Þarf að verðlauna jafnrétti? Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 27. maí 2015 00:00 Í fullkomnum heimi þá væri það óþarfi, en því miður virðist það vera nauðsynlegt. Þrátt fyrir að tróna á toppi helstu jafnréttislista heims þá eigum við Íslendingar langt í land. Óskýrður launamunur á milli kynja er 7,8% fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði sem unnin var af „Aðgerðarhópi stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins“ um launajafnrétti. Samkvæmt heimildum Hagstofunnar eru einungis 21,4% kvenna í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja 21,9%. Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn hefur haldist nær óbreytt síðustu ár en hlutfall kvenna? fer hækkandi í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, nú 45,5%, sem er mikil breyting frá árinu 2013 þegar hlutfallið var 31% og enn meiri breyting frá árinu 2007, þegar konur voru einungis 12,7% stjórnenda. Þetta mikla stökk má skýra fyrst og fremst með lögum um kynjahlutfall í stjórnum sem samþykkt var á Alþingi árið 2010 og tók gildi á árinu 2013. Þar segir að hlutfall hvors kyns skuli vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri. Það virðist vera að vinnumarkaðurinn hafi þurft á þessari lagasetningu að halda til að efla hlut kvenna á atvinnumarkaði. Það er líklegt að fjölbreytileiki í stjórnum stærri fyrirtækja landsins muni leiða til aukins jafnréttis á komandi árum. Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti þá er jafnframt nauðsynlegt að til staðar séu jákvæðir hvatar á vinnumarkaði til að knýja fram hraðari breytingar. Jákvæðasti hvatinn í rekstri fyrirtækja hefur almennt verið talinn aukin arðsemi. Samkvæmt fjölda rannsókna er arðsemi þeirra fyrirtækja sem eru með fjölbreyttar stjórnir og stjórnendur marktækt meiri en þeirra sem eru með lægra hlutfall kvenna í stjórnendastöðum. Ávinningur atvinnurekenda er sem sagt mikill, fyrir utan bætta áhættustýringu og aukna arðsemi þá stuðlar jafnrétti að betri vinnumenningu þar sem bæði kynin fá jöfn tækifæri til að vaxa í starfi. Það eykur aftur ánægju starfsmanna, sem eflir þjónustu og ánægju viðskiptavina.Ábyrgð okkar allra Það er ábyrgð okkar allra að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. En aukið jafnrétti á vinnumarkaði er einnig í höndum neytenda. Rannsóknir sýna að neytendur um allan heim velja í auknum mæli vörur og þjónustu fyrirtækja sem eru ábyrg gagnvart umhverfinu og samfélaginu og sneiða hjá þeim sem m.a. brjóta á vinnuréttindum starfsfólks. Óskýrður launamunur er ein birtingarmynd ójafnréttis í heiminum. Sæmd þjóða felst í því að hlúa að mannréttindum og launamunur sem snýr einvörðungu að kynferði er ekki bara brot á vinnuréttindum heldur mannréttindum. Breyting á þessu felst í því að brjóta niður múra sem tengjast kynjaskiptum störfum og kynjaskiptum fyrirtækjum. Við þurfum að útrýma þeirri mýtu að störf séu kynbundin; það eiga ekki vera til „karla- eða kvennastörf“ heldur bara störf fyrir einstaklinga með mismunandi hæfileika og áhuga. Að stuðla að auknu jafnrétti innan fyrirtækja er á ábyrgð atvinnurekanda og stjórnenda. Það sem liggur að baki er ákvörðunum að fyrirtækið skuli ekki mismuna eftir kynferði; að karlar og konur fái sömu laun fyrir sambærilega vinnu og jöfn tækifæri. UN Women, Samtök atvinnulífsins, Festa miðstöð um samfélagsábyrgð og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vilja verðlauna slíkar ákvarðanir og frammistöðu. Því voru Hvatningaverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar á síðastliðnu ári. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, tók þá á móti verðlaununum í fyrsta sinn fyrir hönd síns fyrirtækis en hún, ásamt öðrum stjórnendum fyrirtækisins, innleiddi miklar breytingar sem fólust í því að fjölga konum í hinum hefðbundnu karlastörfum. Fyrirtækið braut visst blað í þessum efnum og hefur uppskorið ríkulega. Hvatningaverðlaunin miða að því að efla jafnrétti á vinnumarkaði með jákvæðum hætti. Tilnefnd fyrirtæki eru metin á þáttum eins og jöfnum launum kynjanna, auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa, jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í annað sinn þann 28. maí á morgunfundi Festu, SA og UN Women sem ber yfirskriftina „Eru til karla- og kvennastörf“ og mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í fullkomnum heimi þá væri það óþarfi, en því miður virðist það vera nauðsynlegt. Þrátt fyrir að tróna á toppi helstu jafnréttislista heims þá eigum við Íslendingar langt í land. Óskýrður launamunur á milli kynja er 7,8% fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði sem unnin var af „Aðgerðarhópi stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins“ um launajafnrétti. Samkvæmt heimildum Hagstofunnar eru einungis 21,4% kvenna í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja 21,9%. Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn hefur haldist nær óbreytt síðustu ár en hlutfall kvenna? fer hækkandi í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, nú 45,5%, sem er mikil breyting frá árinu 2013 þegar hlutfallið var 31% og enn meiri breyting frá árinu 2007, þegar konur voru einungis 12,7% stjórnenda. Þetta mikla stökk má skýra fyrst og fremst með lögum um kynjahlutfall í stjórnum sem samþykkt var á Alþingi árið 2010 og tók gildi á árinu 2013. Þar segir að hlutfall hvors kyns skuli vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri. Það virðist vera að vinnumarkaðurinn hafi þurft á þessari lagasetningu að halda til að efla hlut kvenna á atvinnumarkaði. Það er líklegt að fjölbreytileiki í stjórnum stærri fyrirtækja landsins muni leiða til aukins jafnréttis á komandi árum. Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti þá er jafnframt nauðsynlegt að til staðar séu jákvæðir hvatar á vinnumarkaði til að knýja fram hraðari breytingar. Jákvæðasti hvatinn í rekstri fyrirtækja hefur almennt verið talinn aukin arðsemi. Samkvæmt fjölda rannsókna er arðsemi þeirra fyrirtækja sem eru með fjölbreyttar stjórnir og stjórnendur marktækt meiri en þeirra sem eru með lægra hlutfall kvenna í stjórnendastöðum. Ávinningur atvinnurekenda er sem sagt mikill, fyrir utan bætta áhættustýringu og aukna arðsemi þá stuðlar jafnrétti að betri vinnumenningu þar sem bæði kynin fá jöfn tækifæri til að vaxa í starfi. Það eykur aftur ánægju starfsmanna, sem eflir þjónustu og ánægju viðskiptavina.Ábyrgð okkar allra Það er ábyrgð okkar allra að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. En aukið jafnrétti á vinnumarkaði er einnig í höndum neytenda. Rannsóknir sýna að neytendur um allan heim velja í auknum mæli vörur og þjónustu fyrirtækja sem eru ábyrg gagnvart umhverfinu og samfélaginu og sneiða hjá þeim sem m.a. brjóta á vinnuréttindum starfsfólks. Óskýrður launamunur er ein birtingarmynd ójafnréttis í heiminum. Sæmd þjóða felst í því að hlúa að mannréttindum og launamunur sem snýr einvörðungu að kynferði er ekki bara brot á vinnuréttindum heldur mannréttindum. Breyting á þessu felst í því að brjóta niður múra sem tengjast kynjaskiptum störfum og kynjaskiptum fyrirtækjum. Við þurfum að útrýma þeirri mýtu að störf séu kynbundin; það eiga ekki vera til „karla- eða kvennastörf“ heldur bara störf fyrir einstaklinga með mismunandi hæfileika og áhuga. Að stuðla að auknu jafnrétti innan fyrirtækja er á ábyrgð atvinnurekanda og stjórnenda. Það sem liggur að baki er ákvörðunum að fyrirtækið skuli ekki mismuna eftir kynferði; að karlar og konur fái sömu laun fyrir sambærilega vinnu og jöfn tækifæri. UN Women, Samtök atvinnulífsins, Festa miðstöð um samfélagsábyrgð og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vilja verðlauna slíkar ákvarðanir og frammistöðu. Því voru Hvatningaverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar á síðastliðnu ári. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, tók þá á móti verðlaununum í fyrsta sinn fyrir hönd síns fyrirtækis en hún, ásamt öðrum stjórnendum fyrirtækisins, innleiddi miklar breytingar sem fólust í því að fjölga konum í hinum hefðbundnu karlastörfum. Fyrirtækið braut visst blað í þessum efnum og hefur uppskorið ríkulega. Hvatningaverðlaunin miða að því að efla jafnrétti á vinnumarkaði með jákvæðum hætti. Tilnefnd fyrirtæki eru metin á þáttum eins og jöfnum launum kynjanna, auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa, jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í annað sinn þann 28. maí á morgunfundi Festu, SA og UN Women sem ber yfirskriftina „Eru til karla- og kvennastörf“ og mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaunin.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar