Jessie J heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. júlí 2015 07:45 Jessie J hefur verið ein skærasta poppstjarna heims undanfarin ár. Hún kemur fram ásamt hljómsveit í Laugardalshöllinni þann 15. september næstkomandi. nordicphotos/getty Breska tónlistarkonan og söngdívan Jessie J heldur stórtónleika í Laugardalshöllinni þriðjudaginn 15. september en hún hefur verið ein skærasta poppstjarna heims undanfarin ár. Hún er best þekkt fyrir að flytja risasmelli á borð Price Tag, Bang Bang og Domino. „Mér finnst hún alveg frábær. Það er alveg meiriháttar að ná listamanni til landsins sem er akkúrat núna á toppnum á sínum ferli. Hún er frábær á sviði og með eina flottustu röddina í tónlistarheiminum í dag,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson sem stendur fyrir tónleikunum.Jessie J er þekkt fyrir að gefa allt í tónleika sína.nordicphotos/gettyJessie J kom fyrst á sjónarsviðið árið 2011 með fyrstu plötunni sinni, Who You Are, en á þeirri plötu komust sex lög á topp tíu í Bretlandi og lagið Price Tag fór í efsta sætið um allan heim. Er hún fyrsta konan til að ná sex lögum af sömu plötu inn á topp tíu. Lagið Domino kom svo næst og fór það beint í efsta sæti um allan heim en með því lagi náði Jessie J fótfestu í Bandaríkjunum. Með nýjasta smellinum sínum, Bang Bang, þar sem hún fær Ariana Grande og Nicky Minaj með sér, er hún virkilega búin að stimpla sig inn sem ofurstjörnu. „Hlutur kvenna hefur ekki verið mikill í erlendu tónleikahaldi hér á landi undanfarin misseri og því finnst mér það líka sérlega frábært að fá hana til landsins. Hún er líka frábær karakter og rakaði meira að segja af sér hárið fyrir nokkrum árum til að styrkja gott málefni,“ segir Guðbjartur. Margir sáu hana árið 2012 í sjónvarpinu á lokaathöfn Ólympíuleikana í London, þar sem hún söng We Will Rock You með hljómsveitinni Queen. Hún hefur einnig verið þjálfari og leiðbeinandi í The Voice í Bretlandi og Ástralíu. Ólíkt mörgum öðrum stjörnum í tónlistarheiminum þá semur hún flest af sínum lögum sjálf en áður en hún hóf söngferil sinn vann hún við að semja lög fyrir aðra. Hún hefur meðal annars samið lög og texta fyrir Miley Cyrus, Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri.Ólíkt mörgum öðrum stjörnum í tónlistarheiminum þá semur Jessie J flest af sínum lögum sjálf.nordicphotos/gettyLítið hefur verið um tónleika hér á landi með erlendum poppstjörnum. „Þessi tegund tónlistar hefur verið skilin svolítið út undan í tónleikahaldi hér á landi,“ bætir Guðbjartur við. Jessie J er á tónleikaferð um heiminn að kynna sína þriðju breiðskífu. Hún verður með hljómsveit með sér skipaða topphljóðfæraleikurum og bakröddum. „Þetta er alveg tuttugu manna hópur sem kemur með henni,“ segir Guðbjartur. Ekki liggur fyrir hvaða hljómsveit eða listamaður sér um upphitun á tónleikunum að svo stöddu. Miðasala hefst þriðjudaginn 28. júlí á midi.is klukkan 10.00. Einnig verður hægt að fá miða í verslunum Brim Laugavegi og Kringlunni.Ýmislegt skemmtilegt um Jessie J Jessie J er 27 ára gömul tónlistarkona, fædd og uppalin í London. Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur; Who You Are árið 2011, Alive árið 2013 og Sweet Talker árið 2014. Hún hefur selt yfir þrjár milljónir platna og yfir tuttugu milljónir smáskífulaga um heim allan. Fyrsta plata Jessie J naut strax mikilla vinsælda um heim allan, náði fyrsta sæti víða og hefur náð platínusölu í yfir 15 löndum. Hennar vinsælustu lög eru Price Tag, Domino, Bang Bang og Who You Are, svo nokkur séu nefnd.Hún hefur unnið fjölda verðlauna og má þar nefna Critic‘s Choice-verðlaunin á Brit Awards árið 2011, iHeartRadio-tónlistarverðlaunin fyrir besta samstarfið með Ariana Grande og Nicki Minaj í laginu Bang Bang og fjölda verðlauna frá MTV. Þá var hún tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár fyrir samstarf sitt með Ariana Grande og Nicki Minaj í laginu Bang Bang. Lagið Bang Bang er með tæpar 400 milljónir áhorfa á Youtube. Price Tag er með nærri því hálfan milljarð áhorfa og Domino með rétt tæplega 200 milljón áhorf. Jessie J hefur samið fyrir Miley Cyrus, Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri. Tónlist Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Breska tónlistarkonan og söngdívan Jessie J heldur stórtónleika í Laugardalshöllinni þriðjudaginn 15. september en hún hefur verið ein skærasta poppstjarna heims undanfarin ár. Hún er best þekkt fyrir að flytja risasmelli á borð Price Tag, Bang Bang og Domino. „Mér finnst hún alveg frábær. Það er alveg meiriháttar að ná listamanni til landsins sem er akkúrat núna á toppnum á sínum ferli. Hún er frábær á sviði og með eina flottustu röddina í tónlistarheiminum í dag,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson sem stendur fyrir tónleikunum.Jessie J er þekkt fyrir að gefa allt í tónleika sína.nordicphotos/gettyJessie J kom fyrst á sjónarsviðið árið 2011 með fyrstu plötunni sinni, Who You Are, en á þeirri plötu komust sex lög á topp tíu í Bretlandi og lagið Price Tag fór í efsta sætið um allan heim. Er hún fyrsta konan til að ná sex lögum af sömu plötu inn á topp tíu. Lagið Domino kom svo næst og fór það beint í efsta sæti um allan heim en með því lagi náði Jessie J fótfestu í Bandaríkjunum. Með nýjasta smellinum sínum, Bang Bang, þar sem hún fær Ariana Grande og Nicky Minaj með sér, er hún virkilega búin að stimpla sig inn sem ofurstjörnu. „Hlutur kvenna hefur ekki verið mikill í erlendu tónleikahaldi hér á landi undanfarin misseri og því finnst mér það líka sérlega frábært að fá hana til landsins. Hún er líka frábær karakter og rakaði meira að segja af sér hárið fyrir nokkrum árum til að styrkja gott málefni,“ segir Guðbjartur. Margir sáu hana árið 2012 í sjónvarpinu á lokaathöfn Ólympíuleikana í London, þar sem hún söng We Will Rock You með hljómsveitinni Queen. Hún hefur einnig verið þjálfari og leiðbeinandi í The Voice í Bretlandi og Ástralíu. Ólíkt mörgum öðrum stjörnum í tónlistarheiminum þá semur hún flest af sínum lögum sjálf en áður en hún hóf söngferil sinn vann hún við að semja lög fyrir aðra. Hún hefur meðal annars samið lög og texta fyrir Miley Cyrus, Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri.Ólíkt mörgum öðrum stjörnum í tónlistarheiminum þá semur Jessie J flest af sínum lögum sjálf.nordicphotos/gettyLítið hefur verið um tónleika hér á landi með erlendum poppstjörnum. „Þessi tegund tónlistar hefur verið skilin svolítið út undan í tónleikahaldi hér á landi,“ bætir Guðbjartur við. Jessie J er á tónleikaferð um heiminn að kynna sína þriðju breiðskífu. Hún verður með hljómsveit með sér skipaða topphljóðfæraleikurum og bakröddum. „Þetta er alveg tuttugu manna hópur sem kemur með henni,“ segir Guðbjartur. Ekki liggur fyrir hvaða hljómsveit eða listamaður sér um upphitun á tónleikunum að svo stöddu. Miðasala hefst þriðjudaginn 28. júlí á midi.is klukkan 10.00. Einnig verður hægt að fá miða í verslunum Brim Laugavegi og Kringlunni.Ýmislegt skemmtilegt um Jessie J Jessie J er 27 ára gömul tónlistarkona, fædd og uppalin í London. Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur; Who You Are árið 2011, Alive árið 2013 og Sweet Talker árið 2014. Hún hefur selt yfir þrjár milljónir platna og yfir tuttugu milljónir smáskífulaga um heim allan. Fyrsta plata Jessie J naut strax mikilla vinsælda um heim allan, náði fyrsta sæti víða og hefur náð platínusölu í yfir 15 löndum. Hennar vinsælustu lög eru Price Tag, Domino, Bang Bang og Who You Are, svo nokkur séu nefnd.Hún hefur unnið fjölda verðlauna og má þar nefna Critic‘s Choice-verðlaunin á Brit Awards árið 2011, iHeartRadio-tónlistarverðlaunin fyrir besta samstarfið með Ariana Grande og Nicki Minaj í laginu Bang Bang og fjölda verðlauna frá MTV. Þá var hún tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár fyrir samstarf sitt með Ariana Grande og Nicki Minaj í laginu Bang Bang. Lagið Bang Bang er með tæpar 400 milljónir áhorfa á Youtube. Price Tag er með nærri því hálfan milljarð áhorfa og Domino með rétt tæplega 200 milljón áhorf. Jessie J hefur samið fyrir Miley Cyrus, Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri.
Tónlist Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira