Sebastian Loeb tekur forystuna í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2016 11:47 Sebastian Loeb á fullri ferð í keppninni í gær. Nífaldur heimsmeistari í rallakstri, Sebastian Loeb byrjar vel í sinni fyrstu keppni í Dakar þolaksturskeppninni því hann vann fyrstu dagleiðina í gær og er nú með 2 mínútna og 23 sekúndna forskot á næsta mann. Loeb var fyrstur í hverri einustu tímatöku keppninnar í gær, en hún spannaði alls 386 kílómetra. Næstur á eftir Loeb er annar liðsmaður Loeb, Stephane Peterhansel, en þeir aka báðir Peugeot bílum. Peterhansel hefur unnið Dakar rallið nokkrum sinnum. Sebastian Loeb var sjálfur steinhissa á því að hann hafi unnið dagleiðina þar sem hann var einn af þeim sem sat fastur um tíma í drullusvaði sem myndast hafði eftir miklar rigningar í Argentínu. Loeb sat fastur í um 2 mínútur, sem sýnir hversu hratt hann hefur ekið er hann ekki sat fastur. Þriðji liðsmaður Peugeot, Carlos Sainz lenti hinvegar í miklum vandræðum og tapaði 10 mínútum á vélarbilun og er þess vegna ekki á meðal 10 fyrstu manna. Nani Roma, sem vann keppnina árið 2014 lenti einnig í vandræðum á Mini bíl sínum í drullunni og tapaði 45 mínútum fastur í henni. Sigurvegarinn í fyrra, Nasser Al-Attiyah er 4 mínútum á eftir Loeb og í 8. sæti en það sprakk á bíl hans í gær. Á þessari niðurstöðu í gær má sjá að Peugeot er mjög sigurstranglegt í keppninni að þessu sinni, en bílar þess eru í fyrst, öðru og sjöunda sæti. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent
Nífaldur heimsmeistari í rallakstri, Sebastian Loeb byrjar vel í sinni fyrstu keppni í Dakar þolaksturskeppninni því hann vann fyrstu dagleiðina í gær og er nú með 2 mínútna og 23 sekúndna forskot á næsta mann. Loeb var fyrstur í hverri einustu tímatöku keppninnar í gær, en hún spannaði alls 386 kílómetra. Næstur á eftir Loeb er annar liðsmaður Loeb, Stephane Peterhansel, en þeir aka báðir Peugeot bílum. Peterhansel hefur unnið Dakar rallið nokkrum sinnum. Sebastian Loeb var sjálfur steinhissa á því að hann hafi unnið dagleiðina þar sem hann var einn af þeim sem sat fastur um tíma í drullusvaði sem myndast hafði eftir miklar rigningar í Argentínu. Loeb sat fastur í um 2 mínútur, sem sýnir hversu hratt hann hefur ekið er hann ekki sat fastur. Þriðji liðsmaður Peugeot, Carlos Sainz lenti hinvegar í miklum vandræðum og tapaði 10 mínútum á vélarbilun og er þess vegna ekki á meðal 10 fyrstu manna. Nani Roma, sem vann keppnina árið 2014 lenti einnig í vandræðum á Mini bíl sínum í drullunni og tapaði 45 mínútum fastur í henni. Sigurvegarinn í fyrra, Nasser Al-Attiyah er 4 mínútum á eftir Loeb og í 8. sæti en það sprakk á bíl hans í gær. Á þessari niðurstöðu í gær má sjá að Peugeot er mjög sigurstranglegt í keppninni að þessu sinni, en bílar þess eru í fyrst, öðru og sjöunda sæti.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent