Páll Óskar syngur um Gleðibanka-syndrome íslensku þjóðarinnar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 12:00 Páll Óskar var valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum sem afhent voru í Háskólabíói um síðastliðna helgi. Vísir/Daníel Þór Ágústsson. „Það er búið að vera miklir hasar í gangi síðustu vikur, en lagið fjallar um þátttöku Íslendinga í Eurovision. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir einn af framkvæmdastjórum keppninnar hringdi í mig fyrir rúmum tveimur vikum síðan og vantaði afmælislag í tilefni af 30 ára þátttöku Íslands í keppninni. Það má segja að ég hafi fengið hugmyndina meðan ég talaði við Ragnhildi í símanum,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, einn alvinsælasti söngvari þjóðarinnar, sem var að senda frá sér lagið „Við vinnum þetta fyrirfram“. „Ég átti til lag sem ég var búin að geyma ofan í skúffu í rúm tvö ár, lag sem ég vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera við. En þegar Ragnhildur kom með þá skýringu að þetta væri ekki eurovisionlag heldur um Eurovision þá kom hugmyndin,“ útskýrir hann alsæll. Páll Óskar kemur til með að frumflytja lagið á sviðinu í Háskólabíói næstkomandi laugardag, en þá fer fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fram. „Lagið fjallar um okkur Íslendinga í Eurovision og viðbrögð þjóðarsálarinnar við keppninni. Gleðibanka syndrome-ið svokallaða sem við höfum haft í gegnum tíðina, þar sem við erum alltaf svo bjartsýn og förum fljótt að hugsa um hvar við getum haldið keppnina. En auðvitað er betra að við séum að sýna þessi viðbrögð heldur en að senda keppanda út með hálfvolgum viðbrögðum þjóðarinnar. Við vinnum þetta fyrirfram er frábært lag fyrir okkur hérna heima og okkar eigin þjóðarsál,“ segir Páll Óskar, aðspurður um inntak lagsins. Í ljósi þess hve tímaramminn var þröngur fékk Páll Óskar þá Braga Valdimar Skúlason og Sigurð Sigtryggsson til að aðstoða sig við að klára lagið. „Já ég hafði samband við Braga Valdimar og hann dró textann að landi og betrumbætti af sinni rómuðu snilld. Demóið af laginu gerði Little Boots fyrir tveimur árum. Svo sáum við Siggi Sigtryggsson um að endurútsetja lagið og hljóðrita upp á nýtt. Ég er hæst ánægður með þetta lag. Það hefur gengið vel að vinna það síðustu vikur og ég er meira að segja búinn að taka upp myndband við lagið,“ segir Páll Óskar ánægður með útkomuna. Margt hefur drifið á daga popparans sívinsæla undanfarnar vikur, en auk þess að semja nýtt lag, þá var hann valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum sem fram fóru í Háskólabíói um síðastliðna helgi. Verðlaunin eru uppskeruhátíð íslenskra tónlistarmanna, þar sem hlustendur Bylgjunnar, FM 957 og X977 velja hverjir þóttu standa sig best á liðnu ári. „Það var mjög óvænt, mig grunaði ekki að ég yrði valinn úr þessum flotta hópi söngvara sem voru tilnefndir svo ég er alveg innilega þakklátur. Þetta var frábært kvöld og vel að þessu staðið. Þessi hlutsenda netkosning er nauðsynlegt mótvægi við íslensku tónlistarverðlaunin sem óneytanlega hefur aðrar áherslur. Þetta sýnir að það er pláss fyrir alla í bransanum þar sem allir fá sinn stökkball til að njóta sín, skapa sína list og koma henni á framfæri,“ segir Páll Óskar að lokum. Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar frumsýnir nýtt 30 ára afmælislag söngvakeppninnar Páll Óskar Hjálmtýsson, var rétt í þessu að deila glænýju lagi sem ber nafnið Vinnum þetta fyrirfram. Um er að ræða 30 ára afmælislag söngvakeppni sjónvarpsins. 1. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
„Það er búið að vera miklir hasar í gangi síðustu vikur, en lagið fjallar um þátttöku Íslendinga í Eurovision. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir einn af framkvæmdastjórum keppninnar hringdi í mig fyrir rúmum tveimur vikum síðan og vantaði afmælislag í tilefni af 30 ára þátttöku Íslands í keppninni. Það má segja að ég hafi fengið hugmyndina meðan ég talaði við Ragnhildi í símanum,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, einn alvinsælasti söngvari þjóðarinnar, sem var að senda frá sér lagið „Við vinnum þetta fyrirfram“. „Ég átti til lag sem ég var búin að geyma ofan í skúffu í rúm tvö ár, lag sem ég vissi ekki alveg hvað ég ætlaði að gera við. En þegar Ragnhildur kom með þá skýringu að þetta væri ekki eurovisionlag heldur um Eurovision þá kom hugmyndin,“ útskýrir hann alsæll. Páll Óskar kemur til með að frumflytja lagið á sviðinu í Háskólabíói næstkomandi laugardag, en þá fer fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fram. „Lagið fjallar um okkur Íslendinga í Eurovision og viðbrögð þjóðarsálarinnar við keppninni. Gleðibanka syndrome-ið svokallaða sem við höfum haft í gegnum tíðina, þar sem við erum alltaf svo bjartsýn og förum fljótt að hugsa um hvar við getum haldið keppnina. En auðvitað er betra að við séum að sýna þessi viðbrögð heldur en að senda keppanda út með hálfvolgum viðbrögðum þjóðarinnar. Við vinnum þetta fyrirfram er frábært lag fyrir okkur hérna heima og okkar eigin þjóðarsál,“ segir Páll Óskar, aðspurður um inntak lagsins. Í ljósi þess hve tímaramminn var þröngur fékk Páll Óskar þá Braga Valdimar Skúlason og Sigurð Sigtryggsson til að aðstoða sig við að klára lagið. „Já ég hafði samband við Braga Valdimar og hann dró textann að landi og betrumbætti af sinni rómuðu snilld. Demóið af laginu gerði Little Boots fyrir tveimur árum. Svo sáum við Siggi Sigtryggsson um að endurútsetja lagið og hljóðrita upp á nýtt. Ég er hæst ánægður með þetta lag. Það hefur gengið vel að vinna það síðustu vikur og ég er meira að segja búinn að taka upp myndband við lagið,“ segir Páll Óskar ánægður með útkomuna. Margt hefur drifið á daga popparans sívinsæla undanfarnar vikur, en auk þess að semja nýtt lag, þá var hann valinn söngvari ársins á Hlustendaverðlaununum sem fram fóru í Háskólabíói um síðastliðna helgi. Verðlaunin eru uppskeruhátíð íslenskra tónlistarmanna, þar sem hlustendur Bylgjunnar, FM 957 og X977 velja hverjir þóttu standa sig best á liðnu ári. „Það var mjög óvænt, mig grunaði ekki að ég yrði valinn úr þessum flotta hópi söngvara sem voru tilnefndir svo ég er alveg innilega þakklátur. Þetta var frábært kvöld og vel að þessu staðið. Þessi hlutsenda netkosning er nauðsynlegt mótvægi við íslensku tónlistarverðlaunin sem óneytanlega hefur aðrar áherslur. Þetta sýnir að það er pláss fyrir alla í bransanum þar sem allir fá sinn stökkball til að njóta sín, skapa sína list og koma henni á framfæri,“ segir Páll Óskar að lokum.
Eurovision Tengdar fréttir Páll Óskar frumsýnir nýtt 30 ára afmælislag söngvakeppninnar Páll Óskar Hjálmtýsson, var rétt í þessu að deila glænýju lagi sem ber nafnið Vinnum þetta fyrirfram. Um er að ræða 30 ára afmælislag söngvakeppni sjónvarpsins. 1. febrúar 2016 12:30 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
Páll Óskar frumsýnir nýtt 30 ára afmælislag söngvakeppninnar Páll Óskar Hjálmtýsson, var rétt í þessu að deila glænýju lagi sem ber nafnið Vinnum þetta fyrirfram. Um er að ræða 30 ára afmælislag söngvakeppni sjónvarpsins. 1. febrúar 2016 12:30