Af launakjörum háskólamenntaðrar konu Þóra Leósdóttir skrifar 19. maí 2015 07:00 Ég staldra við fréttir daganna. Landsbankinn hagnast um 6,4 milljarða. Á tólfta þúsund Íslendinga hafa flust úr landi frá aldamótum. Biðlisti er á námskeið þar sem fólki er kennt að flytjast til Norðurlandanna, flestir sem hyggja á brottflutning eru í vinnu. Þetta er sumsé ekki atvinnulaust fólk. Framhalds- og háskólamenntun gefur 16% hærri laun en grunnskólapróf. Annars staðar á Norðurlöndunum gefur slík menntun 25-40% hækkun. Háskólanám skilar sér illa í launaumslagið hér á landi, um það þarf að ræða góðir landsmenn – um það þarf samtalið að snúast. Ég er iðjuþjálfi með fjögurra ára háskólanám til BS-gráðu og starfsréttinda að baki. Að auki sótti ég viðbótarmenntun til meistaraprófs og tók meira námslán – var það góð fjárfesting? Ég hef 27 ára starfsreynslu í mínu fagi og hef nær alfarið starfað í velferðarþjónustu fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Ég sinni ráðgjöf, greiningu, fræðslu- og rannsóknarstarfi vegna barna og unglinga sem búa við skerðingu vegna þroskafrávika og ýmiss konar hindrana í umhverfinu. Ég tilheyri þverfaglegu teymi og legg mat á þroska og færni barns við viðfangsefni sem skipta það máli í daglegum aðstæðum heima og í skólanum. Ég styð foreldra í flóknu uppeldishlutverki og vil stuðla að því að fjölskyldan í heild njóti stuðnings- og meðferðarúrræða sem eru nauðsynleg fyrir heilsu hennar og lífsgæði. Nauðsynleg til að fjölskyldan geti tekið virkan þátt í námi, atvinnu og félagslegum athöfnum og þannig skilað sínu til samfélagsins, til hagsbóta fyrir okkur öll. Nauðsynleg til þess að hjól atvinnulífsins geti snúist, það er nefnilega fjölskyldufólk sem heldur því batteríi gangandi með því að halda heilsu og mæta í vinnuna. Til að geta sinnt þessum margþættu verkefnum þarf ég sem iðjuþjálfi staðgóða þekkingu og leikni í mínu fagi. Slík þekking byggir á krefjandi háskólanámi sem í mínu tilviki urðu sex ár. Það þýðir líka að jafnöldrur mínar, sem ekki fóru í langskólanám og hófu starfsferil sinn strax að loknu stúdentsprófi höfðu sex ára forskot varðandi ævitekjur og húsnæðiskaup. Þær fóru skuldlausar út á vinnumarkaðinn en ég var að vesenast í háskóla og stofna til skulda í formi námslána. Ég hafði óþrjótandi áhuga á að mennta mig til starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, trúði því að svoleiðis borgaði sig – var það ómöguleiki?Kaldar kveðjur Vinnuveitandi minn er ríkið. Um síðustu mánaðamót hljóðaði launaseðillinn minn upp á 384.000 kr. fyrir 80% starf, 264.000 útborgað eftir skatt og annan frádrátt. Þótt ég væri í fullu starfi næðu heildarlaun mín sem þá væru 478.000 kr. ekki meðallaunum BHM-félaga miðað við síðustu kjarakönnun. Ég tel þetta kaldar kveðjur eftir sex ára háskólanám og 27 ára starfsreynslu. Til samanburðar þá eru byrjunarlaun verkafólks á vöktum hjá Norðuráli 492.000 kr. og eftir fimm ár í starfi tæpar 580.000 kr. Hér blasir við hversu menntun er lítils metin á Íslandi. Við erum langt á eftir systkinaþjóðunum hvað þetta varðar. En það eru ekki allir á sama máli ef marka má orð og æði þingmannsins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þingmaðurinn telur launafólk heimtufrekt og slær í bræði sinni hnefanum í ræðupúlt Alþingis. Ágæti Guðlaugur, þú getur bara átt þig – ég læt ekki skamma mig! Krafan um að menntun sé metin til launa er sanngjörn, algerlega tímabær og skýr. Þetta ástand sem nú ríkir leiðir til óstöðugleika, atgervisflótta og stöðnunar í þekkingarsamfélagi. Það þarf samtal um lausnir sem byggja á skapandi hugsun og framtíðarsýn um uppbyggingu. Ég get ekki, frekar en aðrir „heimtufrekir“ háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn, lifað á hugsjónunum einum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég staldra við fréttir daganna. Landsbankinn hagnast um 6,4 milljarða. Á tólfta þúsund Íslendinga hafa flust úr landi frá aldamótum. Biðlisti er á námskeið þar sem fólki er kennt að flytjast til Norðurlandanna, flestir sem hyggja á brottflutning eru í vinnu. Þetta er sumsé ekki atvinnulaust fólk. Framhalds- og háskólamenntun gefur 16% hærri laun en grunnskólapróf. Annars staðar á Norðurlöndunum gefur slík menntun 25-40% hækkun. Háskólanám skilar sér illa í launaumslagið hér á landi, um það þarf að ræða góðir landsmenn – um það þarf samtalið að snúast. Ég er iðjuþjálfi með fjögurra ára háskólanám til BS-gráðu og starfsréttinda að baki. Að auki sótti ég viðbótarmenntun til meistaraprófs og tók meira námslán – var það góð fjárfesting? Ég hef 27 ára starfsreynslu í mínu fagi og hef nær alfarið starfað í velferðarþjónustu fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Ég sinni ráðgjöf, greiningu, fræðslu- og rannsóknarstarfi vegna barna og unglinga sem búa við skerðingu vegna þroskafrávika og ýmiss konar hindrana í umhverfinu. Ég tilheyri þverfaglegu teymi og legg mat á þroska og færni barns við viðfangsefni sem skipta það máli í daglegum aðstæðum heima og í skólanum. Ég styð foreldra í flóknu uppeldishlutverki og vil stuðla að því að fjölskyldan í heild njóti stuðnings- og meðferðarúrræða sem eru nauðsynleg fyrir heilsu hennar og lífsgæði. Nauðsynleg til að fjölskyldan geti tekið virkan þátt í námi, atvinnu og félagslegum athöfnum og þannig skilað sínu til samfélagsins, til hagsbóta fyrir okkur öll. Nauðsynleg til þess að hjól atvinnulífsins geti snúist, það er nefnilega fjölskyldufólk sem heldur því batteríi gangandi með því að halda heilsu og mæta í vinnuna. Til að geta sinnt þessum margþættu verkefnum þarf ég sem iðjuþjálfi staðgóða þekkingu og leikni í mínu fagi. Slík þekking byggir á krefjandi háskólanámi sem í mínu tilviki urðu sex ár. Það þýðir líka að jafnöldrur mínar, sem ekki fóru í langskólanám og hófu starfsferil sinn strax að loknu stúdentsprófi höfðu sex ára forskot varðandi ævitekjur og húsnæðiskaup. Þær fóru skuldlausar út á vinnumarkaðinn en ég var að vesenast í háskóla og stofna til skulda í formi námslána. Ég hafði óþrjótandi áhuga á að mennta mig til starfa innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, trúði því að svoleiðis borgaði sig – var það ómöguleiki?Kaldar kveðjur Vinnuveitandi minn er ríkið. Um síðustu mánaðamót hljóðaði launaseðillinn minn upp á 384.000 kr. fyrir 80% starf, 264.000 útborgað eftir skatt og annan frádrátt. Þótt ég væri í fullu starfi næðu heildarlaun mín sem þá væru 478.000 kr. ekki meðallaunum BHM-félaga miðað við síðustu kjarakönnun. Ég tel þetta kaldar kveðjur eftir sex ára háskólanám og 27 ára starfsreynslu. Til samanburðar þá eru byrjunarlaun verkafólks á vöktum hjá Norðuráli 492.000 kr. og eftir fimm ár í starfi tæpar 580.000 kr. Hér blasir við hversu menntun er lítils metin á Íslandi. Við erum langt á eftir systkinaþjóðunum hvað þetta varðar. En það eru ekki allir á sama máli ef marka má orð og æði þingmannsins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þingmaðurinn telur launafólk heimtufrekt og slær í bræði sinni hnefanum í ræðupúlt Alþingis. Ágæti Guðlaugur, þú getur bara átt þig – ég læt ekki skamma mig! Krafan um að menntun sé metin til launa er sanngjörn, algerlega tímabær og skýr. Þetta ástand sem nú ríkir leiðir til óstöðugleika, atgervisflótta og stöðnunar í þekkingarsamfélagi. Það þarf samtal um lausnir sem byggja á skapandi hugsun og framtíðarsýn um uppbyggingu. Ég get ekki, frekar en aðrir „heimtufrekir“ háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn, lifað á hugsjónunum einum saman.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar