Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2016 07:00 Aron Pálmarsson stendur svekktur á meðan strákarnir ræða saman í leikhléi. vísir/valli Verkefnið var erfitt en gulrótin var stór. Tækist strákunum okkar að leggja Króata þá færi liðið með fjögur stig í milliriðil. Króatar með breytt lið og nú var lag. Þetta flotta tækifæri var svo sannarlega ekki nýtt því íslenska liðinu var hreinlega slátrað, 37-28. Þvílík flenging. Strákarnir mættu í raun aldrei til leiks. Varnarleikurinn var sama gjaldþrotið og gegn Hvít-Rússum og sóknarleikurinn pínlegur. Engar lausnir gegn vörn Króata og í okkar vörn var ekki hægt að kaupa eitt stopp. Króatar komust í 5-1 og staðan var 11-2 eftir rúmar 14 mínútur. Leikurinn í raun búinn. Króatar náðu mest tíu marka forskoti í fyrri hálfleik en leiddu með níu mörkum í leikhléi, 19-10. Ótrúlega lélegt. Sama hörmungin hélt áfram í síðari hálfleik. Strákarnir fundu aldrei neistann og fengu nákvæmlega það sem þeir áttu skilið. Þeir voru eins og litlir skólastrákar gegn karlmönnum á vellinum. Það var átakanlega erfitt að horfa upp á þetta. Að horfa á þessa reyndu og góða handboltamenn líta út eins viðvaninga inn á vellinum. Það var ekki bara það. Það vantaði allan anda, kraft og grimmd í drengina. Það vantaði alla leikgleði og ástríðu. Án hennar hefur þetta lið aldrei unnið neitt. Það var engu líkara en þeir væru bugaðir af stressi sem er ótrúlegt þar sem þetta er einkar reynt lið sem þekkir þetta allt. Annað stórmótið í röð veldur liðið gríðarlegum vonbrigðum. Það vita allir að þessir leikmenn geta betur. Hverjum er um að kenna? Þjálfaranum eða leikmönnum? Þjálfarinn er auðvitað sá sem er ábyrgur fyrir gengi liða en leikmenn verða einnig að axla ábyrgð. Þeir áttu að gera betur enda geta þeir það.Er tíma Arons lokið hjá HSÍ? Staða Arons Kristjánssonar er ákaflega veik eftir þetta mót. Skiljanlega. Ég yrði afar hissa ef hann héldi áfram með liðið. Hans lið féll aftur á stóra prófinu og það eru engar afsakanir. Hann var með sitt besta lið en virtist ekki vera með þær lausnir sem þurfti. Íslenska landsliðið er betra en svo að árangurinn í síðustu tveim mótum sé boðlegur. Aron vildi ekkert gefa upp um framtíðina í gær en sagðist ætla að skoða sína stöðu á næstu dögum. Þessi skellur í Katowice þýðir líka að íslenska liðið mun ekki spila á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst næstkomandi. Ísland gæti því í besta falli komist næst inn á stórmót eftir ár. Þessi hörmulegi árangur gæti orðið þess valdandi að Ísland lendi í neðri styrkleikaflokki og fái sterkari andstæðing. Þetta gjaldþrot setur framtíð liðsins í uppnám og það verður að taka alvarlega. HSÍ þarf að fara í naflaskoðun með liðið og umgjörð þess því sumir leikmenn eru að komast á tíma og framtíðin virðist alls ekki vera nógu björt. EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron: Mér leið illa inn á vellinum Stórskytta íslenska landsliðsins segir spilamennsku strákanna okkar í kvöld vera til skammar. 19. janúar 2016 21:28 Snorri Steinn: Hefði verið falleg saga að enda þetta í Ríó "Ég get ekki gefið neinar skýringar á þessu núna. Þetta var bara hræðilegt,“ segir leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson afar svekktur enda ætlaði hann sér meira með liðinu á þessu móti. 19. janúar 2016 22:31 Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24 Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. 19. janúar 2016 22:16 Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið "Mér líður mjög illa," sagði Alexander Petersson eftir níu marka tap á móti Króatíu í kvöld en það þýddi að íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í Póllandi. 19. janúar 2016 21:29 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Verkefnið var erfitt en gulrótin var stór. Tækist strákunum okkar að leggja Króata þá færi liðið með fjögur stig í milliriðil. Króatar með breytt lið og nú var lag. Þetta flotta tækifæri var svo sannarlega ekki nýtt því íslenska liðinu var hreinlega slátrað, 37-28. Þvílík flenging. Strákarnir mættu í raun aldrei til leiks. Varnarleikurinn var sama gjaldþrotið og gegn Hvít-Rússum og sóknarleikurinn pínlegur. Engar lausnir gegn vörn Króata og í okkar vörn var ekki hægt að kaupa eitt stopp. Króatar komust í 5-1 og staðan var 11-2 eftir rúmar 14 mínútur. Leikurinn í raun búinn. Króatar náðu mest tíu marka forskoti í fyrri hálfleik en leiddu með níu mörkum í leikhléi, 19-10. Ótrúlega lélegt. Sama hörmungin hélt áfram í síðari hálfleik. Strákarnir fundu aldrei neistann og fengu nákvæmlega það sem þeir áttu skilið. Þeir voru eins og litlir skólastrákar gegn karlmönnum á vellinum. Það var átakanlega erfitt að horfa upp á þetta. Að horfa á þessa reyndu og góða handboltamenn líta út eins viðvaninga inn á vellinum. Það var ekki bara það. Það vantaði allan anda, kraft og grimmd í drengina. Það vantaði alla leikgleði og ástríðu. Án hennar hefur þetta lið aldrei unnið neitt. Það var engu líkara en þeir væru bugaðir af stressi sem er ótrúlegt þar sem þetta er einkar reynt lið sem þekkir þetta allt. Annað stórmótið í röð veldur liðið gríðarlegum vonbrigðum. Það vita allir að þessir leikmenn geta betur. Hverjum er um að kenna? Þjálfaranum eða leikmönnum? Þjálfarinn er auðvitað sá sem er ábyrgur fyrir gengi liða en leikmenn verða einnig að axla ábyrgð. Þeir áttu að gera betur enda geta þeir það.Er tíma Arons lokið hjá HSÍ? Staða Arons Kristjánssonar er ákaflega veik eftir þetta mót. Skiljanlega. Ég yrði afar hissa ef hann héldi áfram með liðið. Hans lið féll aftur á stóra prófinu og það eru engar afsakanir. Hann var með sitt besta lið en virtist ekki vera með þær lausnir sem þurfti. Íslenska landsliðið er betra en svo að árangurinn í síðustu tveim mótum sé boðlegur. Aron vildi ekkert gefa upp um framtíðina í gær en sagðist ætla að skoða sína stöðu á næstu dögum. Þessi skellur í Katowice þýðir líka að íslenska liðið mun ekki spila á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst næstkomandi. Ísland gæti því í besta falli komist næst inn á stórmót eftir ár. Þessi hörmulegi árangur gæti orðið þess valdandi að Ísland lendi í neðri styrkleikaflokki og fái sterkari andstæðing. Þetta gjaldþrot setur framtíð liðsins í uppnám og það verður að taka alvarlega. HSÍ þarf að fara í naflaskoðun með liðið og umgjörð þess því sumir leikmenn eru að komast á tíma og framtíðin virðist alls ekki vera nógu björt.
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Aron: Mér leið illa inn á vellinum Stórskytta íslenska landsliðsins segir spilamennsku strákanna okkar í kvöld vera til skammar. 19. janúar 2016 21:28 Snorri Steinn: Hefði verið falleg saga að enda þetta í Ríó "Ég get ekki gefið neinar skýringar á þessu núna. Þetta var bara hræðilegt,“ segir leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson afar svekktur enda ætlaði hann sér meira með liðinu á þessu móti. 19. janúar 2016 22:31 Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24 Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. 19. janúar 2016 22:16 Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið "Mér líður mjög illa," sagði Alexander Petersson eftir níu marka tap á móti Króatíu í kvöld en það þýddi að íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í Póllandi. 19. janúar 2016 21:29 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Aron: Mér leið illa inn á vellinum Stórskytta íslenska landsliðsins segir spilamennsku strákanna okkar í kvöld vera til skammar. 19. janúar 2016 21:28
Snorri Steinn: Hefði verið falleg saga að enda þetta í Ríó "Ég get ekki gefið neinar skýringar á þessu núna. Þetta var bara hræðilegt,“ segir leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson afar svekktur enda ætlaði hann sér meira með liðinu á þessu móti. 19. janúar 2016 22:31
Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24
Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. 19. janúar 2016 22:16
Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið "Mér líður mjög illa," sagði Alexander Petersson eftir níu marka tap á móti Króatíu í kvöld en það þýddi að íslenska landsliðið er úr leik á Evrópumótinu í Póllandi. 19. janúar 2016 21:29
Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00