Breytinga að vænta hjá Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 5. janúar 2016 22:57 Breytingarnar eru sagðar ganga undir nafninu: Beyond 140. Vísir/Getty Útlit er fyrir að tístin muni lengjast nokkuð á næstu mánuðum. Fregnir hafa borist af því í dag að Twitter vinni nú að því að gera notendum kleift að birta færslur sem verði allt að tíu þúsund stafir að lengd. Hingað til hefur takmarkið verið bundið við 140 stafi. Breytingarnar eru sagðar ganga undir nafninu: Beyond 140.Samkvæmt tæknimiðlinum Re/code stendur til að framkvæma breytinguna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs en það hefur þó ekki verið ákveðið fyrir fullt og allt. Samkvæmt fregnunum virkar breytingin á þann veg að notendur sjái eingöngu hina venjulegu 140 stafi, en standi til boða að smella á tístið til að sjá meira. Mun meira.Samkvæmt frétt Forbes hafa fjárfestar lengi farið fram á að breytingar sem þessar, en fyrirtækið hefur um áraraðir átt erfitt með tekjuöflun. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að laða að nægilega marga notendur. Nú eru virkir notendur Twitter um 370 milljónir á mánuði en hlutabréf fyrirtækisins hafa fallið í verði um 40 prósent frá sama tíma í fyrra. Uppfært: 23:10 Jack Dorsey, framkvæmdastjóri Twitter, tísti nú í kvöld mynd af 1.325 stafa texta þar sem hann ýjar að því að breytinga sé að vænta. Hann tjáir sig ekki beint um fréttir dagsins, en gerir öllum ljóst að Twitter verði ekki bundið við 140 stafi að eilífu. Tístið má sjá hér að neðan.pic.twitter.com/bc5RwqPcAX— Jack (@jack) January 5, 2016 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Útlit er fyrir að tístin muni lengjast nokkuð á næstu mánuðum. Fregnir hafa borist af því í dag að Twitter vinni nú að því að gera notendum kleift að birta færslur sem verði allt að tíu þúsund stafir að lengd. Hingað til hefur takmarkið verið bundið við 140 stafi. Breytingarnar eru sagðar ganga undir nafninu: Beyond 140.Samkvæmt tæknimiðlinum Re/code stendur til að framkvæma breytinguna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs en það hefur þó ekki verið ákveðið fyrir fullt og allt. Samkvæmt fregnunum virkar breytingin á þann veg að notendur sjái eingöngu hina venjulegu 140 stafi, en standi til boða að smella á tístið til að sjá meira. Mun meira.Samkvæmt frétt Forbes hafa fjárfestar lengi farið fram á að breytingar sem þessar, en fyrirtækið hefur um áraraðir átt erfitt með tekjuöflun. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að laða að nægilega marga notendur. Nú eru virkir notendur Twitter um 370 milljónir á mánuði en hlutabréf fyrirtækisins hafa fallið í verði um 40 prósent frá sama tíma í fyrra. Uppfært: 23:10 Jack Dorsey, framkvæmdastjóri Twitter, tísti nú í kvöld mynd af 1.325 stafa texta þar sem hann ýjar að því að breytinga sé að vænta. Hann tjáir sig ekki beint um fréttir dagsins, en gerir öllum ljóst að Twitter verði ekki bundið við 140 stafi að eilífu. Tístið má sjá hér að neðan.pic.twitter.com/bc5RwqPcAX— Jack (@jack) January 5, 2016
Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira