Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2016 16:45 Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá Keflavík. mynd/karfan.is Margrét Sturlaugsdóttir, fyrrverandi þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, talaði opinskátt um brottrekstur sinn frá liðinu í viðtali í Akraborginni í dag. Margrét fékk að fjúka eftir sigur á Grindavík í síðustu viku, en mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur. „Uppsögnin kom mér á óvart því gengi liðsins var frábært og mikill stígandi í liðinu. Haustið er búið að vera erfitt og leikmenn voru beðnir um að vera í sambandi ef eitthvað væri að. Það var búið að vera lognmolla og allt í góðu þannig þetta kom mér á óvart,“ sagði Margrét.Sjá einnig:Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Veturinn hófst með því að landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir sagðist ekki geta unnið með Margréti og listaði þjálfarinn upp ástæðurnar fyrir því í viðtali við Vísi. Margrét hætti svo að þjálfa landsliðið vegna atviksins.Mætti ekki á æfingar Tveir leikmenn Keflavíkur voru mjög óánægðir með störf Keflavíkur, annar þeirra Sandra Lind Þrastardóttir, sem var látin byrja á bekknum gegn Grindavík. „Það síðasta sem gerist er að ákveðinn leikmaður byrjar ekki inn á því hún var ekki búin að mæta á tvær æfingar. Það var ekki flókið,“ sagði Margrét. „Ég var að mótmæla þessu hugarfari. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún bara byrjað út af og komið inn á eftir tvær mínútur og allt í góðu. En hún var bara virkilega ósátt og það náði nú lengra en hjá henni. Þessar eldhúsumræður byrjuðu þar.“ „Ég sem þjálfari vill ráða hverjir eru í byrjunarliðinu og hvernig mínútunum er skipt. Það þykir bara óeðlilegt í dag og ég sætti mig alveg með það. Ég er þá kannski bara svona skrítin þjálfari og verð að kyngja þessu,“ segir Margrét.Tólf af fjórtán ánægðar Margrét kveðst sátt við sjálfa sig og er ánægð að standa við sínar ákvarðanir. Hún bendir á að lang stærsti hluti hópsins var ánægður með hana. „Aðferðir mínar virkuðu á tólf leikmen af fjórtán. Það voru alveg tólf leikmenn sem voru mjög sáttir. Þessar tólf voru reyndar ekki spurðar að neinu,“ segir Margrét og viðurkennir að tveir leikmenn liðsins boluðu henni burt. „Það er alveg klárt mál. Þær tilkynntu að annað hvort færu þær eða ég. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það.“ Margrét hefur áhyggjur af þessari þróun og vill að íþróttahreyfingin fari að gera eitthvað í þessum málum. „Þetta er eitthvað sem íþróttahreyfingin þarf að fara að tækla. Það eru annað hvort mömmur og pabbar [að skipta sér af] og þetta er komið alla leið upp í landsliðin eins og við sáum með handboltalandsliðið á dögunum,“ segir Margrét. „Ég set spurningamerki við þetta. Þetta verður bara til þess að það vill enginn almennilegur þjálfari þjálfa í framtíðinni.“ „Nú þarf bara að sjá hvaða línu klúbburinn ætlar að draga og hvernig hann ætlar að markaðssetja sig fyrir komandi framtíð. Þetta er auðvitað búið að gefa tóninn. Ef þú ert ekki ánægður hótarðu öllu illu og færð þitt í gegn,“ sagði Margrét Sturlaugsdóttir. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Margrét Sturlaugsdóttir, fyrrverandi þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, talaði opinskátt um brottrekstur sinn frá liðinu í viðtali í Akraborginni í dag. Margrét fékk að fjúka eftir sigur á Grindavík í síðustu viku, en mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur. „Uppsögnin kom mér á óvart því gengi liðsins var frábært og mikill stígandi í liðinu. Haustið er búið að vera erfitt og leikmenn voru beðnir um að vera í sambandi ef eitthvað væri að. Það var búið að vera lognmolla og allt í góðu þannig þetta kom mér á óvart,“ sagði Margrét.Sjá einnig:Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Veturinn hófst með því að landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir sagðist ekki geta unnið með Margréti og listaði þjálfarinn upp ástæðurnar fyrir því í viðtali við Vísi. Margrét hætti svo að þjálfa landsliðið vegna atviksins.Mætti ekki á æfingar Tveir leikmenn Keflavíkur voru mjög óánægðir með störf Keflavíkur, annar þeirra Sandra Lind Þrastardóttir, sem var látin byrja á bekknum gegn Grindavík. „Það síðasta sem gerist er að ákveðinn leikmaður byrjar ekki inn á því hún var ekki búin að mæta á tvær æfingar. Það var ekki flókið,“ sagði Margrét. „Ég var að mótmæla þessu hugarfari. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún bara byrjað út af og komið inn á eftir tvær mínútur og allt í góðu. En hún var bara virkilega ósátt og það náði nú lengra en hjá henni. Þessar eldhúsumræður byrjuðu þar.“ „Ég sem þjálfari vill ráða hverjir eru í byrjunarliðinu og hvernig mínútunum er skipt. Það þykir bara óeðlilegt í dag og ég sætti mig alveg með það. Ég er þá kannski bara svona skrítin þjálfari og verð að kyngja þessu,“ segir Margrét.Tólf af fjórtán ánægðar Margrét kveðst sátt við sjálfa sig og er ánægð að standa við sínar ákvarðanir. Hún bendir á að lang stærsti hluti hópsins var ánægður með hana. „Aðferðir mínar virkuðu á tólf leikmen af fjórtán. Það voru alveg tólf leikmenn sem voru mjög sáttir. Þessar tólf voru reyndar ekki spurðar að neinu,“ segir Margrét og viðurkennir að tveir leikmenn liðsins boluðu henni burt. „Það er alveg klárt mál. Þær tilkynntu að annað hvort færu þær eða ég. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það.“ Margrét hefur áhyggjur af þessari þróun og vill að íþróttahreyfingin fari að gera eitthvað í þessum málum. „Þetta er eitthvað sem íþróttahreyfingin þarf að fara að tækla. Það eru annað hvort mömmur og pabbar [að skipta sér af] og þetta er komið alla leið upp í landsliðin eins og við sáum með handboltalandsliðið á dögunum,“ segir Margrét. „Ég set spurningamerki við þetta. Þetta verður bara til þess að það vill enginn almennilegur þjálfari þjálfa í framtíðinni.“ „Nú þarf bara að sjá hvaða línu klúbburinn ætlar að draga og hvernig hann ætlar að markaðssetja sig fyrir komandi framtíð. Þetta er auðvitað búið að gefa tóninn. Ef þú ert ekki ánægður hótarðu öllu illu og færð þitt í gegn,“ sagði Margrét Sturlaugsdóttir. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira