Óskalandið sviðin Jörð Gísli Sigurðsson skrifar 7. júlí 2015 07:00 Alþingi hefur samþykkt að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk Rammaáætlunar. Hvammsvirkjun er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Talið er óhætt að taka áhættu með að spilla búsvæðum laxfiska ofan við fossinn Búða. Þangað fara göngufiskar úr sjó, laxar og silungar, um fiskveg sem lagður var fyrir mannsaldri. Þeim vegi var ætlað að bæta bændum skaða sem þeir höfðu orðið fyrir vegna framkvæmda Landsvirkjunar við ána. Nú dregur Landsvirkjun þær skaðabætur til baka. Landsvirkjun gaf og Landsvirkjun tók. Ákvörðun Alþingis byggist á þeirri veiku von að mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar muni virka eins og til er ætlast en þær eiga að hjálpa laxfiskum að rata fram hjá virkjuninni á leið sinni upp og niður ána. Að mati sérfræðinga sem hafa rannsakað sambærileg mannvirki í Bandaríkjunum, fyrirmyndina að hönnun mótvægisaðgerða Landsvirkjunar, er lítil þraut að láta fullvaxinn lax ganga upp ána. Vandinn er að afföll seiða margfaldast í niðurgöngu um uppistöðulón og seiðaveitur miðað við lífsmöguleika seiða sem ganga niður náttúrulegan árfarveg – auk þess sem niðurgöngulax verður dauðadæmdur. Þá mun kynþroska sjóbirtingur, sem gengur að jafnaði í mörg ár, ekki eiga möguleika á að nýta sér þær leiðir sem Landsvirkjun býður upp á. Hrun laxfiskastofna er því óumflýjanlegt ef marka má reynslu annarra þjóða. Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin af alþjóðlegum sáttmálum um að leyfa engar framkvæmdir sem hafa slík áhrif á lífríkið. Að vísu ber Landsvirkjun fyrir sig að hér verði stuðst við nýjustu og bestu tækni á heimsvísu sem muni nú í fyrsta sinn í veraldarsögunni duga til að bjarga fiskum fram hjá virkjunum. Best í heimi einu sinni enn. Til þrautavara er sagt að það sé gráupplagt að nota þetta búsvæði Þjórsár sem tilraunaverkefni – þær slóðir þar sem Landnáma segir frá Þorbirni laxakarli við upphaf Íslandsbyggðar. Að fenginni reynslu verði hægt að taka ákvörðun um hinar virkjanirnar í neðri hluta árinnar. Raforka frá virkjunum sem stórskaða lífríkið með þessum hætti er hvorki endurnýjanleg né sjálfbær. Um leið og rafmagni frá Hvammsvirkjun verður hleypt á línurnar hættir íslenskt rafmagn að vera sú græna og hátt verðlagða orka sem verið er að freista erlendra kaupenda með þessi misserin. Og þar með verður sá draumur búinn. Sjálfbær umgengni um náttúruna er óumflýjanleg krafa okkar tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk Rammaáætlunar. Hvammsvirkjun er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Talið er óhætt að taka áhættu með að spilla búsvæðum laxfiska ofan við fossinn Búða. Þangað fara göngufiskar úr sjó, laxar og silungar, um fiskveg sem lagður var fyrir mannsaldri. Þeim vegi var ætlað að bæta bændum skaða sem þeir höfðu orðið fyrir vegna framkvæmda Landsvirkjunar við ána. Nú dregur Landsvirkjun þær skaðabætur til baka. Landsvirkjun gaf og Landsvirkjun tók. Ákvörðun Alþingis byggist á þeirri veiku von að mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar muni virka eins og til er ætlast en þær eiga að hjálpa laxfiskum að rata fram hjá virkjuninni á leið sinni upp og niður ána. Að mati sérfræðinga sem hafa rannsakað sambærileg mannvirki í Bandaríkjunum, fyrirmyndina að hönnun mótvægisaðgerða Landsvirkjunar, er lítil þraut að láta fullvaxinn lax ganga upp ána. Vandinn er að afföll seiða margfaldast í niðurgöngu um uppistöðulón og seiðaveitur miðað við lífsmöguleika seiða sem ganga niður náttúrulegan árfarveg – auk þess sem niðurgöngulax verður dauðadæmdur. Þá mun kynþroska sjóbirtingur, sem gengur að jafnaði í mörg ár, ekki eiga möguleika á að nýta sér þær leiðir sem Landsvirkjun býður upp á. Hrun laxfiskastofna er því óumflýjanlegt ef marka má reynslu annarra þjóða. Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin af alþjóðlegum sáttmálum um að leyfa engar framkvæmdir sem hafa slík áhrif á lífríkið. Að vísu ber Landsvirkjun fyrir sig að hér verði stuðst við nýjustu og bestu tækni á heimsvísu sem muni nú í fyrsta sinn í veraldarsögunni duga til að bjarga fiskum fram hjá virkjunum. Best í heimi einu sinni enn. Til þrautavara er sagt að það sé gráupplagt að nota þetta búsvæði Þjórsár sem tilraunaverkefni – þær slóðir þar sem Landnáma segir frá Þorbirni laxakarli við upphaf Íslandsbyggðar. Að fenginni reynslu verði hægt að taka ákvörðun um hinar virkjanirnar í neðri hluta árinnar. Raforka frá virkjunum sem stórskaða lífríkið með þessum hætti er hvorki endurnýjanleg né sjálfbær. Um leið og rafmagni frá Hvammsvirkjun verður hleypt á línurnar hættir íslenskt rafmagn að vera sú græna og hátt verðlagða orka sem verið er að freista erlendra kaupenda með þessi misserin. Og þar með verður sá draumur búinn. Sjálfbær umgengni um náttúruna er óumflýjanleg krafa okkar tíma.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar