Lögreglumaðurinn ekki fengið að svara fyrir alvarlegu ásakanirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2016 14:22 Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudaginn, 8. janúar, en þá mun hann hafa verið í einangrun í tíu daga. Vísir/GVA Fíkniefnalögreglumaðurinn sem situr í einangrun á Litla-Hrauni grunaður um alvarleg brot í starfi hefur ekki fengið að svara fyrir þær ásakanir sem bornar eru á hendur honum. Þetta segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins, við Vísi en lögreglumaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því 29. desember. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudaginn, 8. janúar, en þá mun hann hafa verið í einangrun í tíu daga. Afar fátítt er að lögreglumenn eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og mun það ekki hafa gerst í fleiri áratugi. Ríkissaksóknari fer með rannsókn málsins og nýtur liðsinnis lögreglu, þó ekki starfsmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumaðurinn starfar. Lögreglumaðurinn hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni frá því 29. desember og verður til föstudags.vísir/e.ól. Tvær skýrslur teknar af manninum Ómar Örn upplýsir ekki hvað umbjóðanda hans sé gefið að sök í málinu. Hann segir skjólstæðing sinn ekki fengið að svara fyrir sakarefnið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. „Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar. Frumskýrsla hafi verið tekin af lögreglumanninum daginn sem hann fór í gæsluvarðhald og svo hafi verið önnur skýrslutaka á laugardaginn. Ómar Örn Bjarnþórsson hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu en ekki fengið. Fær ekki gögn hjá lögreglu Ómar Örn fær ekki gögn málsins afhent frá lögreglu og hefur af þeim sökum kallað eftir þeim hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Telja má ólíklegt að gögnin fáist afhent enda verst lögregla allra frétta af málinu. Það birtist bæði í þeirri staðreynd að hvorki ríkissaksóknari né yfirmenn lögreglu hafa tjáð sig um málið og ekki síður í þeirri staðreynd að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum hefur ekki verið birtur á heimasíðu Hæstaréttar. Allajafna eru gæsluvarðhaldsúrskurðir birtir á heimasíðu Hæstaréttar en þó er undantekning gerð á því ef sýnt þykir fram á að það geti spillt rannsókn málsins. Um er að ræða reynslumikinn lögreglumann úr fíkniefnadeildinni og kom það samstarfsmönnum hans innan lögreglu, núverandi og fyrrverandi, í opna skjöldu þegar tíðindi bárust af varðhaldi yfir honum í fjölmiðlum í gær. Hann er á fimmtugsaldri og er lýst sem heiðarlegum og faglegum í starfi. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
Fíkniefnalögreglumaðurinn sem situr í einangrun á Litla-Hrauni grunaður um alvarleg brot í starfi hefur ekki fengið að svara fyrir þær ásakanir sem bornar eru á hendur honum. Þetta segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður mannsins, við Vísi en lögreglumaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá því 29. desember. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudaginn, 8. janúar, en þá mun hann hafa verið í einangrun í tíu daga. Afar fátítt er að lögreglumenn eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og mun það ekki hafa gerst í fleiri áratugi. Ríkissaksóknari fer með rannsókn málsins og nýtur liðsinnis lögreglu, þó ekki starfsmanna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lögreglumaðurinn starfar. Lögreglumaðurinn hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni frá því 29. desember og verður til föstudags.vísir/e.ól. Tvær skýrslur teknar af manninum Ómar Örn upplýsir ekki hvað umbjóðanda hans sé gefið að sök í málinu. Hann segir skjólstæðing sinn ekki fengið að svara fyrir sakarefnið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. „Ég hef óskað eftir því að sakarefnið verði borið undir hann svo að það sé hægt að leysa þetta mál,“ segir Ómar. Frumskýrsla hafi verið tekin af lögreglumanninum daginn sem hann fór í gæsluvarðhald og svo hafi verið önnur skýrslutaka á laugardaginn. Ómar Örn Bjarnþórsson hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu en ekki fengið. Fær ekki gögn hjá lögreglu Ómar Örn fær ekki gögn málsins afhent frá lögreglu og hefur af þeim sökum kallað eftir þeim hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Telja má ólíklegt að gögnin fáist afhent enda verst lögregla allra frétta af málinu. Það birtist bæði í þeirri staðreynd að hvorki ríkissaksóknari né yfirmenn lögreglu hafa tjáð sig um málið og ekki síður í þeirri staðreynd að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum hefur ekki verið birtur á heimasíðu Hæstaréttar. Allajafna eru gæsluvarðhaldsúrskurðir birtir á heimasíðu Hæstaréttar en þó er undantekning gerð á því ef sýnt þykir fram á að það geti spillt rannsókn málsins. Um er að ræða reynslumikinn lögreglumann úr fíkniefnadeildinni og kom það samstarfsmönnum hans innan lögreglu, núverandi og fyrrverandi, í opna skjöldu þegar tíðindi bárust af varðhaldi yfir honum í fjölmiðlum í gær. Hann er á fimmtugsaldri og er lýst sem heiðarlegum og faglegum í starfi.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Sjá meira
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30
Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn vilji óháð eftirlit. 6. janúar 2016 12:00