Björgunarsveitamenn undir miklu álagi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. janúar 2016 07:00 Fjáröflun björgunarsveitanna tekur mikinn tíma af sjálfboðaliðum og með stærri verkefnum sveitanna hefur álag á þá aukist mjög. Fréttablaðið/Vilhelm Ferðamenn eru ekki skyldugir til að kaupa ferðatryggingu á ferðalagi um Ísland. Björgun er alltaf ókeypis, hvort sem um björgunarsveitir eða Landhelgisgæsluna er að ræða. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, segir að víða erlendis sé gerð krafa um ferðatryggingu sem nái yfir allan kostnað ef til björgunar kemur og meginreglan sé að fólk tryggi sig í sínu heimalandi. „Þetta á við um skipulagðar ferðir eins og í þjóðgarða, á fjöll og jafnvel á golfvelli,“ segir Sigurjón. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir umræðuna um tryggingar koma reglulega upp. Hún segir til dæmi um að björgunarsveitir sæki ferðatryggingar erlendra ferðamanna en það sé flókið ferli og ekki gott fyrir sjálfboðaliða að standa í slíku. Hún segir hugmyndina um svæði sem séu aðeins opin gegn tryggingu ekki galna en það sé ekki Landsbjargar að setja mörkin. „Við höfum ekki umboð eða vald til að gera slíkt. Opinberir aðilar þurfa að ákveða allt slíkt.“Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins LandsbjörgÓlöf viðurkennir að björgunarsveitirnar finni mjög fyrir auknum ferðamannastraumi, bæði erlendum og innlendum. Fjöldi sjálfboðaliða er þó ekki meiri og því hafi álag á sjálfboðaliða aukist mikið. „Það er alls staðar aðhald í þjóðfélaginu þannig að við höfum verið að taka að okkur stærri verkefni,“ segir hún. Landsbjörg hefur leitað ýmissa leiða til að mæta auknu álagi. Til dæmis eflt forvarnir og brugðist fyrr við hættu í samstarfi við Vegagerðina, lögreglu og ferðaþjónustu. Ólöf segir björgunarsveitirnar ekki geta sinnt stærri verkefnum endalaust án þess að fá slaka annars staðar á móti. Hún segir til dæmis mikinn tíma sjálfboðaliða fara í fjáröflun. „Það var gerð könnun á vinnustundum sjálfboðaliða. Þar kom í ljós að fyrir hverja klukkustund í útkalli eru tólf vinnustundir hvers sjálfboðaliða, sem fara í fjáröflun, þjálfun, viðhald á tækjum og svo framvegis. Það eru mörg verkin þarna að baki.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Ferðamenn eru ekki skyldugir til að kaupa ferðatryggingu á ferðalagi um Ísland. Björgun er alltaf ókeypis, hvort sem um björgunarsveitir eða Landhelgisgæsluna er að ræða. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, segir að víða erlendis sé gerð krafa um ferðatryggingu sem nái yfir allan kostnað ef til björgunar kemur og meginreglan sé að fólk tryggi sig í sínu heimalandi. „Þetta á við um skipulagðar ferðir eins og í þjóðgarða, á fjöll og jafnvel á golfvelli,“ segir Sigurjón. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir umræðuna um tryggingar koma reglulega upp. Hún segir til dæmi um að björgunarsveitir sæki ferðatryggingar erlendra ferðamanna en það sé flókið ferli og ekki gott fyrir sjálfboðaliða að standa í slíku. Hún segir hugmyndina um svæði sem séu aðeins opin gegn tryggingu ekki galna en það sé ekki Landsbjargar að setja mörkin. „Við höfum ekki umboð eða vald til að gera slíkt. Opinberir aðilar þurfa að ákveða allt slíkt.“Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins LandsbjörgÓlöf viðurkennir að björgunarsveitirnar finni mjög fyrir auknum ferðamannastraumi, bæði erlendum og innlendum. Fjöldi sjálfboðaliða er þó ekki meiri og því hafi álag á sjálfboðaliða aukist mikið. „Það er alls staðar aðhald í þjóðfélaginu þannig að við höfum verið að taka að okkur stærri verkefni,“ segir hún. Landsbjörg hefur leitað ýmissa leiða til að mæta auknu álagi. Til dæmis eflt forvarnir og brugðist fyrr við hættu í samstarfi við Vegagerðina, lögreglu og ferðaþjónustu. Ólöf segir björgunarsveitirnar ekki geta sinnt stærri verkefnum endalaust án þess að fá slaka annars staðar á móti. Hún segir til dæmis mikinn tíma sjálfboðaliða fara í fjáröflun. „Það var gerð könnun á vinnustundum sjálfboðaliða. Þar kom í ljós að fyrir hverja klukkustund í útkalli eru tólf vinnustundir hvers sjálfboðaliða, sem fara í fjáröflun, þjálfun, viðhald á tækjum og svo framvegis. Það eru mörg verkin þarna að baki.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Aldrei fleiri þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni Það sem af er árinu 2015 hefur Landhelgisgæslan sent þyrlur í 214 útköll sem er mesti fjöldi þyrluútkalla á einu ári frá upphafi og nær tvöfalt meira en var að jafnaði fyrir tíu árum. Helmingur fluganna er vegna ferðamanna. 30. desember 2015 07:00