„Til Íslands, sem þorði er aðrir þögðu“ Jakob Frímann Magnússon skrifar 23. janúar 2016 07:00 Ofangreind setning var letruð í steinblokk víggirðingar til varnar Rauða hernum sovéska, sem reist var umhverfis litháíska þingið í janúar 1991 – fyrir réttum 25 árum. Landsbergis, forseti Litháenþings, sendi 12. janúar 1991 út neyðarkall til utanríkisráðherra grannríkja og NATO-ríkja með áskorun um atfylgi við að stöðva blóðbaðið sem fyrirsjáanlegt var og kostaði a.m.k. 15 mannslíf á þeim sama sólarhring. Einungis einn utanríkisráðherra brást við kallinu og mætti tafarlaust á vettvang þar sem hann lýsti eindregnum stuðningi við kröfu Eystrasaltsríkja um að losna undan ólögmætu áratuga oki Sovétríkjanna. Þetta var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hélt eftirminnilega ræðu á 500.000 manna útifundi í Vilníus. Hann ferðaðist síðan til höfuðborga hinna Eystrasaltsríkjanna, flutti ræður og sat fjölmarga fréttamannafundi, auk þess að leika lykilhlutverk í að vekja athygli heimspressunnar á málinu. Hann beitti sér og fyrir áskorun ríkisstjórnar Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að grípa tafarlaust inn í þessa atburðarás. Jón Baldvin hafði reyndar orðið þjóðunum við Eystrasalt vel kunnur fyrir framgöngu sína á Kaupmannahafnarráðstefnu OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, 6. júní árið áður, er utanríkisráðherrar þeirra þjóða voru gerðir afturreka og varnað máls sökum mótmæla Sovétríkjanna. Eftir þá ráðstefnu lá ljóst fyrir að Ísland var í raun eini bandamaðurinn og Jón Baldvin eini vinurinn sem þyrði að ganga fram fyrir skjöldu og styðja þessa vini okkar í verki. Lét hann þar hvorki hótanir um viðskiptaþvinganir né annað stöðva sig. Við tók NATÓ-fundur í Brussel 21. ágúst þar sem Jón Baldvin talaði máli Eystrasaltsþjóða og benti á að stefna Vesturvelda í þessum efnum væri hrunin, Gorbachev fallinn og að viðurkenna bæri kröfu Eystrasaltsþjóðanna tafarlaust. Hlaut sá málflutningur engar undirtektir. Boðaði hann þá þegar til utanríkisráðherrafundar Eystrasaltsríkja í Höfða 26. ágúst og degi síðar tóku Danir undir kröfur Íslendinga. Hófst þá óstöðvandi ferli er leiddi til viðurkenningar Evrópusambandsríkja nokkrum dögum síðar, þá Bandaríkjanna og loks Sovétríkjanna sjálfra. Margvíslegar viðurkenningar spegla þakklæti þessara ríkja í garð Íslendinga, s.s. Íslandsgatan í Vilníus, Íslandstorgið í Tallin, Minnisvarðinn um frelsið sem Lettar reistu í sjónmáli við sovéska sendiráðið hér í Reykjavík, sú staðreynd að Jón Baldvin verður gerður að heiðursdoktor háskóla í Vilnius 11. febrúar nk. og að efnt hefur verið til sérstakrar sýningar fyrir þingmenn Evrópuþingsins í komandi viku á nýrri verðlaunamynd Ólafs Rögnvaldssonar o.fl. um þetta mál sem Sjónvarpið sýndi þann 12. janúar sl. og ber hið viðeigandi heiti; „Þeir sem þora“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ofangreind setning var letruð í steinblokk víggirðingar til varnar Rauða hernum sovéska, sem reist var umhverfis litháíska þingið í janúar 1991 – fyrir réttum 25 árum. Landsbergis, forseti Litháenþings, sendi 12. janúar 1991 út neyðarkall til utanríkisráðherra grannríkja og NATO-ríkja með áskorun um atfylgi við að stöðva blóðbaðið sem fyrirsjáanlegt var og kostaði a.m.k. 15 mannslíf á þeim sama sólarhring. Einungis einn utanríkisráðherra brást við kallinu og mætti tafarlaust á vettvang þar sem hann lýsti eindregnum stuðningi við kröfu Eystrasaltsríkja um að losna undan ólögmætu áratuga oki Sovétríkjanna. Þetta var utanríkisráðherra Íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, sem hélt eftirminnilega ræðu á 500.000 manna útifundi í Vilníus. Hann ferðaðist síðan til höfuðborga hinna Eystrasaltsríkjanna, flutti ræður og sat fjölmarga fréttamannafundi, auk þess að leika lykilhlutverk í að vekja athygli heimspressunnar á málinu. Hann beitti sér og fyrir áskorun ríkisstjórnar Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að grípa tafarlaust inn í þessa atburðarás. Jón Baldvin hafði reyndar orðið þjóðunum við Eystrasalt vel kunnur fyrir framgöngu sína á Kaupmannahafnarráðstefnu OSCE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, 6. júní árið áður, er utanríkisráðherrar þeirra þjóða voru gerðir afturreka og varnað máls sökum mótmæla Sovétríkjanna. Eftir þá ráðstefnu lá ljóst fyrir að Ísland var í raun eini bandamaðurinn og Jón Baldvin eini vinurinn sem þyrði að ganga fram fyrir skjöldu og styðja þessa vini okkar í verki. Lét hann þar hvorki hótanir um viðskiptaþvinganir né annað stöðva sig. Við tók NATÓ-fundur í Brussel 21. ágúst þar sem Jón Baldvin talaði máli Eystrasaltsþjóða og benti á að stefna Vesturvelda í þessum efnum væri hrunin, Gorbachev fallinn og að viðurkenna bæri kröfu Eystrasaltsþjóðanna tafarlaust. Hlaut sá málflutningur engar undirtektir. Boðaði hann þá þegar til utanríkisráðherrafundar Eystrasaltsríkja í Höfða 26. ágúst og degi síðar tóku Danir undir kröfur Íslendinga. Hófst þá óstöðvandi ferli er leiddi til viðurkenningar Evrópusambandsríkja nokkrum dögum síðar, þá Bandaríkjanna og loks Sovétríkjanna sjálfra. Margvíslegar viðurkenningar spegla þakklæti þessara ríkja í garð Íslendinga, s.s. Íslandsgatan í Vilníus, Íslandstorgið í Tallin, Minnisvarðinn um frelsið sem Lettar reistu í sjónmáli við sovéska sendiráðið hér í Reykjavík, sú staðreynd að Jón Baldvin verður gerður að heiðursdoktor háskóla í Vilnius 11. febrúar nk. og að efnt hefur verið til sérstakrar sýningar fyrir þingmenn Evrópuþingsins í komandi viku á nýrri verðlaunamynd Ólafs Rögnvaldssonar o.fl. um þetta mál sem Sjónvarpið sýndi þann 12. janúar sl. og ber hið viðeigandi heiti; „Þeir sem þora“.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun