Dagur: Ég er stoltur og þakklátur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2016 19:03 Dagur Sigurðsson með bikarinn í dag. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson er orðinn að þjóðhetju í Þýskalandi eftir að Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í handbolta í dag. Það er enginn vafi á því að hann á risastóran þátt í að gera óreynt, ungt og lemstrað lið Þýskalands að Evrópumeistara, aðeins átján mánuðum eftir að hann tók við sem þjálfari þýska landsliðsins. Dagur var í viðtali í myndveri þýska sjónvarpsins, ARD, og spjallaði við þá Gerhard Delling og Stefan Kretzschmar eftir sigurathöfnina í Póllandi. „Ég er góður. Nú get ég talað. Ég hef tíma,“ sagði Dagur og glotti. „Þetta er frábær tilfinning. Frammistaðan var frábær hjá öllum hópnum.“ Dagur lagði ríka áherslu á það strax í viðtalinu að hann vildi þakka öllum þeim sem hafa komið að liðinu í þá átján mánuði sem hann hefur verið landsliðsþjálfari. „Líka stuðningsmönnum og öllum þeim leikmönnum sem hafa verið með okkur í þennan tíma en eru ekki hér. Nokkrir eru frá vegna meiðsla en aðrir hafa veitt okkur góðan stuðning.“ Dagur var spurður út í hvernig honum tókst að halda einbeitingunni svona góðri hjá hans mönnum, enda hafi hann ítrekað það í öllum sínum leikhléum. „Það var mjög mikilvægt. Og líka að verða ekki pirraður þó svo að menn eiga slæmt skot eða eitthvað slíkt. Menn verða bara að halda áfram að spila sinn leik.“ Þýskaland náði snemma forystunni í leiknum en Dagur lagði ofuráherslu á það að halda sínum mönnum á tánum allar 60 mínútur leiksins. „Spánverjar eru með frábært lið og hefðu hvenær sem er getað komið til baka. En einbeitingin var mjög góð og við héldum áfram.“ Hann segir enn fremur að þó svo að árangurinn sé góður þurfi hann ekki endilega að koma á óvart. „Við höfum nú verið að spila góðan handbolta í átján mánuði. Það er engin tilviljun. Þetta eru ekki bara átta leikmenn heldur erum við með gott lið. Það er sama hver kemur inn í liðið - allir gefa sig alla í leikinn. Allir leikmenn eiga hrós skilið fyrir það.“ Og Dagur segir að þetta sé vitaskuld mikill sigur fyrir hann persónulega. „Ég er mjög stoltur og þakklátur fyrir að mér sé treyst fyrir þessu verkefni, sem og stuðninginn sem ég hef fengið.“ „Nú eiga strákarnir það skilið að fagna þessu og þeir gera það næstu 2-3 vikurnar,“ sagði Dagur en hann bætti svo við að hann hefði ekki hugmynd um hvað tæki við hjá sér nú þegar allt væri yfirstaðið í Póllandi. „Það kemur bara í ljós. Það er allt frábært núna og við eigum að njóta þess. Það sem kemur síðar - kemur síðar.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Dagur Sigurðsson er orðinn að þjóðhetju í Þýskalandi eftir að Þjóðverjar urðu Evrópumeistarar í handbolta í dag. Það er enginn vafi á því að hann á risastóran þátt í að gera óreynt, ungt og lemstrað lið Þýskalands að Evrópumeistara, aðeins átján mánuðum eftir að hann tók við sem þjálfari þýska landsliðsins. Dagur var í viðtali í myndveri þýska sjónvarpsins, ARD, og spjallaði við þá Gerhard Delling og Stefan Kretzschmar eftir sigurathöfnina í Póllandi. „Ég er góður. Nú get ég talað. Ég hef tíma,“ sagði Dagur og glotti. „Þetta er frábær tilfinning. Frammistaðan var frábær hjá öllum hópnum.“ Dagur lagði ríka áherslu á það strax í viðtalinu að hann vildi þakka öllum þeim sem hafa komið að liðinu í þá átján mánuði sem hann hefur verið landsliðsþjálfari. „Líka stuðningsmönnum og öllum þeim leikmönnum sem hafa verið með okkur í þennan tíma en eru ekki hér. Nokkrir eru frá vegna meiðsla en aðrir hafa veitt okkur góðan stuðning.“ Dagur var spurður út í hvernig honum tókst að halda einbeitingunni svona góðri hjá hans mönnum, enda hafi hann ítrekað það í öllum sínum leikhléum. „Það var mjög mikilvægt. Og líka að verða ekki pirraður þó svo að menn eiga slæmt skot eða eitthvað slíkt. Menn verða bara að halda áfram að spila sinn leik.“ Þýskaland náði snemma forystunni í leiknum en Dagur lagði ofuráherslu á það að halda sínum mönnum á tánum allar 60 mínútur leiksins. „Spánverjar eru með frábært lið og hefðu hvenær sem er getað komið til baka. En einbeitingin var mjög góð og við héldum áfram.“ Hann segir enn fremur að þó svo að árangurinn sé góður þurfi hann ekki endilega að koma á óvart. „Við höfum nú verið að spila góðan handbolta í átján mánuði. Það er engin tilviljun. Þetta eru ekki bara átta leikmenn heldur erum við með gott lið. Það er sama hver kemur inn í liðið - allir gefa sig alla í leikinn. Allir leikmenn eiga hrós skilið fyrir það.“ Og Dagur segir að þetta sé vitaskuld mikill sigur fyrir hann persónulega. „Ég er mjög stoltur og þakklátur fyrir að mér sé treyst fyrir þessu verkefni, sem og stuðninginn sem ég hef fengið.“ „Nú eiga strákarnir það skilið að fagna þessu og þeir gera það næstu 2-3 vikurnar,“ sagði Dagur en hann bætti svo við að hann hefði ekki hugmynd um hvað tæki við hjá sér nú þegar allt væri yfirstaðið í Póllandi. „Það kemur bara í ljós. Það er allt frábært núna og við eigum að njóta þess. Það sem kemur síðar - kemur síðar.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira