Frúin í Hamborg og hamingja framsóknarmanna Sif Sigmarsdóttir skrifar 31. júlí 2015 07:00 Það besta í veröldinni er ókeypis, það næstbesta er fokdýrt. Svo sagði Coco Chanel. Sumir segja að peningar kaupi manni ekki hamingju. En þeir gera það upp að vissu marki. Rannsóknir sýna það. Forrest Gump sagði að lífið væri eins og konfektkassi. Ég er þeirrar skoðunar að sé lífinu líkt við matvæli sé snertiflötinn að finna á síðari stigum málsins. Lífið er eins og stíflað klósett. Ástæðu þess að glasið hjá mér er hálftómt – eða klósettskálin að flæða yfir – kann að vera að finna í þeirri staðreynd að ég kann ekki á peninga. Ég fattaði það ekki fyrr en um síðustu helgi. Ég hélt að ég kynni á þá. Ég hélt að með peningum keypti maður hluti. Ég hélt að með peningum uppfyllti maður tilgang lífsins: að sanka að sér dóti til að geyma inni í skáp. Þegar skáparnir væru orðnir fullir geispaði maður golunni. Var það ekki þess vegna sem allir vildu mikið skápapláss? En nei. Peningar eru svo miklu meira. Sá sem varð til þess að ég sá villu míns vegar var fjölmiðlamógúllinn Björn Ingi Hrafnsson. Hann keypti sér útgáfufélag um síðastliðna helgi. Umrætt útgáfufélag hafði verið dálítið óstýrilátt. Það böggaði ríkisstjórnina reglulega. Agnúaðist annað slagið út í Framsóknarflokkinn. En Björn Ingi vissi sem var, máttur peninga felst ekki aðeins í því að gera fólki kleift að eignast hluti. Með peningum er líka hægt að láta hluti hverfa. Með peningum má losa sig við hluti sem fara í taugarnar á manni. Björn Ingi straujaði kortið og BAMM: Framsóknarmenn um land allt fundu hamingjuna á ný. Verslunarmannahelgin gengur nú í garð. Leikurinn „Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?“ verður vafalaust leikinn í hinum fjölmörgu umferðarstíflum sem þjaka munu ferðalanga. En hvernig væri að flikka upp á þennan útjaskaða leik? Spila hann í anda Björns Inga og veifa seðlunum af uppátækjasemi. Leikurinn gæti fengið heitið: „Hvað ætlarðu að láta hverfa með peningunum sem Framsóknarflokkurinn gaf þér í gær?“ Þetta er innkaupalistinn minn:Runkeeper: Hvað kemur það mér við að þú hafir ekkert betra við tíma þinn að gera en að hlaupa maraþon? Hvað með friðhelgi sófakartöflunnar? Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Veit fólk ekki hvernig fór fyrir Pheidippidesi? Ekki ætlast til að ég standi upp af sófanum mínum og mæti í jarðarförina þína þegar þú færð hjartaáfall og deyrð löngu áður en skáparnir þínir eru orðnir fullir af drasli.Hippsteraskeggið: Íslensk hjarðhegðun hefur ekki verið jafnloðin síðan lopapeysan gekk í endurnýjun lífdaga.Og talandi um hjarðhegðun: Vinsældavagninn. Það eru allir komnir um borð. Jesús er orðinn drusla, Bubbi er orðinn Pírati… Hvað verður það næst? Brynjar Níelsson gerist femínisti.Sjálfshjálparbækur um núvitund: Ég myndi kaupa þær, brenna þær og dansa kringum bálköstinn án þess að njóta andartaksins. Krafan um núvitund er orðin svo hávær og andartakið sem ætlast er til að við njótum svo óendanlega lítið að allt stefnir í að það falli senn saman undan eigin massa svo úr verður risastórt svarthol í miðju háglansa-eldhúsinu í Garðabænum sem sogar í sig allar iittala-skálarnar og Royal Copenhagen-stellið uns ekkert er eftir annað en fortíð og framtíð.Það eina sem er verra… …en sjálfshjálparbækur eru sjálfshjálparráð á Facebook. Einn Facebook-vina minna deildi með mér eftirfarandi ráði í vikunni: „Ef eitthvað er ekki eins og það á að vera, lagaðu það. En æfðu þig í að hafa ekki áhyggjur, áhyggjur laga ekki neitt.“ Þetta væri kannski ágætis ábending um hvernig skal höndla lífshamingju ef hún kæmi ekki frá Ernest Hemingway, drykkfelldum og skapþungum rithöfundi sem var fjórum konum lélegur eiginmaður og skaut sig að endingu í hausinn.Auglýsingastofur: „Hún áorkaði því sem allar góðar auglýsingar áorka; að framkalla í brjóstinu kvíða sem aðeins verður lægður með kaupum.“ Þannig fangaði rithöfundurinn David Foster Wallace heitinn kjarna auglýsingabransans. Ef það væru ekki til auglýsingastofur væru ekki til auglýsingar. Ef það væru ekki til auglýsingar þyrftum við ekki sjálfshjálparbækur. Eða næstum því.Og síðast en ekki síst: Hvað myndi ég láta hverfa með peningunum sem Framsóknarflokkurinn gaf mér í gær? Björn Inga Hrafnsson. Því ef Björn Ingi Hrafnsson heldur áfram að kaupa og gelda alla fjölmiðla sem voga sér að reka við í átt að Framsóknarflokknum verður ekkert bitastætt lesefni eftir til að slóra yfir í vinnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Það besta í veröldinni er ókeypis, það næstbesta er fokdýrt. Svo sagði Coco Chanel. Sumir segja að peningar kaupi manni ekki hamingju. En þeir gera það upp að vissu marki. Rannsóknir sýna það. Forrest Gump sagði að lífið væri eins og konfektkassi. Ég er þeirrar skoðunar að sé lífinu líkt við matvæli sé snertiflötinn að finna á síðari stigum málsins. Lífið er eins og stíflað klósett. Ástæðu þess að glasið hjá mér er hálftómt – eða klósettskálin að flæða yfir – kann að vera að finna í þeirri staðreynd að ég kann ekki á peninga. Ég fattaði það ekki fyrr en um síðustu helgi. Ég hélt að ég kynni á þá. Ég hélt að með peningum keypti maður hluti. Ég hélt að með peningum uppfyllti maður tilgang lífsins: að sanka að sér dóti til að geyma inni í skáp. Þegar skáparnir væru orðnir fullir geispaði maður golunni. Var það ekki þess vegna sem allir vildu mikið skápapláss? En nei. Peningar eru svo miklu meira. Sá sem varð til þess að ég sá villu míns vegar var fjölmiðlamógúllinn Björn Ingi Hrafnsson. Hann keypti sér útgáfufélag um síðastliðna helgi. Umrætt útgáfufélag hafði verið dálítið óstýrilátt. Það böggaði ríkisstjórnina reglulega. Agnúaðist annað slagið út í Framsóknarflokkinn. En Björn Ingi vissi sem var, máttur peninga felst ekki aðeins í því að gera fólki kleift að eignast hluti. Með peningum er líka hægt að láta hluti hverfa. Með peningum má losa sig við hluti sem fara í taugarnar á manni. Björn Ingi straujaði kortið og BAMM: Framsóknarmenn um land allt fundu hamingjuna á ný. Verslunarmannahelgin gengur nú í garð. Leikurinn „Hvað gerðirðu við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér í gær?“ verður vafalaust leikinn í hinum fjölmörgu umferðarstíflum sem þjaka munu ferðalanga. En hvernig væri að flikka upp á þennan útjaskaða leik? Spila hann í anda Björns Inga og veifa seðlunum af uppátækjasemi. Leikurinn gæti fengið heitið: „Hvað ætlarðu að láta hverfa með peningunum sem Framsóknarflokkurinn gaf þér í gær?“ Þetta er innkaupalistinn minn:Runkeeper: Hvað kemur það mér við að þú hafir ekkert betra við tíma þinn að gera en að hlaupa maraþon? Hvað með friðhelgi sófakartöflunnar? Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Veit fólk ekki hvernig fór fyrir Pheidippidesi? Ekki ætlast til að ég standi upp af sófanum mínum og mæti í jarðarförina þína þegar þú færð hjartaáfall og deyrð löngu áður en skáparnir þínir eru orðnir fullir af drasli.Hippsteraskeggið: Íslensk hjarðhegðun hefur ekki verið jafnloðin síðan lopapeysan gekk í endurnýjun lífdaga.Og talandi um hjarðhegðun: Vinsældavagninn. Það eru allir komnir um borð. Jesús er orðinn drusla, Bubbi er orðinn Pírati… Hvað verður það næst? Brynjar Níelsson gerist femínisti.Sjálfshjálparbækur um núvitund: Ég myndi kaupa þær, brenna þær og dansa kringum bálköstinn án þess að njóta andartaksins. Krafan um núvitund er orðin svo hávær og andartakið sem ætlast er til að við njótum svo óendanlega lítið að allt stefnir í að það falli senn saman undan eigin massa svo úr verður risastórt svarthol í miðju háglansa-eldhúsinu í Garðabænum sem sogar í sig allar iittala-skálarnar og Royal Copenhagen-stellið uns ekkert er eftir annað en fortíð og framtíð.Það eina sem er verra… …en sjálfshjálparbækur eru sjálfshjálparráð á Facebook. Einn Facebook-vina minna deildi með mér eftirfarandi ráði í vikunni: „Ef eitthvað er ekki eins og það á að vera, lagaðu það. En æfðu þig í að hafa ekki áhyggjur, áhyggjur laga ekki neitt.“ Þetta væri kannski ágætis ábending um hvernig skal höndla lífshamingju ef hún kæmi ekki frá Ernest Hemingway, drykkfelldum og skapþungum rithöfundi sem var fjórum konum lélegur eiginmaður og skaut sig að endingu í hausinn.Auglýsingastofur: „Hún áorkaði því sem allar góðar auglýsingar áorka; að framkalla í brjóstinu kvíða sem aðeins verður lægður með kaupum.“ Þannig fangaði rithöfundurinn David Foster Wallace heitinn kjarna auglýsingabransans. Ef það væru ekki til auglýsingastofur væru ekki til auglýsingar. Ef það væru ekki til auglýsingar þyrftum við ekki sjálfshjálparbækur. Eða næstum því.Og síðast en ekki síst: Hvað myndi ég láta hverfa með peningunum sem Framsóknarflokkurinn gaf mér í gær? Björn Inga Hrafnsson. Því ef Björn Ingi Hrafnsson heldur áfram að kaupa og gelda alla fjölmiðla sem voga sér að reka við í átt að Framsóknarflokknum verður ekkert bitastætt lesefni eftir til að slóra yfir í vinnunni.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun