Þórunn Antonía svarar Bubba: „Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 11:41 Það andar köldu á milli Bubba og Þórunnar Antoníu þessa dagana. vísir/andri marinó Söngkonan Þórunn Antonía svarar tónlistarmanninum Bubba Morthens fullum hálsi í athugasemdakerfi Vísis við frétt frá því í gærkvöldi þar sem sagt var frá því að svo virtist sem Bubbi hefði misst þolinmæðina gagnvart söngkonunni en deilur þeirra hafa verið fyrirferðarmiklar seinustu daga.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virði Í fréttinni sem Þórunn Antonía skrifar við er greint frá nokkrum tístum Bubba á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að það sé búið að gjaldfella orðið einelti en í helgarviðtali Fréttablaðsins á laugardag sagði Þórunn Antonía frá einelti sem hún varð fyrir af hálfu samstarfsmanns síns þegar hún var dómari í Ísland Got Talent.Sjá einnig: Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Hún nafngreindi ekki gerandann en Bubbi greindi síðan frá því á Facebook-síðu að hann væri sá sem Þórunn væri að tala um. Kvaðst hann hafa beðið hana afsökunar og nefndi í þessu samhengi tvö atvik. Í athugasemd sinni vísar Þórunn í skilgreininguna á einelti og segir: „Einelti = Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.“Sjá einnig: Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega húmorslaus og viðkvæm að finnast það ekki fyndið“ Þá segir Þórunn það ekki satt að aðeins sé um tvö atvik að ræða heldur hafi Bubbi sýnt af sér ljóta hegðun „sem stóð yfir í margar vikur.“ Hún segir að um sé að ræða sína upplifun af atburðum: „[...] ekki vegna viðkvæmni eða hormóna heldur vegna þess að manneskjan hagaði sér illa. Nú aftur á internetinu. Maður tekur forsíðuviðtal um mig og snýr því um hann sjálfan eins og honum einum er lagið. Þetta viðtal er sterkt og ég er sterk, ég er ekki fórnarlamb og það tekur styrk að vera auðmjúkur, tala frá hjartanu og að taka erfiðar reynslur og snúa þeim upp í jákvæða braut.“ Þórunn fer síðan yfir það að viðtalið við hana hafi snúist um „margt miklu stærra“ en Bubba, meðal annars að afmá glansmyndir og að skila skömminni. Hún segir síðan: „Ég var spurð um upplifun mína á þessu verkefni og svaraði í hreinskilni. Ég nafngreindi engan, hann ákvað að gera það sjálfur og halda hegðun sinni áfram. Eitt fallegt orð sem allir sem fara yfir strikið gætu lært að segja og skrifa er fyrirgefðu. Bara Fyrirgefðu. Án réttlætinga, án háðs í garð þess sem finnst á sér brotið og án lyga og hroka. Ekki sem twitter færsla, ekki sem facebook status á síðu sem ég hef ekki aðgang að. Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka. Afsökunarbeiðni er eitt einlægt orð. Fyrirgefðu. Ég trúi varla að ég sé hér að þurfa að svara þessu á kommenta kerfi en Stál og hnífur er merki þitt. Ást og blíða mitt.“ Ísland Got Talent Tengdar fréttir Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55 Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ekki sagt sitt síðasta í deilu sinni við söngkonuna Þórunni Antoníu Magnúsdóttur. 7. febrúar 2016 21:00 Bubbi útskýrir af hverju hann grýtti súkkulaði í Þórunni Antoníu Jón Jónsson kemur við sögu 6. febrúar 2016 16:35 Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Söngkonan Þórunn Antonía svarar tónlistarmanninum Bubba Morthens fullum hálsi í athugasemdakerfi Vísis við frétt frá því í gærkvöldi þar sem sagt var frá því að svo virtist sem Bubbi hefði misst þolinmæðina gagnvart söngkonunni en deilur þeirra hafa verið fyrirferðarmiklar seinustu daga.Sjá einnig viðtalið við Þórunni Antoníu: Mér fannst ég einskis virði Í fréttinni sem Þórunn Antonía skrifar við er greint frá nokkrum tístum Bubba á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að það sé búið að gjaldfella orðið einelti en í helgarviðtali Fréttablaðsins á laugardag sagði Þórunn Antonía frá einelti sem hún varð fyrir af hálfu samstarfsmanns síns þegar hún var dómari í Ísland Got Talent.Sjá einnig: Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Hún nafngreindi ekki gerandann en Bubbi greindi síðan frá því á Facebook-síðu að hann væri sá sem Þórunn væri að tala um. Kvaðst hann hafa beðið hana afsökunar og nefndi í þessu samhengi tvö atvik. Í athugasemd sinni vísar Þórunn í skilgreininguna á einelti og segir: „Einelti = Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.“Sjá einnig: Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega húmorslaus og viðkvæm að finnast það ekki fyndið“ Þá segir Þórunn það ekki satt að aðeins sé um tvö atvik að ræða heldur hafi Bubbi sýnt af sér ljóta hegðun „sem stóð yfir í margar vikur.“ Hún segir að um sé að ræða sína upplifun af atburðum: „[...] ekki vegna viðkvæmni eða hormóna heldur vegna þess að manneskjan hagaði sér illa. Nú aftur á internetinu. Maður tekur forsíðuviðtal um mig og snýr því um hann sjálfan eins og honum einum er lagið. Þetta viðtal er sterkt og ég er sterk, ég er ekki fórnarlamb og það tekur styrk að vera auðmjúkur, tala frá hjartanu og að taka erfiðar reynslur og snúa þeim upp í jákvæða braut.“ Þórunn fer síðan yfir það að viðtalið við hana hafi snúist um „margt miklu stærra“ en Bubba, meðal annars að afmá glansmyndir og að skila skömminni. Hún segir síðan: „Ég var spurð um upplifun mína á þessu verkefni og svaraði í hreinskilni. Ég nafngreindi engan, hann ákvað að gera það sjálfur og halda hegðun sinni áfram. Eitt fallegt orð sem allir sem fara yfir strikið gætu lært að segja og skrifa er fyrirgefðu. Bara Fyrirgefðu. Án réttlætinga, án háðs í garð þess sem finnst á sér brotið og án lyga og hroka. Ekki sem twitter færsla, ekki sem facebook status á síðu sem ég hef ekki aðgang að. Það er ekki afsökunarbeiðni að segja ég var bara að djóka. Afsökunarbeiðni er eitt einlægt orð. Fyrirgefðu. Ég trúi varla að ég sé hér að þurfa að svara þessu á kommenta kerfi en Stál og hnífur er merki þitt. Ást og blíða mitt.“
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55 Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ekki sagt sitt síðasta í deilu sinni við söngkonuna Þórunni Antoníu Magnúsdóttur. 7. febrúar 2016 21:00 Bubbi útskýrir af hverju hann grýtti súkkulaði í Þórunni Antoníu Jón Jónsson kemur við sögu 6. febrúar 2016 16:35 Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Það var Bubbi sem lagði Þórunni Antoníu í einelti Ætlaði aldrei að særa söngkonuna og hefur í þrígang beðið hana afsökunar. 6. febrúar 2016 11:55
Bubbi búinn að missa þolinmæðina gagnvart Þórunni Antoníu Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur ekki sagt sitt síðasta í deilu sinni við söngkonuna Þórunni Antoníu Magnúsdóttur. 7. febrúar 2016 21:00
Bubbi útskýrir af hverju hann grýtti súkkulaði í Þórunni Antoníu Jón Jónsson kemur við sögu 6. febrúar 2016 16:35
Þórunn Antonía um eineltið: „Ég er greinilega bara afskaplega viðkvæm og húmorslaus að finnast það ekki fyndið“ Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni Bubba Morthens 6. febrúar 2016 14:24