Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. janúar 2016 16:07 Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. vísir/gva Samninganefnd ISAL segir tilboð sem starfsmönnum álversins í Straumsvík hefur verið boðið hærra en fjárhagslegur veruleiki réttlæti að fyrirtækið bjóði, í ljósi hríðlækkandi álverðs á mörkuðum. Kjaradeilan hafi þegar valdið álverinu töluverðu tjóni, stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu og valdið óvissu meðal starfsmanna.Tilboðinu ekki tekið og því fallið frá auknum kjarabótum Í tilkynningu frá samninganefnd ISAL segir að fyrirtækið hafi talið rétt að tímasetja tilboðið til áramóta. Gildistíminn hafi síðan verið framlengdur til 6. janúar, en upp úr viðræðunum slitnaði á fimmta tímanum í morgun. „Jafnframt var því lýst yfir að yrði tilboðinu ekki tekið myndi ISAL falla frá því að bjóða meiri kjarabætur en hópar á sambærilegum launum sömdu um á almennum vinnumarkaði. Myndi nýtt tilboð endurspegla betur þann fjárhagslega veruleika sem ISAL stendur frammi fyrir,“ segir í tilkynningunni. Tilefni þess sem tilkynningin er send út er meðal annars orð Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra- og málmtæknimanna, sem sagði í samtali við Vísi í morgun að stærsti vandi starfsmanna sé sá að verið sé að semja við alþjóðlegan auðhring sem ekki sé tengdur við íslenskan raunveruleika. Ekki sé um hefðbundar samningaviðræður við íslenska stjórnendur eða Samtök atvinnulífsins að ræða. Samninganefndin segir öfugt farið.Verkalýðsfélögin ekki reiðubúin að ræða efnislegt orðaval verktöku „Fyrirtækið fer fram á að nálgast þau skilyrði sem almennt gilda á íslenskum vinnumarkaði. Deilan strandar á því að fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika.“ Deilurnar hafa fyrst og fremst snúist um kröfu stjórnenda álversins sem fara fram á aukna heimild til verktöku, en sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningum þeirra frá 1972 sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Samninganefndin segir ISAL ekki sitja við sama borð og önnur fyrirtæki í þeim efnum. Þessar áratugagömlu sérreglur eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi – en að ISAL hafi ekki farið fram á að fella sérreglurnar úr gildi, heldur einungis að þær verði rýmkaðar. „Þótt viðræður hafi staðið í rúmt ár var það ekki fyrr en í gær samninganefnd verkalýðsfélaganna var reiðubúin að ræða efnislega orðalag verktakaákvæðisins.“24 prósenta launahækkun Þá segir jafnframt að báðir aðilar hafi gefið nokkuð eftir á samningafundinum en að á endanum hafi það ekki dugað til. Málið hafi strandað á kröfu verkalýðsfélaganna um að verktakar og þjónustufyrirtæki verði áfram látin greiða laun samkvæmt kjarasamningi ISAL þegar unnið sé í Straumsvík. Slíkt fyrirkomulag sé ekki venja á íslenskum vinnumarkaði. Í tilkynningunni segir að í tilboðinu hafi verið fallist á þrjú stór mál sem ljóst hafi verið, frá fundum stjórnenda með starfsfólki fyrr í vetur, að mikil áhærasla yrði lögð á að ná fram. Það er að fylgt verði mögulegri endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Eingreiðsla til starfsmanna þrátt fyrir að gripið hafi verið til yfirvinnubanns og skýrara orðalag um breytingar á verktakayfirlýsingu. Boðin var allt að 24 prósenta launahækkun á næstu þremur árum og allt að 8 prósent til viðbótar í bónusum. Þá var fallist á að fylgja endurskoðun samninga á almennum vinnumarkaði, að því er segir í tilkynningunni. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Tæpir tveir milljarðar frá Straumsvík til móðurfélagsins á síðasta ári Taprekstur hefur verið á álverinu undanfarið, þó með undantekningu á síðasta ári, en greiðslurnar eru ekki nýjar af nálinni. 9. desember 2015 09:30 Slitnaði upp úr álversdeilunni í nótt Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að verið sé að semja við alþjóðlegan auðhring sem ekki sé tengdur við íslenskan raunveruleika. 7. janúar 2016 10:42 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Þrír á gjörgæslu eftir áreksturinn í Straumsvík Slysið varð þegar tveir bílar rákust saman eftir að hafa komið úr gagnstæðri átt og annar farið yfir á hinn vegarhelminginn. 8. desember 2015 15:25 Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24 Milljarða kostnaðargreiðslur frá álverunum til móðurfélaganna Samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaga sinna á síðasta ári en tvö álver standa undir stærstum hluta kostnaðarins. 17. desember 2015 09:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samninganefnd ISAL segir tilboð sem starfsmönnum álversins í Straumsvík hefur verið boðið hærra en fjárhagslegur veruleiki réttlæti að fyrirtækið bjóði, í ljósi hríðlækkandi álverðs á mörkuðum. Kjaradeilan hafi þegar valdið álverinu töluverðu tjóni, stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu og valdið óvissu meðal starfsmanna.Tilboðinu ekki tekið og því fallið frá auknum kjarabótum Í tilkynningu frá samninganefnd ISAL segir að fyrirtækið hafi talið rétt að tímasetja tilboðið til áramóta. Gildistíminn hafi síðan verið framlengdur til 6. janúar, en upp úr viðræðunum slitnaði á fimmta tímanum í morgun. „Jafnframt var því lýst yfir að yrði tilboðinu ekki tekið myndi ISAL falla frá því að bjóða meiri kjarabætur en hópar á sambærilegum launum sömdu um á almennum vinnumarkaði. Myndi nýtt tilboð endurspegla betur þann fjárhagslega veruleika sem ISAL stendur frammi fyrir,“ segir í tilkynningunni. Tilefni þess sem tilkynningin er send út er meðal annars orð Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra- og málmtæknimanna, sem sagði í samtali við Vísi í morgun að stærsti vandi starfsmanna sé sá að verið sé að semja við alþjóðlegan auðhring sem ekki sé tengdur við íslenskan raunveruleika. Ekki sé um hefðbundar samningaviðræður við íslenska stjórnendur eða Samtök atvinnulífsins að ræða. Samninganefndin segir öfugt farið.Verkalýðsfélögin ekki reiðubúin að ræða efnislegt orðaval verktöku „Fyrirtækið fer fram á að nálgast þau skilyrði sem almennt gilda á íslenskum vinnumarkaði. Deilan strandar á því að fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika.“ Deilurnar hafa fyrst og fremst snúist um kröfu stjórnenda álversins sem fara fram á aukna heimild til verktöku, en sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningum þeirra frá 1972 sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Samninganefndin segir ISAL ekki sitja við sama borð og önnur fyrirtæki í þeim efnum. Þessar áratugagömlu sérreglur eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi – en að ISAL hafi ekki farið fram á að fella sérreglurnar úr gildi, heldur einungis að þær verði rýmkaðar. „Þótt viðræður hafi staðið í rúmt ár var það ekki fyrr en í gær samninganefnd verkalýðsfélaganna var reiðubúin að ræða efnislega orðalag verktakaákvæðisins.“24 prósenta launahækkun Þá segir jafnframt að báðir aðilar hafi gefið nokkuð eftir á samningafundinum en að á endanum hafi það ekki dugað til. Málið hafi strandað á kröfu verkalýðsfélaganna um að verktakar og þjónustufyrirtæki verði áfram látin greiða laun samkvæmt kjarasamningi ISAL þegar unnið sé í Straumsvík. Slíkt fyrirkomulag sé ekki venja á íslenskum vinnumarkaði. Í tilkynningunni segir að í tilboðinu hafi verið fallist á þrjú stór mál sem ljóst hafi verið, frá fundum stjórnenda með starfsfólki fyrr í vetur, að mikil áhærasla yrði lögð á að ná fram. Það er að fylgt verði mögulegri endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Eingreiðsla til starfsmanna þrátt fyrir að gripið hafi verið til yfirvinnubanns og skýrara orðalag um breytingar á verktakayfirlýsingu. Boðin var allt að 24 prósenta launahækkun á næstu þremur árum og allt að 8 prósent til viðbótar í bónusum. Þá var fallist á að fylgja endurskoðun samninga á almennum vinnumarkaði, að því er segir í tilkynningunni.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Tæpir tveir milljarðar frá Straumsvík til móðurfélagsins á síðasta ári Taprekstur hefur verið á álverinu undanfarið, þó með undantekningu á síðasta ári, en greiðslurnar eru ekki nýjar af nálinni. 9. desember 2015 09:30 Slitnaði upp úr álversdeilunni í nótt Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að verið sé að semja við alþjóðlegan auðhring sem ekki sé tengdur við íslenskan raunveruleika. 7. janúar 2016 10:42 „Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09 Þrír á gjörgæslu eftir áreksturinn í Straumsvík Slysið varð þegar tveir bílar rákust saman eftir að hafa komið úr gagnstæðri átt og annar farið yfir á hinn vegarhelminginn. 8. desember 2015 15:25 Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24 Milljarða kostnaðargreiðslur frá álverunum til móðurfélaganna Samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaga sinna á síðasta ári en tvö álver standa undir stærstum hluta kostnaðarins. 17. desember 2015 09:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tæpir tveir milljarðar frá Straumsvík til móðurfélagsins á síðasta ári Taprekstur hefur verið á álverinu undanfarið, þó með undantekningu á síðasta ári, en greiðslurnar eru ekki nýjar af nálinni. 9. desember 2015 09:30
Slitnaði upp úr álversdeilunni í nótt Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að verið sé að semja við alþjóðlegan auðhring sem ekki sé tengdur við íslenskan raunveruleika. 7. janúar 2016 10:42
„Vægast sagt sérstök staða og ekki trúverðug“ Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík telur líklegt að stjórnendur hyggist loka álverinu. 2. desember 2015 10:09
Þrír á gjörgæslu eftir áreksturinn í Straumsvík Slysið varð þegar tveir bílar rákust saman eftir að hafa komið úr gagnstæðri átt og annar farið yfir á hinn vegarhelminginn. 8. desember 2015 15:25
Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24
Milljarða kostnaðargreiðslur frá álverunum til móðurfélaganna Samtals greiddu álverin um 3,6 milljarða króna til móðurfélaga sinna á síðasta ári en tvö álver standa undir stærstum hluta kostnaðarins. 17. desember 2015 09:00