Forbes fjallar ítarlega um Galvan Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 09:30 Sóla flýgur á milli heimsálfa í vinnunni en það hefur gengið vel hingað til. mynd/aðsend Í byrjun mánaðarins birtist grein á vefsíðu Forbes um breska merkið Galvan sem segir það vera á góðri leið með að verða eitt stærsta merkið í gala-fatnaði. Sóla Káradóttir er listrænn stjórnandi merkisins en það var stofnað fyrir aðeins einu og hálfu ári og hefur vaxið á miklum hraða síðan þá. Í dag eru aðeins fjórir starfsmenn en Sóla segir að fyrirtækið þurfi bráðum að stækka við sig. Stjörnur á borð við Siennu Miller, Jennifer Lawrence, Elizabeth Olsen og Rihönnu hafa klæðst kjólum frá Galvan. „Ég flýg mikið á milli London og Los Angeles vegna vinnunnar. Úti í LA er ég aðallega að vinna að „celebrity dressing“ en skrifstofan okkar er í London. Við erum hver á sínum staðnum og erum mikið að vinna í gegnum Skype. Það hefur gengið mjög vel hingað til og það sem við græðum mest á því eru sambönd um allan heim sem við getum nýtt okkur,“ segir Sóla.Jennifer Lawrence klæddist þessum fallega kjól í eftirpartíi eftir Met Gala.GettyÍ grein Forbes segir að Galvan fylli upp í ákveðið gat í markaðnum þar sem konur geta keypt sér mínímalíska kjóla sem eru í góðum gæðum og eru ekki á sama verðbili og öll lúxusmerkin þar sem kjólarnir eru yfirleitt of mikið skreyttir og kosta annan handlegginn. „Okkur hefur gengið vel að koma þessu inn í búðir og margir segja að þetta sé akkúrat það sem þeir hafa verið að leita að.“ Þær ætla að halda lengur áfram að einblína á þá stefnu sem þær hafa markað sér en eru opnar fyrir að bæta við vörulínum í framtíðinni þegar merkið er búið að skjóta almennilegum rótum á tískumarkaðnum. Þessa dagana er Sóla stödd á Íslandi en fer fljótt út aftur þar sem tískumánuðurinn nálgast óðfluga en þá verður keyrsla allan september. „Við höfum aðallega verið að koma þessu sjálfar inn í búðir og ekki verið með mikið af sýningum. Við erum kannski fáar í fyrirtækinu en við erum mjög „hands on“. Ásamt því að tískuvikurnar eru að byrja þá erum við líka komnar langt á leið með sumarlínuna fyrir næsta ár og erum byrjaðar að vinna í haustlínunni fyrir 2016.“Sienna Miller Leikkonan hefur klæðst tveimur flíkum frá Galvan.Margar stórar stjörnur hafa klæðst Galvan en Rihanna sem er ein frægasta söngkonan um þessar myndir fór sjálf í Opening Ceremony-verslun og keypti þar tvo kjóla. „Hún klæddist öðrum kjólnum í afmælinu sínu og svo hinum í fyrirpartíi fyrir Grammy-verðlaunin. Það gerði mikið fyrir vörumerkið okkar enda skiptir máli að fá góða ímynd. Sienna Miller hefur líka klæðst tveimur flíkum frá okkur og hún hefur áhuga á að fá okkur til þess að hanna fyrir sig.“ Breska Vogue fjallaði einnig um Galvan á dögunum hér. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fyrsta fatalína vekur heimsathygli Sólveig Káradóttir er gift inn í frægustu tónlistarfjölskyldu í heimi og reynir nú fyrir sér á nýjum sviðum. 31. maí 2014 09:00 Í samfesting eftir Sólveigu á Wimbledon Sienna Miller stal senunni í hvítum samfesting frá Galvan London 13. júlí 2015 09:53 Sólveig Kára í viðtali við Vogue Stelpurnar á bakvið tískumerkið Galvan ræddu velgengni þess 1. júlí 2015 15:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Í byrjun mánaðarins birtist grein á vefsíðu Forbes um breska merkið Galvan sem segir það vera á góðri leið með að verða eitt stærsta merkið í gala-fatnaði. Sóla Káradóttir er listrænn stjórnandi merkisins en það var stofnað fyrir aðeins einu og hálfu ári og hefur vaxið á miklum hraða síðan þá. Í dag eru aðeins fjórir starfsmenn en Sóla segir að fyrirtækið þurfi bráðum að stækka við sig. Stjörnur á borð við Siennu Miller, Jennifer Lawrence, Elizabeth Olsen og Rihönnu hafa klæðst kjólum frá Galvan. „Ég flýg mikið á milli London og Los Angeles vegna vinnunnar. Úti í LA er ég aðallega að vinna að „celebrity dressing“ en skrifstofan okkar er í London. Við erum hver á sínum staðnum og erum mikið að vinna í gegnum Skype. Það hefur gengið mjög vel hingað til og það sem við græðum mest á því eru sambönd um allan heim sem við getum nýtt okkur,“ segir Sóla.Jennifer Lawrence klæddist þessum fallega kjól í eftirpartíi eftir Met Gala.GettyÍ grein Forbes segir að Galvan fylli upp í ákveðið gat í markaðnum þar sem konur geta keypt sér mínímalíska kjóla sem eru í góðum gæðum og eru ekki á sama verðbili og öll lúxusmerkin þar sem kjólarnir eru yfirleitt of mikið skreyttir og kosta annan handlegginn. „Okkur hefur gengið vel að koma þessu inn í búðir og margir segja að þetta sé akkúrat það sem þeir hafa verið að leita að.“ Þær ætla að halda lengur áfram að einblína á þá stefnu sem þær hafa markað sér en eru opnar fyrir að bæta við vörulínum í framtíðinni þegar merkið er búið að skjóta almennilegum rótum á tískumarkaðnum. Þessa dagana er Sóla stödd á Íslandi en fer fljótt út aftur þar sem tískumánuðurinn nálgast óðfluga en þá verður keyrsla allan september. „Við höfum aðallega verið að koma þessu sjálfar inn í búðir og ekki verið með mikið af sýningum. Við erum kannski fáar í fyrirtækinu en við erum mjög „hands on“. Ásamt því að tískuvikurnar eru að byrja þá erum við líka komnar langt á leið með sumarlínuna fyrir næsta ár og erum byrjaðar að vinna í haustlínunni fyrir 2016.“Sienna Miller Leikkonan hefur klæðst tveimur flíkum frá Galvan.Margar stórar stjörnur hafa klæðst Galvan en Rihanna sem er ein frægasta söngkonan um þessar myndir fór sjálf í Opening Ceremony-verslun og keypti þar tvo kjóla. „Hún klæddist öðrum kjólnum í afmælinu sínu og svo hinum í fyrirpartíi fyrir Grammy-verðlaunin. Það gerði mikið fyrir vörumerkið okkar enda skiptir máli að fá góða ímynd. Sienna Miller hefur líka klæðst tveimur flíkum frá okkur og hún hefur áhuga á að fá okkur til þess að hanna fyrir sig.“ Breska Vogue fjallaði einnig um Galvan á dögunum hér.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Fyrsta fatalína vekur heimsathygli Sólveig Káradóttir er gift inn í frægustu tónlistarfjölskyldu í heimi og reynir nú fyrir sér á nýjum sviðum. 31. maí 2014 09:00 Í samfesting eftir Sólveigu á Wimbledon Sienna Miller stal senunni í hvítum samfesting frá Galvan London 13. júlí 2015 09:53 Sólveig Kára í viðtali við Vogue Stelpurnar á bakvið tískumerkið Galvan ræddu velgengni þess 1. júlí 2015 15:00 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Fyrsta fatalína vekur heimsathygli Sólveig Káradóttir er gift inn í frægustu tónlistarfjölskyldu í heimi og reynir nú fyrir sér á nýjum sviðum. 31. maí 2014 09:00
Í samfesting eftir Sólveigu á Wimbledon Sienna Miller stal senunni í hvítum samfesting frá Galvan London 13. júlí 2015 09:53
Sólveig Kára í viðtali við Vogue Stelpurnar á bakvið tískumerkið Galvan ræddu velgengni þess 1. júlí 2015 15:00