. SKEYTINGARLEYSI FYRIR MANNSLÍFUM Lenín var nefnilega síður en svo lamb að leika sér við. Skeytingarleysi hans fyrir mannslífum var algjört, og sannfæring hans um að brjóta þyrfti niður með offorsi og ofbeldi hvern einasta vott um mótspyrnu gegn alræði kommúnistaflokksins. Hann hóf vissulega bæði hreinsanir og ofsóknir gegn raunverulegum og ímynduðum andstæðingum, eins og Stalín gerði síðar í tröllauknum mæli, en hver veit nema Lenín hefði einmitt farið út á þá sömu braut? Og hann hirti lítið um skelfilega hungursneyð sem braust út á stóru svæði meðfram ánni Volgu árið 1921; þvert á móti leit Lenín á hungursneyðina sem gott tækifæri til að ráðast gegn rétttrúnaðarkirkjunni sem hafði verið haldreipi alþýðunnar og honum nokkuð óþægur ljár í þúfu. Og kannski fagnaði hann meira að segja hungursneyðinni því með henni veiktist mótstöðuafl fólksins gegn kommúnistastjórninni sem þá var að skjóta sínum endanlegu rótum um samfélagið. Svo hver veit nema Lenín hefði verið alveg jafn fær um það og Stalín að skipuleggja tæpum áratug síðar hungursneyð í Úkraínu? Svo þegar öllu er á botninn hvolft, þá er ekki hægt að fullyrða að Churchill hafi haft rétt fyrir sér og dauði Leníns hafi verið næstmesta ógæfa Rússa og annarra þjóða austur þar. Líklega er það niðurstaðan að skipulagið sjálft, það alræði sem Lenín stefndi alltaf að og kom svo á eftir valdaránið 1917, það hefði alltaf á endanum skilað grimmum einræðisherra. Og þó. Eftir dauða Stalíns héldu leiðtogar kommúnista vissulega áfram að kúga þjóðirnar sem undir þeim kúrðu, en engan veginn með sömu grimmd og Stalín var sekur um – og Lenín hefði kannski orðið líka.
Flækjusaga Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira