Söluaukning Benz 20% í janúar Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2016 16:38 Mercedes Benz GLA. thecarconnection Það heldur áfram að ganga vel hjá Mercedes Benz en fyrirtækinu gekk afar vel að selja bíla sína á síðasta ári og stökk upp fyrir Audi í heildarsölu og nálgast nú BMW. Í nýliðnum janúar hélt velgengnin áfram og jókst salan um 20% frá fyrra ári og alls seldi Mercedes Benz 150.814 bíla. Gríðarleg söluaukning varð í Kína, eða uppá 52%. Einnig gekk vel í Evrópu og var vöxturinn þar 15% og salan 54.937 bílar. Ekki var þó vöxturinn mikill í heimalandinu Þýskalandi, en þó 1,5%. Ekki var heldur um mikinn vöxt að ræða í Bandaríkjunum, eða 0,2% og þar seldust 24.664 bílar, en í Kína voru þeir 42.671. Það eru helst jepplingar og jeppar sem halda upp þessari góðu sölu í Kína en 56% aukning var í sölu þeirra, en einnig 36% vöxtur í “compact”-bílaflokki Benz sem telja bílana A-Class, B-Class, CLA, CLA Shooting Brake og GLA. Ef að sölu undirmerkis Mercedes Benz, Smart, er bætt við nemur vöxturinn á janúar 19%, en sala Smart bíla jókst um 10% og af þeim seldust 9.324 bílar. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent
Það heldur áfram að ganga vel hjá Mercedes Benz en fyrirtækinu gekk afar vel að selja bíla sína á síðasta ári og stökk upp fyrir Audi í heildarsölu og nálgast nú BMW. Í nýliðnum janúar hélt velgengnin áfram og jókst salan um 20% frá fyrra ári og alls seldi Mercedes Benz 150.814 bíla. Gríðarleg söluaukning varð í Kína, eða uppá 52%. Einnig gekk vel í Evrópu og var vöxturinn þar 15% og salan 54.937 bílar. Ekki var þó vöxturinn mikill í heimalandinu Þýskalandi, en þó 1,5%. Ekki var heldur um mikinn vöxt að ræða í Bandaríkjunum, eða 0,2% og þar seldust 24.664 bílar, en í Kína voru þeir 42.671. Það eru helst jepplingar og jeppar sem halda upp þessari góðu sölu í Kína en 56% aukning var í sölu þeirra, en einnig 36% vöxtur í “compact”-bílaflokki Benz sem telja bílana A-Class, B-Class, CLA, CLA Shooting Brake og GLA. Ef að sölu undirmerkis Mercedes Benz, Smart, er bætt við nemur vöxturinn á janúar 19%, en sala Smart bíla jókst um 10% og af þeim seldust 9.324 bílar.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent