Kári og forgangsmálin Elín Hirst skrifar 9. febrúar 2016 07:00 Hvaða mál eru það sem standa Íslendingum næst? Mér sýnist frábært framtak Kára Stefánssonar með undirskriftasöfnun sinni sýna og sanna að það eru heilbrigðis- og velferðarmálin sem fólkið í landinu vill að stjórnvöld leggi nú megináherslu á. Ég er reyndar ekki endilega sammála Kára um að það eigi að miða framlag til heilbrigðismála við einhverja tiltekna prósentu af vergri þjóðarframleiðslu. Vel getur verið að það þurfi jafnvel að setja meira í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins um nokkurra ára skeið til þess endurreisa það. Því skal haldið til haga að ríkisstjórnin hefur aukið framlög verulega til heilbrigðiskerfisins og velferðarmála á þessu kjörtímabili, en það er þó greinilegt að það er hávær krafa um að gert verði enn betur. Á þessar raddir kjósenda verður ríkisstjórnin að hlusta. Það er afar mikilvægt að stjórnmálamenn hafi góða tilfinningu fyrir því hvernig þjóðarhjartað slær hverju sinni og leggi við hlustir. Forystumenn þjóðarinnar verða því að vera í góðu sambandi við almenning í landinu og aldrei hefur það verið eins auðvelt og nú eftir að samfélagsmiðlarnir urðu eins sterkir og raun ber vitni. Ríkisstjórninni hefur tekist að leysa mörg erfið verkefni eins og skuldaleiðréttinguna, afnám fjármagnshafta og að koma á stöðugleika í efnahagslífinu þar sem nú er mikill vöxtur og ríkissjóður er rekinn réttum megin við núllið. En ríkissjóður er ekki botnlaus. Ekki viljum við skuldsetja okkur meir en nú er, þar sem 80 milljarðar fara í vexti á ári. Þetta eru algerir blóðpeningar. Mikilvægt er því að einbeita sér að því að lækka vaxtakostnaðinn með niðurgreiðslu skulda eins og fjármálaráðherra er að gera. Þá skapast augljóslega svigrúm. En einhvers staðar verður að taka þá peninga sem við viljum leggja af mörkum til heilbrigðis- og velferðarmála. Enn fremur verðum við velja. Á til að mynda að fresta jarðgangagerð, fresta kaupum á nýjum Herjólfi svo dæmi sé tekið og gera öflugra átak í að skera niður ríkisútgjöld? Það verður að vera breið sátt um það hvaðan þeir peningar eiga að koma sem þarf í endurreisn heilbrigðiskerfisins. Svo ríkan vilja stórs hluta þjóðarinnar sem hefur lagt undirskriftasöfnun Kára lið verður að virða. Vinnum saman að því að finna lausnina, en vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvaða mál eru það sem standa Íslendingum næst? Mér sýnist frábært framtak Kára Stefánssonar með undirskriftasöfnun sinni sýna og sanna að það eru heilbrigðis- og velferðarmálin sem fólkið í landinu vill að stjórnvöld leggi nú megináherslu á. Ég er reyndar ekki endilega sammála Kára um að það eigi að miða framlag til heilbrigðismála við einhverja tiltekna prósentu af vergri þjóðarframleiðslu. Vel getur verið að það þurfi jafnvel að setja meira í uppbyggingu heilbrigðiskerfisins um nokkurra ára skeið til þess endurreisa það. Því skal haldið til haga að ríkisstjórnin hefur aukið framlög verulega til heilbrigðiskerfisins og velferðarmála á þessu kjörtímabili, en það er þó greinilegt að það er hávær krafa um að gert verði enn betur. Á þessar raddir kjósenda verður ríkisstjórnin að hlusta. Það er afar mikilvægt að stjórnmálamenn hafi góða tilfinningu fyrir því hvernig þjóðarhjartað slær hverju sinni og leggi við hlustir. Forystumenn þjóðarinnar verða því að vera í góðu sambandi við almenning í landinu og aldrei hefur það verið eins auðvelt og nú eftir að samfélagsmiðlarnir urðu eins sterkir og raun ber vitni. Ríkisstjórninni hefur tekist að leysa mörg erfið verkefni eins og skuldaleiðréttinguna, afnám fjármagnshafta og að koma á stöðugleika í efnahagslífinu þar sem nú er mikill vöxtur og ríkissjóður er rekinn réttum megin við núllið. En ríkissjóður er ekki botnlaus. Ekki viljum við skuldsetja okkur meir en nú er, þar sem 80 milljarðar fara í vexti á ári. Þetta eru algerir blóðpeningar. Mikilvægt er því að einbeita sér að því að lækka vaxtakostnaðinn með niðurgreiðslu skulda eins og fjármálaráðherra er að gera. Þá skapast augljóslega svigrúm. En einhvers staðar verður að taka þá peninga sem við viljum leggja af mörkum til heilbrigðis- og velferðarmála. Enn fremur verðum við velja. Á til að mynda að fresta jarðgangagerð, fresta kaupum á nýjum Herjólfi svo dæmi sé tekið og gera öflugra átak í að skera niður ríkisútgjöld? Það verður að vera breið sátt um það hvaðan þeir peningar eiga að koma sem þarf í endurreisn heilbrigðiskerfisins. Svo ríkan vilja stórs hluta þjóðarinnar sem hefur lagt undirskriftasöfnun Kára lið verður að virða. Vinnum saman að því að finna lausnina, en vilji er allt sem þarf.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun