Þriggja heima saga springur út Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. júní 2015 11:30 Bækur Ormstunga Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson Vaka-Helgafell Þeir Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson halda áfram að víkka og dýpka þann heim sem þeir hófu að skapa í Hrafnsauga í þriðju bók sagnabálksins Þriggja heima sögu, Ormstungu. Hér er þráðurinn tekinn upp þar sem hann slitnaði í lok Draumsverðs, auk þess sem barátta eftirlifenda í þorpinu Vébakka fær aukið rými og hinn þúsund ára galdramaður Raþarsas rifjar upp sögu sína. Ungmennin þrjú, sem við þekkjum úr fyrri bókunum tveimur, Ragnar, Sirja og Breki, eru þó sem fyrr í forgrunni og við fylgjumst með þeim takast á við framandi aðstæður hverju í sínu lagi, þar sem sprengingin mikla í lok Draumsverðs hefur þeytt þeim hverju í sína áttina. Ragnar lendir í turni hinnar miklu galdrakonu Kymrosar, Breki hjá sléttuættbálki sem notar úlfa sem reiðskjóta og Sirja er seld í þrældóm hjá ógeðfelldum eiganda sykurplantekru. Það eru ekki beint glæsilegar framtíðarhorfur hjá neinu þeirra í upphafi sögu, en lesandinn trúir því og treystir að þau komist í gegnum erfiðleikana með ráðsnilli sinni og fjölkynngi, en það væri ósanngjarnt gagnvart tilvonandi lesendum að ljóstra því upp hvort það tekst. Fyrsta bókin í bálkinum, Hrafnsauga, var kynnt til leiks sem unglingasaga og því haldið áfram við útgáfu Draumsverðs. Ormstunga er hins vegar alls engin unglingasaga heldur fullvaxin fantasía fyrir allan aldur og það er alveg óhætt að lofa lesendum sem komnir eru af unglingsaldri því að þeir verða ekki sviknir af lestri bókarinnar. Meira að segja þessi lesandi hér, sem ekki hefur mikið dálæti á fantasíum og furðusögum, heillaðist upp úr skónum og gat varla lagt bókina frá sér fyrir spennu. Hér er einfaldlega verið að segja áhugaverða, vel byggða og vel hugsaða sögu með vísunum í allar áttir, áhugaverðri framvindu og persónum sem vekja áhuga og samlíðan. Hér er fjallað um hina hefðbundnu baráttu góðs og ills, kúgun, þrælahald, kynferðislega misnotkun, villigötur trúarbragða, misþyrmingu á náttúrunni og fleira og fleira sem talar beint inn í samtímann þótt sögutíminn sé óljós og heimur sögunnar skáldaður. Þetta er sem sagt breið fjölradda skáldsaga sem hægt er að lesa út frá fjölmörgum sjónarhornum og það skiptir engu í hvaða bókmenntagrein hún er flokkuð. Góð saga er góð saga hvert sem yrkisefnið er og þeir Kjartan Yngvi og Snæbjörn hafa hér náð fullum tökum á viðfangsefninu og skapað heim sem heillar og hrífur, vekur til umhugsunar og bregður upp óvæntum spegli á stöðu okkar í heiminum í dag. Mesta athygli og aðdáun vekur þó hversu mjög þeim hefur fleygt fram í stíl og frásagnarmáta. Það er alveg ljóst að hér eru komnir fram höfundar sem eiga eftir að láta að sér kveða í íslenskum bókmenntum og auðga þær með frásagnargleði sinni og þróun þess heillandi heims sem þeir hafa skapað. Það er nefnilega misskilningur að Ormstunga sé lokabindi Þriggja heima sögu. Miðað við endir þessarar sögu er augljóst að það mun draga til verulegra tíðinda í næstu bók. Við bíðum í ofvæni.Niðurstaða: Þriðja og besta bókin í Þriggja heima sögu er ekki bara spennandi og áhugaverð fantasía heldur breið og margradda skáldsaga sem talar beint inn í samtímann. Gagnrýni Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Ormstunga Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson Vaka-Helgafell Þeir Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson halda áfram að víkka og dýpka þann heim sem þeir hófu að skapa í Hrafnsauga í þriðju bók sagnabálksins Þriggja heima sögu, Ormstungu. Hér er þráðurinn tekinn upp þar sem hann slitnaði í lok Draumsverðs, auk þess sem barátta eftirlifenda í þorpinu Vébakka fær aukið rými og hinn þúsund ára galdramaður Raþarsas rifjar upp sögu sína. Ungmennin þrjú, sem við þekkjum úr fyrri bókunum tveimur, Ragnar, Sirja og Breki, eru þó sem fyrr í forgrunni og við fylgjumst með þeim takast á við framandi aðstæður hverju í sínu lagi, þar sem sprengingin mikla í lok Draumsverðs hefur þeytt þeim hverju í sína áttina. Ragnar lendir í turni hinnar miklu galdrakonu Kymrosar, Breki hjá sléttuættbálki sem notar úlfa sem reiðskjóta og Sirja er seld í þrældóm hjá ógeðfelldum eiganda sykurplantekru. Það eru ekki beint glæsilegar framtíðarhorfur hjá neinu þeirra í upphafi sögu, en lesandinn trúir því og treystir að þau komist í gegnum erfiðleikana með ráðsnilli sinni og fjölkynngi, en það væri ósanngjarnt gagnvart tilvonandi lesendum að ljóstra því upp hvort það tekst. Fyrsta bókin í bálkinum, Hrafnsauga, var kynnt til leiks sem unglingasaga og því haldið áfram við útgáfu Draumsverðs. Ormstunga er hins vegar alls engin unglingasaga heldur fullvaxin fantasía fyrir allan aldur og það er alveg óhætt að lofa lesendum sem komnir eru af unglingsaldri því að þeir verða ekki sviknir af lestri bókarinnar. Meira að segja þessi lesandi hér, sem ekki hefur mikið dálæti á fantasíum og furðusögum, heillaðist upp úr skónum og gat varla lagt bókina frá sér fyrir spennu. Hér er einfaldlega verið að segja áhugaverða, vel byggða og vel hugsaða sögu með vísunum í allar áttir, áhugaverðri framvindu og persónum sem vekja áhuga og samlíðan. Hér er fjallað um hina hefðbundnu baráttu góðs og ills, kúgun, þrælahald, kynferðislega misnotkun, villigötur trúarbragða, misþyrmingu á náttúrunni og fleira og fleira sem talar beint inn í samtímann þótt sögutíminn sé óljós og heimur sögunnar skáldaður. Þetta er sem sagt breið fjölradda skáldsaga sem hægt er að lesa út frá fjölmörgum sjónarhornum og það skiptir engu í hvaða bókmenntagrein hún er flokkuð. Góð saga er góð saga hvert sem yrkisefnið er og þeir Kjartan Yngvi og Snæbjörn hafa hér náð fullum tökum á viðfangsefninu og skapað heim sem heillar og hrífur, vekur til umhugsunar og bregður upp óvæntum spegli á stöðu okkar í heiminum í dag. Mesta athygli og aðdáun vekur þó hversu mjög þeim hefur fleygt fram í stíl og frásagnarmáta. Það er alveg ljóst að hér eru komnir fram höfundar sem eiga eftir að láta að sér kveða í íslenskum bókmenntum og auðga þær með frásagnargleði sinni og þróun þess heillandi heims sem þeir hafa skapað. Það er nefnilega misskilningur að Ormstunga sé lokabindi Þriggja heima sögu. Miðað við endir þessarar sögu er augljóst að það mun draga til verulegra tíðinda í næstu bók. Við bíðum í ofvæni.Niðurstaða: Þriðja og besta bókin í Þriggja heima sögu er ekki bara spennandi og áhugaverð fantasía heldur breið og margradda skáldsaga sem talar beint inn í samtímann.
Gagnrýni Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira