Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. janúar 2016 11:01 Líklegt er að olíuverð muni halda áfram að lækka. vísir/getty Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna. Það er lægsta verð sem fengist hefur fyrir tunnuna frá því árið 2003. Verðið rétti síðar örlítið úr kútnum og stendur nú í rétt rúmum 28 dollurum. Verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær. Aflétting bannsins var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni. Í gær staðfesti Alþjóða kjarnorkumálastofnunin að Íran hefði uppfyllt skilyrðin sem sett voru fyrir afléttingu bannsins. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð eykst um allt að hálfa milljón tunna á dag. Kjósi þeir að selja hluta af olíubirgðum landsins gæti sú tala náð milljón tunnum aukalega sem hefði enn meiri áhrif á olíuverðið. Varabirgðir landsins eru áætlaðar þær fjórðu stærstu í heiminum en sérfræðingar telja að til standi að koma hluta þeirra á markað. Í gegnum tíðina hafa Samtök olíuríkja, OPEC, brugðist við offramboði með því að hægja á framleiðslu en slíkar tillögur hafa verið felldar að undanförnu. Sádi-Arabía hefur mælt einna mest gegn slíkum tillögum. Það er mat sérfræðinga að olíuverð gæti haldið áfram að falla á næstu tveimur árum. Það má rekja til aðstæðna á mörkuðum í Evrópu og Kína en eftirspurn þar hefur minnkað að undanförnu og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Tengdar fréttir Íranar horfa fram á betri tíð Alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Íran hefur að mestu verið aflétt, sem þýðir að efnahagslífið þar gæti tekið kipp á næstunni með bættum hag almennings. Íranar hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins frá síðasta ári. 18. janúar 2016 07:00 Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Hópur mótmælenda kveikti í sendiráði Sádi-Arabíu í Teheran á laugardag vegna aftöku á sjía-klerkinum Sheikh Nimr al-Nimr. Erkiklerkur Írans og æðsti embættismaður segir guðlega refsingu bíða Sáda. Sádi-Arabar hafa slitið stjórnmálatangsl við Íran. 4. janúar 2016 07:00 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Hráolía hríðfellur í verði Verð náði 12 ára lágmarki í dag eftir að olían lækkaði um allt að sjö prósent. 11. janúar 2016 20:53 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna. Það er lægsta verð sem fengist hefur fyrir tunnuna frá því árið 2003. Verðið rétti síðar örlítið úr kútnum og stendur nú í rétt rúmum 28 dollurum. Verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær. Aflétting bannsins var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni. Í gær staðfesti Alþjóða kjarnorkumálastofnunin að Íran hefði uppfyllt skilyrðin sem sett voru fyrir afléttingu bannsins. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð eykst um allt að hálfa milljón tunna á dag. Kjósi þeir að selja hluta af olíubirgðum landsins gæti sú tala náð milljón tunnum aukalega sem hefði enn meiri áhrif á olíuverðið. Varabirgðir landsins eru áætlaðar þær fjórðu stærstu í heiminum en sérfræðingar telja að til standi að koma hluta þeirra á markað. Í gegnum tíðina hafa Samtök olíuríkja, OPEC, brugðist við offramboði með því að hægja á framleiðslu en slíkar tillögur hafa verið felldar að undanförnu. Sádi-Arabía hefur mælt einna mest gegn slíkum tillögum. Það er mat sérfræðinga að olíuverð gæti haldið áfram að falla á næstu tveimur árum. Það má rekja til aðstæðna á mörkuðum í Evrópu og Kína en eftirspurn þar hefur minnkað að undanförnu og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun.
Tengdar fréttir Íranar horfa fram á betri tíð Alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Íran hefur að mestu verið aflétt, sem þýðir að efnahagslífið þar gæti tekið kipp á næstunni með bættum hag almennings. Íranar hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins frá síðasta ári. 18. janúar 2016 07:00 Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Hópur mótmælenda kveikti í sendiráði Sádi-Arabíu í Teheran á laugardag vegna aftöku á sjía-klerkinum Sheikh Nimr al-Nimr. Erkiklerkur Írans og æðsti embættismaður segir guðlega refsingu bíða Sáda. Sádi-Arabar hafa slitið stjórnmálatangsl við Íran. 4. janúar 2016 07:00 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Hráolía hríðfellur í verði Verð náði 12 ára lágmarki í dag eftir að olían lækkaði um allt að sjö prósent. 11. janúar 2016 20:53 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Íranar horfa fram á betri tíð Alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Íran hefur að mestu verið aflétt, sem þýðir að efnahagslífið þar gæti tekið kipp á næstunni með bættum hag almennings. Íranar hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins frá síðasta ári. 18. janúar 2016 07:00
Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Hópur mótmælenda kveikti í sendiráði Sádi-Arabíu í Teheran á laugardag vegna aftöku á sjía-klerkinum Sheikh Nimr al-Nimr. Erkiklerkur Írans og æðsti embættismaður segir guðlega refsingu bíða Sáda. Sádi-Arabar hafa slitið stjórnmálatangsl við Íran. 4. janúar 2016 07:00
Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23
Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15
Hráolía hríðfellur í verði Verð náði 12 ára lágmarki í dag eftir að olían lækkaði um allt að sjö prósent. 11. janúar 2016 20:53