Stjórnvöld eru meðvituð um vandann Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 08:00 Margrét bendir á að mikil umræða hafi farið fram um mögulega aðild að Evrópusambandinu. Það skipti ekki síður máli að fram fari umræða um hvernig við leggjum rækt við EES samninginn. fréttablaðið/stefán Stjórnvöld eru meðvituð um hversu seint gengur við upptöku á löggjöf Evrópusambandsins og innleiðingu í íslensk lög og að við því þurfi að bregðast. Þetta segir Margrét Einarsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Margrét starfar með stýrihópi um framkvæmd EES-samningsins sem forsætisráðuneytið skipaði í fyrra. Hún hefur að auki skrifað grein um innleiðingarhallann. Margrét segir í samtali við Markaðinn að íslenska ríkið standi frammi fyrir tvenns konar verkefnum vegna aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Annars vegar að taka upp í EES-samninginn löggjöf sem stofnanir Evrópusambandsins hafa sett, en löggjöfin getur bæði verið tilskipanir og reglugerðir. Hins vegar, þegar búið er að taka löggjöfina upp í samninginn, þá þarf að innleiða löggjöfina í íslenskan rétt. Margrét segir að á árunum 2000 til 2010 hafi gengið ágætlega við upptöku löggjafarinnar, en það hafi farið að halla undan fæti frá árinu 2011. „Það eru örugglega margar ástæður fyrir þessu en það sem ég bendi á og tel vera stóran hluti af ástæðunni er í fyrsta lagi efnahagshrunið árið 2008. Í kjölfarið stendur stjórnsýslan frammi fyrir niðurskurði, bæði hér heima og í Brussel. Svo er mikið af verkefnum sem voru afleiðingar hrunsins og stjórnsýslan þurfti að sinna. Í öðru lagi var, í þessu upptökuferli, farið að hafa aukið samráð við Alþingi. Það er jákvætt að mörgu leyti en lengir tímann sem þetta upptökuferli tekur,“ segir Margrét. Þriðja ástæðan sem Margrét nefnir er lýðræðishalli sem er innbyggður í EES-samninginn. „Við erum að taka upp í EES-samninginn og inn okkar landsrétt löggjöf sem við höfum litla möguleika á að hafa áhrif á. Þegar svo kemur að því að taka þessa löggjöf upp í samninginn og innleiða í landsrétt þá þarf að vera meiri sátt um að þetta er staðan,“ segir Margrét og vísar þar í þennan lýðræðishalla. Margrét segir að það hafi farið fram meiri umræða um þennan þátt í Noregi. Fjórða ástæðan sem Margrét nefnir er stjórnarskrárvandinn. „Íslenska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði sem heimilar framsal á valdi til alþjóðlegra stofnana og þetta hefur á undanförnum árum skapað vandamál. Það hefur alltaf öðru hvoru komið upp löggjöf sem við þurfum að taka upp í EES-samninginn en hefur verið vafi á hvort standist stjórnarskrána. Þessi staða hefur valdið töfum á upptöku löggjafarinnar. Og það eru vísbendingar um að þetta vandamál eigi eftir að verða meira í framtíðinni,“ segir Margrét. Margrét ítrekar að staðan sé að skána. Innleiðingarhallinn hafi verið 3,2 prósent í fyrra en núna sé hann 2,8 prósent. Það er að í ár eru Íslendingar ekki búnir að innleiða um 2,8 prósent af þeim tilskipunum sem þeir eiga að vera búnir að innleiða. Markmið Evrópusambandsins er að þessi halli sé ekki meiri en eitt prósent. Meðalhallinn í ESB-ríkjunum er 0,5 prósent og það er bara eitt ríki, Slóvenía, sem er með meira en eitt prósent innleiðingarhalla. „Af þessum 28 ESB-ríkjum og svo EES-ríkjunum erum við að standa okkur verst. Þannig að það er langt í land,“ segir Margrét. Noregur er í tveimur prósentum og stendur sig líka illa. Alþingi Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stjórnvöld eru meðvituð um hversu seint gengur við upptöku á löggjöf Evrópusambandsins og innleiðingu í íslensk lög og að við því þurfi að bregðast. Þetta segir Margrét Einarsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Margrét starfar með stýrihópi um framkvæmd EES-samningsins sem forsætisráðuneytið skipaði í fyrra. Hún hefur að auki skrifað grein um innleiðingarhallann. Margrét segir í samtali við Markaðinn að íslenska ríkið standi frammi fyrir tvenns konar verkefnum vegna aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Annars vegar að taka upp í EES-samninginn löggjöf sem stofnanir Evrópusambandsins hafa sett, en löggjöfin getur bæði verið tilskipanir og reglugerðir. Hins vegar, þegar búið er að taka löggjöfina upp í samninginn, þá þarf að innleiða löggjöfina í íslenskan rétt. Margrét segir að á árunum 2000 til 2010 hafi gengið ágætlega við upptöku löggjafarinnar, en það hafi farið að halla undan fæti frá árinu 2011. „Það eru örugglega margar ástæður fyrir þessu en það sem ég bendi á og tel vera stóran hluti af ástæðunni er í fyrsta lagi efnahagshrunið árið 2008. Í kjölfarið stendur stjórnsýslan frammi fyrir niðurskurði, bæði hér heima og í Brussel. Svo er mikið af verkefnum sem voru afleiðingar hrunsins og stjórnsýslan þurfti að sinna. Í öðru lagi var, í þessu upptökuferli, farið að hafa aukið samráð við Alþingi. Það er jákvætt að mörgu leyti en lengir tímann sem þetta upptökuferli tekur,“ segir Margrét. Þriðja ástæðan sem Margrét nefnir er lýðræðishalli sem er innbyggður í EES-samninginn. „Við erum að taka upp í EES-samninginn og inn okkar landsrétt löggjöf sem við höfum litla möguleika á að hafa áhrif á. Þegar svo kemur að því að taka þessa löggjöf upp í samninginn og innleiða í landsrétt þá þarf að vera meiri sátt um að þetta er staðan,“ segir Margrét og vísar þar í þennan lýðræðishalla. Margrét segir að það hafi farið fram meiri umræða um þennan þátt í Noregi. Fjórða ástæðan sem Margrét nefnir er stjórnarskrárvandinn. „Íslenska stjórnarskráin hefur ekkert ákvæði sem heimilar framsal á valdi til alþjóðlegra stofnana og þetta hefur á undanförnum árum skapað vandamál. Það hefur alltaf öðru hvoru komið upp löggjöf sem við þurfum að taka upp í EES-samninginn en hefur verið vafi á hvort standist stjórnarskrána. Þessi staða hefur valdið töfum á upptöku löggjafarinnar. Og það eru vísbendingar um að þetta vandamál eigi eftir að verða meira í framtíðinni,“ segir Margrét. Margrét ítrekar að staðan sé að skána. Innleiðingarhallinn hafi verið 3,2 prósent í fyrra en núna sé hann 2,8 prósent. Það er að í ár eru Íslendingar ekki búnir að innleiða um 2,8 prósent af þeim tilskipunum sem þeir eiga að vera búnir að innleiða. Markmið Evrópusambandsins er að þessi halli sé ekki meiri en eitt prósent. Meðalhallinn í ESB-ríkjunum er 0,5 prósent og það er bara eitt ríki, Slóvenía, sem er með meira en eitt prósent innleiðingarhalla. „Af þessum 28 ESB-ríkjum og svo EES-ríkjunum erum við að standa okkur verst. Þannig að það er langt í land,“ segir Margrét. Noregur er í tveimur prósentum og stendur sig líka illa.
Alþingi Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira