Þegar skríllinn skellir aðlinum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. maí 2015 07:00 Í neðanjarðarlest í Madríd situr sjötíu og eins árs gömul kona og les bókina hans Jóns Gnarr sem fjallar um það hvernig hann varð borgarstjóri og breytti heiminum. Þessi ofurhversdagslegi atburður var festur á filmu og er nú, eftir kosningarnar síðastliðna helgi, orðinn skemmtileg birtingarmynd nýrra tíma í stjórnmálum Spánverja. Og þar sem okkur Íslendingum finnst erfitt að finna til stolts þessa dagana sem hefur ekkert með hrúta eða kvikmyndagerð að gera þá getum við stært okkur af því að hafa kynt undir þessum nýju tímum í suðrinu. Þessi lestrarhestur er Manuela Carmena og verður hún líklegast næsti borgarstjóri Madrídar. Hún bauð sig fram í nýjum flokki og fékk álíka kosningu og mótframbjóðandi hennar, Esperanza Aguirre, margreynd stjórnmálakona úr hægriflokknum. Í Barselónu er Ada nokkur Colau í lykilstöðu eftir að hafa gjörsigrað kosningarnar þar. Kjarnakonan sú er ekki þekkt af rölti sínu um rauða dregla, fundabrölti við ráðherra né fjármálamógúla, né af glasaglingri með kóngum. Nei, við erum vanari að sjá hana í römmum greipum laganna varða í götumótmælum. Þetta er svona brjálæðingur, að mati heldra fólks. Það er afar athyglisvert að sjá hvernig hinir hefðbundnu stjórnmálamenn bregðast við innreið nýliðanna. Bragðinu sem beitt er eigum við Íslendingar líka til í okkar vopnabúri og notuðu menn það óspart þegar Jón Gnarr spratt fram á pólitíska sjónarsviðið og afsannaði þá kenningu að menn yrðu að vera heimaaldir flokksgæðingar til að geta valdið stórum stöðum. Eflaust man landinn hve menn reyndu að gera lítið úr þessari fígúru, hlógu að reynsluleysi hans og skilningsleysi. Menn sögðu þetta framtak hans brjálæði, dýrt djók, jafnvel Ginnungagap. Sumir létu sífellt í veðri vaka að hann kæmi ekki úr nógu merkilegum föðurhúsum og að uppgangur hans væri niðurlægjandi fyrir land og þjóð. En lífið hélt áfram þrátt fyrir allt og Manuela Carmena, sem væntanlega verður næsti borgarstjóri Madrídar, fékk sér far með neðanjarðarlestinni. Og á meðan náði hún sér í andagift í bók sem er ekki eftir hefðarmenn og reynslubolta eins og Júlíus Vífil Ingvarsson eða kanónu eins og Davíð Oddsson, heldur fígúruna Jón Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun
Í neðanjarðarlest í Madríd situr sjötíu og eins árs gömul kona og les bókina hans Jóns Gnarr sem fjallar um það hvernig hann varð borgarstjóri og breytti heiminum. Þessi ofurhversdagslegi atburður var festur á filmu og er nú, eftir kosningarnar síðastliðna helgi, orðinn skemmtileg birtingarmynd nýrra tíma í stjórnmálum Spánverja. Og þar sem okkur Íslendingum finnst erfitt að finna til stolts þessa dagana sem hefur ekkert með hrúta eða kvikmyndagerð að gera þá getum við stært okkur af því að hafa kynt undir þessum nýju tímum í suðrinu. Þessi lestrarhestur er Manuela Carmena og verður hún líklegast næsti borgarstjóri Madrídar. Hún bauð sig fram í nýjum flokki og fékk álíka kosningu og mótframbjóðandi hennar, Esperanza Aguirre, margreynd stjórnmálakona úr hægriflokknum. Í Barselónu er Ada nokkur Colau í lykilstöðu eftir að hafa gjörsigrað kosningarnar þar. Kjarnakonan sú er ekki þekkt af rölti sínu um rauða dregla, fundabrölti við ráðherra né fjármálamógúla, né af glasaglingri með kóngum. Nei, við erum vanari að sjá hana í römmum greipum laganna varða í götumótmælum. Þetta er svona brjálæðingur, að mati heldra fólks. Það er afar athyglisvert að sjá hvernig hinir hefðbundnu stjórnmálamenn bregðast við innreið nýliðanna. Bragðinu sem beitt er eigum við Íslendingar líka til í okkar vopnabúri og notuðu menn það óspart þegar Jón Gnarr spratt fram á pólitíska sjónarsviðið og afsannaði þá kenningu að menn yrðu að vera heimaaldir flokksgæðingar til að geta valdið stórum stöðum. Eflaust man landinn hve menn reyndu að gera lítið úr þessari fígúru, hlógu að reynsluleysi hans og skilningsleysi. Menn sögðu þetta framtak hans brjálæði, dýrt djók, jafnvel Ginnungagap. Sumir létu sífellt í veðri vaka að hann kæmi ekki úr nógu merkilegum föðurhúsum og að uppgangur hans væri niðurlægjandi fyrir land og þjóð. En lífið hélt áfram þrátt fyrir allt og Manuela Carmena, sem væntanlega verður næsti borgarstjóri Madrídar, fékk sér far með neðanjarðarlestinni. Og á meðan náði hún sér í andagift í bók sem er ekki eftir hefðarmenn og reynslubolta eins og Júlíus Vífil Ingvarsson eða kanónu eins og Davíð Oddsson, heldur fígúruna Jón Gnarr.