Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. janúar 2016 17:45 Áhugaverðar rökræður fara nú fram innan vísinda- og fræðasamfélagsins, og meðal áhugamanna um landnámið, um hvort tilefni sé til að endurskrifa Íslandssöguna í ljósi nýrra vísbendinga um elstu byggð í landinu. Um þetta verður fjallað í Landnemunum, nýrri þáttaröð sem hefst á Stöð 2 kl. 20.40 í kvöld. „Þetta er svo heillandi viðfangsefni að fara ofan í þetta að maður verður bara að vara sig að sökkva ekki alveg,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, einn þeirra áhugamanna sem eru á kafi í landnámssögunni. Í kennslubókunum sem íslensk skólabörn lærðu nær alla síðustu öld var sagan á þá leið að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrsti landnámsmaðurinn og hann hafi byggt bæ sinn í Reykjavík árið 874. En svo fundu fornleifafræðingar mannvirki í Aðalstræti, sem þar átti ekki að vera, ef sagan um Ingólf væri rétt; hlaðinn túngarð. Hann þykir ótvíræð sönnun þess að einhver var byrjaður með skepnuhald í Reykjavík fyrir árið 870, því garðurinn fannst undir svokölluðu landnámsöskulagi. „Þannig að annaðhvort hefur Ingólfur komið fyrr en sagt er í ritheimildum eða einhver hefur verið hér á undan honum,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur, einn viðmælanda þáttarins, en hann vinnur nú að ritun landnámssögu Íslands.Lengi hefur verið deilt um niðurstöður Margrétar Hermanns Auðardóttur fornleifafræðings, um mun eldra upphaf byggðar í Vestmannaeyjum. Deilurnar birtust á fjörugum fundum á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í fyrra, meðal annars um nýlegar niðurstöður vestur íslenska fornleifafræðingsins Kristjáns Ahronson, um að hellir undir Eyjafjöllum hafi verið grafinn út af mönnum í kringum árið 800. Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur aldursgreiningar Margrétar, segir mjög margt benda til að landnám sé 100-200 árum eldra en hingað til hafi verið talið. Þá gagnrýnir hann viðbrögð íslenskra fornleifafræðinga við niðurstöðum Kristjáns Ahronson. Fornleifauppgröftur sem staðið hefur yfir í Höfnum á Reykjanesi undanfarinn áratug, með hléum, er kannski einhver sá mest spennandi á Íslandi um þessar mundir. Þar er nefnilega búið að finna rústir skála sem einhver virðist hafa reist löngu á undan Ingólfi.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur tímasetur mannvirkið einhverjum áratugum fyrr, jafnvel aftur til ársins 800. En kallar þetta á að einhverjir kaflar Íslandssögunnar verði endurskrifaðir? „Væntanlega. Skrifa þá aðeins betur, kannski,“ svarar Bjarni. Landnemarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Áhugaverðar rökræður fara nú fram innan vísinda- og fræðasamfélagsins, og meðal áhugamanna um landnámið, um hvort tilefni sé til að endurskrifa Íslandssöguna í ljósi nýrra vísbendinga um elstu byggð í landinu. Um þetta verður fjallað í Landnemunum, nýrri þáttaröð sem hefst á Stöð 2 kl. 20.40 í kvöld. „Þetta er svo heillandi viðfangsefni að fara ofan í þetta að maður verður bara að vara sig að sökkva ekki alveg,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, einn þeirra áhugamanna sem eru á kafi í landnámssögunni. Í kennslubókunum sem íslensk skólabörn lærðu nær alla síðustu öld var sagan á þá leið að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrsti landnámsmaðurinn og hann hafi byggt bæ sinn í Reykjavík árið 874. En svo fundu fornleifafræðingar mannvirki í Aðalstræti, sem þar átti ekki að vera, ef sagan um Ingólf væri rétt; hlaðinn túngarð. Hann þykir ótvíræð sönnun þess að einhver var byrjaður með skepnuhald í Reykjavík fyrir árið 870, því garðurinn fannst undir svokölluðu landnámsöskulagi. „Þannig að annaðhvort hefur Ingólfur komið fyrr en sagt er í ritheimildum eða einhver hefur verið hér á undan honum,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur, einn viðmælanda þáttarins, en hann vinnur nú að ritun landnámssögu Íslands.Lengi hefur verið deilt um niðurstöður Margrétar Hermanns Auðardóttur fornleifafræðings, um mun eldra upphaf byggðar í Vestmannaeyjum. Deilurnar birtust á fjörugum fundum á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í fyrra, meðal annars um nýlegar niðurstöður vestur íslenska fornleifafræðingsins Kristjáns Ahronson, um að hellir undir Eyjafjöllum hafi verið grafinn út af mönnum í kringum árið 800. Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur aldursgreiningar Margrétar, segir mjög margt benda til að landnám sé 100-200 árum eldra en hingað til hafi verið talið. Þá gagnrýnir hann viðbrögð íslenskra fornleifafræðinga við niðurstöðum Kristjáns Ahronson. Fornleifauppgröftur sem staðið hefur yfir í Höfnum á Reykjanesi undanfarinn áratug, með hléum, er kannski einhver sá mest spennandi á Íslandi um þessar mundir. Þar er nefnilega búið að finna rústir skála sem einhver virðist hafa reist löngu á undan Ingólfi.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur tímasetur mannvirkið einhverjum áratugum fyrr, jafnvel aftur til ársins 800. En kallar þetta á að einhverjir kaflar Íslandssögunnar verði endurskrifaðir? „Væntanlega. Skrifa þá aðeins betur, kannski,“ svarar Bjarni.
Landnemarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira