Hvað liggur á? stjórnarmaðurinn skrifar 20. janúar 2016 09:15 Þungi virðist nú kominn í umræðu um sölu ríkisins á hlut sínum í bönkunum. Eins og kunnugt er bendir allt til þess að stóru bankarnir þrír verði brátt allir í ríkiseigu. Landsbankinn hefur að sjálfsögðu verið það frá hruni, en Arion og Íslandsbanki munu að endingu lenda í hlýjum ríkisfaðmi sem hluti af stöðugleikaframlaginu svokallaða og endahnút á uppgjöri gömlu bankanna. Fjármálaráðherra hefur svo gefið út að æskilegt sé að selja Landsbankann á árinu. Aðrir spyrja hvort ekki sé skynsamlegra að flýta sér hægt. Þeirra á meðal er Frosti Sigurjónsson, sem leggur til að Landsbankanum verði haldið í ríkiseigu sem einhvers konar samfélagsbanka. Hugmyndir Frosta eru ekki jafn galnar og í fyrstu kann að virðast. Sérstaklega ef sviðið er skoðað: ríkið hefur nú haldið á Landsbankanum í tæp átta ár, hinir bankarnir tveir hafa ekki verið í eigu ríkisins, en þó í einhvers konar frystimeðferð í ljósi verulegrar óvissu um framtíðareignarhald og markaðsaðstæður. Stefið er því orðið nokkuð kunnuglegt; markaðurinn er staðnaður og bankarnir allt of stórir, með margar einingar sem hvorki bera sig né passa sérstaklega við starfsemina. Stóru bankarnir eru allt í senn; viðskiptabankar, fjárfestingabankar, eignastýringafélög og þátttakendur á markaðnum með eigin bók. Arðsemin er lág ef sala á einskiptiseignum er tekin frá. Í fljótu bragði virðist því ólíklegt að skynsamir kaupendur fáist að bönkunum sem heilum bitum, þótt vafalaust væri hægt að selja út einstakar einingar og eignasöfn. Hugmyndir um erlenda kaupendur eru líka draumórar, jafnvel þótt forsvarsmenn slitastjórnar Glitnis hafi talið sig hafa selt Íslandsbanka á grundvelli einnar blaðsíðu viljayfirlýsingar. Staðreyndin er líka sú að þegar Arion og Íslandsbanki verða komnir úr höndum kröfuhafanna, með sín erlendu tengsl, verður enn ólíklegra að hægt verði að laða að erlenda kaupendur. Þá eru lífeyrissjóðirnir einir eftir, sennilega í slagtogi við minni fjárfesta. Lífeyrissjóðirnir eru ekki réttu hluthafarnir til að keyra í gegn þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslenskum bankamarkaði. Með þetta í huga, þarf þá að vera svo slæmt að ríkið flýti sér hægt við sölu á bönkunum? Tímann mætti nota í að straumlínulaga starfsemina, selja minni einingar og gera nauðsynlegar rekstrarbreytingar. Þá fyrst verða kannski til söluvænlegir bankar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þungi virðist nú kominn í umræðu um sölu ríkisins á hlut sínum í bönkunum. Eins og kunnugt er bendir allt til þess að stóru bankarnir þrír verði brátt allir í ríkiseigu. Landsbankinn hefur að sjálfsögðu verið það frá hruni, en Arion og Íslandsbanki munu að endingu lenda í hlýjum ríkisfaðmi sem hluti af stöðugleikaframlaginu svokallaða og endahnút á uppgjöri gömlu bankanna. Fjármálaráðherra hefur svo gefið út að æskilegt sé að selja Landsbankann á árinu. Aðrir spyrja hvort ekki sé skynsamlegra að flýta sér hægt. Þeirra á meðal er Frosti Sigurjónsson, sem leggur til að Landsbankanum verði haldið í ríkiseigu sem einhvers konar samfélagsbanka. Hugmyndir Frosta eru ekki jafn galnar og í fyrstu kann að virðast. Sérstaklega ef sviðið er skoðað: ríkið hefur nú haldið á Landsbankanum í tæp átta ár, hinir bankarnir tveir hafa ekki verið í eigu ríkisins, en þó í einhvers konar frystimeðferð í ljósi verulegrar óvissu um framtíðareignarhald og markaðsaðstæður. Stefið er því orðið nokkuð kunnuglegt; markaðurinn er staðnaður og bankarnir allt of stórir, með margar einingar sem hvorki bera sig né passa sérstaklega við starfsemina. Stóru bankarnir eru allt í senn; viðskiptabankar, fjárfestingabankar, eignastýringafélög og þátttakendur á markaðnum með eigin bók. Arðsemin er lág ef sala á einskiptiseignum er tekin frá. Í fljótu bragði virðist því ólíklegt að skynsamir kaupendur fáist að bönkunum sem heilum bitum, þótt vafalaust væri hægt að selja út einstakar einingar og eignasöfn. Hugmyndir um erlenda kaupendur eru líka draumórar, jafnvel þótt forsvarsmenn slitastjórnar Glitnis hafi talið sig hafa selt Íslandsbanka á grundvelli einnar blaðsíðu viljayfirlýsingar. Staðreyndin er líka sú að þegar Arion og Íslandsbanki verða komnir úr höndum kröfuhafanna, með sín erlendu tengsl, verður enn ólíklegra að hægt verði að laða að erlenda kaupendur. Þá eru lífeyrissjóðirnir einir eftir, sennilega í slagtogi við minni fjárfesta. Lífeyrissjóðirnir eru ekki réttu hluthafarnir til að keyra í gegn þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslenskum bankamarkaði. Með þetta í huga, þarf þá að vera svo slæmt að ríkið flýti sér hægt við sölu á bönkunum? Tímann mætti nota í að straumlínulaga starfsemina, selja minni einingar og gera nauðsynlegar rekstrarbreytingar. Þá fyrst verða kannski til söluvænlegir bankar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira