Ford lokar í Japan og Indónesíu Finnur Thorlacius skrifar 25. janúar 2016 16:29 Ford mun ekki kynna fleiri bíla í Indónesíu. Ford Motors Co. hefur tekið ákvörðun um að loka allri sinni starfsemi í Japan og Indónesíu á þessu ári þar sem fyrirtækið sér enga leið til þess að starfsemi þar skapi arð. Það þýðir að öllum söluumboðum sem selt hafa Ford og Lincoln bíla verður lokað en Ford hefur líka verið með rekstur þróunarmiðstöðvar í Japan og verður henni lokað líka. Ford hefur sent öllum starfsmönnum í þessum tveimur löndum bréf um málið. Ford þarf samt sem áður að útvega tilhlýðilega þjónustu við eigendur Ford og Lincoln bíla í löndunum og þar verður áfram hægt að kaupa varahluti og Ford þarf að sinna lögbundinni ábyrgð þeirra bíla sem það á við. Ford segist lengi hafa leitað leiða til að reka arðsama starfsemi í þessum löndum, en það sé algerlega ómögulegt og að fyrirtækið hafi ekki áhuga á að tapa stöðugt peningum þarna. Ford kemur með þessari ákvörðun í kjölfar GM sem lokaði allri starfsemi í SA-Asíu í fyrra. Toyota er með ráðandi stöðu á bílamarkaði í Indónesíu og notar hið ódýra bílamerki sitt, Daihatsu, óspart til að þjóna lítt efnuðum bílkaupendum þar. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent
Ford Motors Co. hefur tekið ákvörðun um að loka allri sinni starfsemi í Japan og Indónesíu á þessu ári þar sem fyrirtækið sér enga leið til þess að starfsemi þar skapi arð. Það þýðir að öllum söluumboðum sem selt hafa Ford og Lincoln bíla verður lokað en Ford hefur líka verið með rekstur þróunarmiðstöðvar í Japan og verður henni lokað líka. Ford hefur sent öllum starfsmönnum í þessum tveimur löndum bréf um málið. Ford þarf samt sem áður að útvega tilhlýðilega þjónustu við eigendur Ford og Lincoln bíla í löndunum og þar verður áfram hægt að kaupa varahluti og Ford þarf að sinna lögbundinni ábyrgð þeirra bíla sem það á við. Ford segist lengi hafa leitað leiða til að reka arðsama starfsemi í þessum löndum, en það sé algerlega ómögulegt og að fyrirtækið hafi ekki áhuga á að tapa stöðugt peningum þarna. Ford kemur með þessari ákvörðun í kjölfar GM sem lokaði allri starfsemi í SA-Asíu í fyrra. Toyota er með ráðandi stöðu á bílamarkaði í Indónesíu og notar hið ódýra bílamerki sitt, Daihatsu, óspart til að þjóna lítt efnuðum bílkaupendum þar.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent