Loeb nær forystunni aftur í Dakar Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2016 13:02 Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu í gær. Sebastian Loeb sem tók forystuna á fyrstu dögum Dakar þolakstursins í S-Ameríku missti forystu til Stephane Peterhansel eftir fjórðu dagleið, en náði nú á laugardaginn aftur forystu í keppninni. Hann er nú með samtals 2:22 mínútna forystu á Peterhansel. Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu á laugardaginn og í gær var hlé á keppninni. Þó svo að Loeb hafi náð heildarforystunni á laugardaginn var það lisfélagi hans á Peugeot bílum, Carlos Saintz, sem vann dagleiðina með 38 sekúndna forskoti á Loeb. Saintz er nú í þriðja sæti í heildina, 4:50 mínútum á eftir Loeb. Í fjórða sæti er svo Nasser Al-Attiyah, sigurvegarinn frá því í fyrra, en hann er 17:36 mínútum á eftir Loeb og í fimmta sætinu er Finninn Mikko Hirvonen heilum 32:53 mínútum á eftir fyrsta manni. Nú eiga þrír Peugeot bílar efstu sætin í keppninni og mun það koma mikið á óvart ef einhver þeirra stendur ekki uppi sem sigurvegari í ár og er Loeb líklega þeirra sigurstranglegastur. Nasser Al-Attiyah og Mikko Hirvonen aka Mini bílum en í sætum 6 til 9 eru svo Toyota bílar og Renault bíll í því tíunda. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent
Sebastian Loeb sem tók forystuna á fyrstu dögum Dakar þolakstursins í S-Ameríku missti forystu til Stephane Peterhansel eftir fjórðu dagleið, en náði nú á laugardaginn aftur forystu í keppninni. Hann er nú með samtals 2:22 mínútna forystu á Peterhansel. Keppnin fór að mestu fram í Bólivíu á laugardaginn og í gær var hlé á keppninni. Þó svo að Loeb hafi náð heildarforystunni á laugardaginn var það lisfélagi hans á Peugeot bílum, Carlos Saintz, sem vann dagleiðina með 38 sekúndna forskoti á Loeb. Saintz er nú í þriðja sæti í heildina, 4:50 mínútum á eftir Loeb. Í fjórða sæti er svo Nasser Al-Attiyah, sigurvegarinn frá því í fyrra, en hann er 17:36 mínútum á eftir Loeb og í fimmta sætinu er Finninn Mikko Hirvonen heilum 32:53 mínútum á eftir fyrsta manni. Nú eiga þrír Peugeot bílar efstu sætin í keppninni og mun það koma mikið á óvart ef einhver þeirra stendur ekki uppi sem sigurvegari í ár og er Loeb líklega þeirra sigurstranglegastur. Nasser Al-Attiyah og Mikko Hirvonen aka Mini bílum en í sætum 6 til 9 eru svo Toyota bílar og Renault bíll í því tíunda.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent