Hlekkir nýlenduhugsunarháttar Skjóðan skrifar 8. júlí 2015 12:00 Allt hefur sinn stað og sinn tíma. Líka orkufrek stóriðja. Á sjöunda áratug síðustu aldar var það kærkomin viðbót við einhæft atvinnulíf á Íslandi þegar álverið í Straumsvík var reist. Fram til þess voru gjaldeyristekjur þjóðarinnar reistar á einni stoð, sjávarútvegi. Á síðustu áratugum aldarinnar bættust við fleiri stóriðjuver og þjóðin fékk í sinn hlut arð af orkuauðlindinni sem hafði fram að því verið að mestu óbeisluð. Stóriðjan kom til Íslands fyrir hálfri öld. Aðdráttaraflið var einfalt. Hér var í boði ódýr orka auk þess sem skattaumhverfi var gert hagstætt fyrir alþjóðlega starfsemi af þessu tagi. Frá því álverið í Straumsvík var opnað fyrir tæpum 50 árum hefur mikið breyst í íslensku atvinnulífi. Tækninni hefur fleygt fram og verndun umhverfisins vegur þyngra en fyrr. Álver hafa risið og við Íslendingar höfum nú virkjað stóran hluta þeirrar orku sem virkjanleg er, alla vega ef nýting hennar á að vera í sátt við umhverfið. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist ekki lengur á einni atvinnugrein og ekki einu sinni á tveimur. Þrjár atvinnugreinar gegna lykilhlutverki og er sjávarútvegur ekki lengur sú grein sem mestum gjaldeyri skilar. Iðnaður (þar með talin stóriðja) er stærsta útflutningsgrein Íslands, þegar horft er til gjaldeyrissköpunar. Ferðaþjónustan er í öðru sæti og er raunar talsvert stærri en stóriðjan ein. Í þriðja sæti er svo sjávarútvegurinn, sem löngum var okkar eina raunverulega útflutningsgrein. Í fjórða sæti er liðurinn „annað“, sem væntanlega innifelur hugvit. Undanfarin ár hafa gjaldeyristekjur af ferðamönnum og liðurinn „annað“ stækkað mjög og nú má segja að gjaldeyrissköpun þjóðarinnar hvíli á fjórum stoðum, nokkuð jöfnum. Við erum að breytast úr einhæfu framleiðsluhagkerfi í fjölbreytt. Við erum ekki lengur nýlenduhagkerfi í sinni tærustu mynd þó að undarleg ráðstöfun náttúruauðlinda, þar sem fáir aðilar fá að nýta sér auðlindirnar gegn afskaplega vægu gjaldi, minni meira á nýlenduskipan en nokkuð annað. Fiskinn í sjónum fá útvaldir að veiða nær ókeypis og orkuna fá erlend stórfyrirtæki að kaupa á spottprís. Sókn til áframhaldandi og aukinnar velferðar þjóðarinnar verður ekki byggð á því að halda dauðahaldi í nýlendufyrirkomulagið. Hún verður að byggja á því að afrakstur náttúruauðlinda renni til þjóðarinnar sjálfrar. Það skýtur því skökku við að á öðrum áratug nýrrar aldar skuli menn enn sjá þær lausnir helstar að leggja náttúru landsins undir orkuver til að framleiða orku til að selja á spottprís í skítuga stóriðju í okkar fallega landi. Við brjótum aldrei af okkur hlekkina ef við hugsum sjálf eins og nýlendubúar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Allt hefur sinn stað og sinn tíma. Líka orkufrek stóriðja. Á sjöunda áratug síðustu aldar var það kærkomin viðbót við einhæft atvinnulíf á Íslandi þegar álverið í Straumsvík var reist. Fram til þess voru gjaldeyristekjur þjóðarinnar reistar á einni stoð, sjávarútvegi. Á síðustu áratugum aldarinnar bættust við fleiri stóriðjuver og þjóðin fékk í sinn hlut arð af orkuauðlindinni sem hafði fram að því verið að mestu óbeisluð. Stóriðjan kom til Íslands fyrir hálfri öld. Aðdráttaraflið var einfalt. Hér var í boði ódýr orka auk þess sem skattaumhverfi var gert hagstætt fyrir alþjóðlega starfsemi af þessu tagi. Frá því álverið í Straumsvík var opnað fyrir tæpum 50 árum hefur mikið breyst í íslensku atvinnulífi. Tækninni hefur fleygt fram og verndun umhverfisins vegur þyngra en fyrr. Álver hafa risið og við Íslendingar höfum nú virkjað stóran hluta þeirrar orku sem virkjanleg er, alla vega ef nýting hennar á að vera í sátt við umhverfið. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist ekki lengur á einni atvinnugrein og ekki einu sinni á tveimur. Þrjár atvinnugreinar gegna lykilhlutverki og er sjávarútvegur ekki lengur sú grein sem mestum gjaldeyri skilar. Iðnaður (þar með talin stóriðja) er stærsta útflutningsgrein Íslands, þegar horft er til gjaldeyrissköpunar. Ferðaþjónustan er í öðru sæti og er raunar talsvert stærri en stóriðjan ein. Í þriðja sæti er svo sjávarútvegurinn, sem löngum var okkar eina raunverulega útflutningsgrein. Í fjórða sæti er liðurinn „annað“, sem væntanlega innifelur hugvit. Undanfarin ár hafa gjaldeyristekjur af ferðamönnum og liðurinn „annað“ stækkað mjög og nú má segja að gjaldeyrissköpun þjóðarinnar hvíli á fjórum stoðum, nokkuð jöfnum. Við erum að breytast úr einhæfu framleiðsluhagkerfi í fjölbreytt. Við erum ekki lengur nýlenduhagkerfi í sinni tærustu mynd þó að undarleg ráðstöfun náttúruauðlinda, þar sem fáir aðilar fá að nýta sér auðlindirnar gegn afskaplega vægu gjaldi, minni meira á nýlenduskipan en nokkuð annað. Fiskinn í sjónum fá útvaldir að veiða nær ókeypis og orkuna fá erlend stórfyrirtæki að kaupa á spottprís. Sókn til áframhaldandi og aukinnar velferðar þjóðarinnar verður ekki byggð á því að halda dauðahaldi í nýlendufyrirkomulagið. Hún verður að byggja á því að afrakstur náttúruauðlinda renni til þjóðarinnar sjálfrar. Það skýtur því skökku við að á öðrum áratug nýrrar aldar skuli menn enn sjá þær lausnir helstar að leggja náttúru landsins undir orkuver til að framleiða orku til að selja á spottprís í skítuga stóriðju í okkar fallega landi. Við brjótum aldrei af okkur hlekkina ef við hugsum sjálf eins og nýlendubúar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira