Bíó og sjónvarp

„Óþekkjanlegur“ Kylo Ren í óborganlegu atriði frá SNL

Birgir Olgeirsson skrifar
Adam Driver í hlutverki Kylo Ren í dulargervi tæknimannsins Matt.
Adam Driver í hlutverki Kylo Ren í dulargervi tæknimannsins Matt.
Hér er mögulega komið fram eitt fyndnasta grínatriði ársins. Leikarinn Adam Driver var kynnir bandaríska sjónvarpsþáttarins Saturday Night Live í gær og brá sér í gervi illmennisins Kylo Ren sem hann leikur í nýjustu Star Wars-myndinni The Force Awakens.

Í þessu atriði er gert grín að bandaríska þættinum Undercover Boss á CBS-sjónvarpsstöðinni þar sem yfirmenn fyrirtækja fara í dulargervi og vinna með „starfsmönnum á plani“.

Í atriðinu gerir Kylo Ren slíkt hið sama þar sem hann þykist vera tæknimaðurinn Matt en gallinn er sá að Kylo er ekkert sérstaklega góður í að fela hver hann er í raun og veru. Á hann til að mynda í stökustu vandræðum með að hafa stjórn á skapinu, líkt og kom svo eftirminnilega fram í The Force Awakens.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.