Að stofna eigið fyrirtæki er nú eftirsóknarverður kostur Salóme Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2015 08:00 Nýsköpunarfyrirtæki þjóna lykilhlutverki í hagkerfinu vegna framlags þeirra til tækniframfara og nýrrar þekkingar. Vöxtur slíkra fyrirtækja er forsenda þess að við Íslendingar getum skotið fleiri stoðum undir útflutning okkar og aukið framleiðslugetu landsins á komandi árum. Undanfarinn áratug hafa orðið töluverðar breytingar á stuðningsumhverfi frumkvöðla hér á landi. Það urðu vissulega til nokkur öflug fyrirtæki, en frumkvöðlar unnu hver í sínu lagi og lítið var um skipulagða viðburði. Háskólarnir buðu upp á námskeið tileinkað nýsköpun og stofnun fyrirtækja en það skorti vettvang til stuðnings og eftirfylgni fyrir þær hugmyndir sem þar spruttu upp. Upplýsingar um það hvernig frumkvöðlar skyldu bera sig að í upphafi voru jafnframt ekki nægilega aðgengilegar. Almennt séð var lítil þekking á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í þjóðfélaginu og henni ekki gert hátt undir höfði. Frumkvöðlar voru jafnvel álitnir hálfgerðir sérvitringar. Nýútskrifaðir nemendur háskólanna horfðu til fjármálageirans og annarra stórfyrirtækja sem fyrsta kost fyrir framtíðarstarf, en sprotafyrirtæki voru ekki á ratsjánni. Með aukinni umfjöllun um árangur íslenskra fyrirtækja á borð við CCP, QuizUp, Meniga, Datamarket, GreenQloud og Marorku hafa orðið til sífellt fleiri fyrirmyndir innan sprotasamfélagsins. Alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Apple, Google, Facebook og Spotify sem notið hafa mikillar velgengni og gjarnan eru flokkuð sem fyrirmyndar sprotafyrirtæki hafa einnig áhrif á viðhorf og ímynd frumkvöðla. Að stofna eigið fyrirtæki er nú viðurkenndur og ekki síður eftirsóknarverður valkostur. Árlega eru haldnir yfir 300 viðburðir í tengslum við frumkvöðlastarf á Íslandi og framboð sérsniðinnar vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla hefur aldrei verið betra. Með hugsjón lykilaðila innan sprotasenunnar; reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga, ásamt stuðningi háskólasamfélagsins og hins opinbera, hefur orðið til öflugt frumkvöðlasamfélag á Íslandi á síðustu árum. Ein meginástæða þess árangurs sem náðst hefur er að mínu mati sú ríka áhersla sem lögð hefur verið á að horfa til erlendra fyrirmynda varðandi áherslur og val verkefna. Með viðskiptahröðlum og öðrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum hefur orðið til ný reynsla og þekking auk tengsla sem hafa orðið til þess að við höfum öðlast færni til að geta svarað betur þörfum frumkvöðla á seinni stigum, þ.e. við undirbúning fyrir fjármögnun og sókn á erlenda markaði. Mikilvægt er því að markvisst sé unnið að því að koma framúrskarandi sprotafyrirtækjum á framfæri og þau verði fengin til að deila reynslu sinni til að hvetja aðra frumkvöðla og hugmyndasmiði til dáða. Það er ekki síður mikilvægt að þær reynslusögur nái út fyrir landsteinana til að vekja athygli á áhugaverðum fjárfestingarkostum á Íslandi. Gott samstarf við fremstu sprotasamfélög heims skiptir meginmáli til að tryggja að við séum í takt við tímann. Með virkum alþjóðlegum tengslum skapast raunveruleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpunarfyrirtæki þjóna lykilhlutverki í hagkerfinu vegna framlags þeirra til tækniframfara og nýrrar þekkingar. Vöxtur slíkra fyrirtækja er forsenda þess að við Íslendingar getum skotið fleiri stoðum undir útflutning okkar og aukið framleiðslugetu landsins á komandi árum. Undanfarinn áratug hafa orðið töluverðar breytingar á stuðningsumhverfi frumkvöðla hér á landi. Það urðu vissulega til nokkur öflug fyrirtæki, en frumkvöðlar unnu hver í sínu lagi og lítið var um skipulagða viðburði. Háskólarnir buðu upp á námskeið tileinkað nýsköpun og stofnun fyrirtækja en það skorti vettvang til stuðnings og eftirfylgni fyrir þær hugmyndir sem þar spruttu upp. Upplýsingar um það hvernig frumkvöðlar skyldu bera sig að í upphafi voru jafnframt ekki nægilega aðgengilegar. Almennt séð var lítil þekking á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í þjóðfélaginu og henni ekki gert hátt undir höfði. Frumkvöðlar voru jafnvel álitnir hálfgerðir sérvitringar. Nýútskrifaðir nemendur háskólanna horfðu til fjármálageirans og annarra stórfyrirtækja sem fyrsta kost fyrir framtíðarstarf, en sprotafyrirtæki voru ekki á ratsjánni. Með aukinni umfjöllun um árangur íslenskra fyrirtækja á borð við CCP, QuizUp, Meniga, Datamarket, GreenQloud og Marorku hafa orðið til sífellt fleiri fyrirmyndir innan sprotasamfélagsins. Alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Apple, Google, Facebook og Spotify sem notið hafa mikillar velgengni og gjarnan eru flokkuð sem fyrirmyndar sprotafyrirtæki hafa einnig áhrif á viðhorf og ímynd frumkvöðla. Að stofna eigið fyrirtæki er nú viðurkenndur og ekki síður eftirsóknarverður valkostur. Árlega eru haldnir yfir 300 viðburðir í tengslum við frumkvöðlastarf á Íslandi og framboð sérsniðinnar vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla hefur aldrei verið betra. Með hugsjón lykilaðila innan sprotasenunnar; reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga, ásamt stuðningi háskólasamfélagsins og hins opinbera, hefur orðið til öflugt frumkvöðlasamfélag á Íslandi á síðustu árum. Ein meginástæða þess árangurs sem náðst hefur er að mínu mati sú ríka áhersla sem lögð hefur verið á að horfa til erlendra fyrirmynda varðandi áherslur og val verkefna. Með viðskiptahröðlum og öðrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum hefur orðið til ný reynsla og þekking auk tengsla sem hafa orðið til þess að við höfum öðlast færni til að geta svarað betur þörfum frumkvöðla á seinni stigum, þ.e. við undirbúning fyrir fjármögnun og sókn á erlenda markaði. Mikilvægt er því að markvisst sé unnið að því að koma framúrskarandi sprotafyrirtækjum á framfæri og þau verði fengin til að deila reynslu sinni til að hvetja aðra frumkvöðla og hugmyndasmiði til dáða. Það er ekki síður mikilvægt að þær reynslusögur nái út fyrir landsteinana til að vekja athygli á áhugaverðum fjárfestingarkostum á Íslandi. Gott samstarf við fremstu sprotasamfélög heims skiptir meginmáli til að tryggja að við séum í takt við tímann. Með virkum alþjóðlegum tengslum skapast raunveruleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar