Nám í íþrótta- og heilsufræði verður flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2016 16:49 Aðsókn að náminu hefur farið dvínandi og verið óviðunandi um nokkurn tíma. Vísir/Magnús Hlynur Það er einróma niðurstaða háskólaráðs Háskóla Íslands að nám í íþrótta- og heilsufræði verði flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur og aðstaða á Laugarvatni verði nýtti til annarra þarfa. Háskólaráð kom saman á fundi í dag til að fjalla um staðsetningu grunnnáms í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Á meðal forsenda ákvörðunar háskólaráðs eru að aðsókn að náminu hefur farið dvínandi og verið óviðunandi um nokkurn tíma. Var það mat háskólaráðs að staðsetning námsins að Laugarvatni eins og sér hafi dregið verulega úr aðsókn á náminu. Þá var það mat ráðsins að nauðsynlegt sé að aðstaða og umgjörð náms í íþrótta- og heilsufræði og heilsutengdum greinum laði að nægjanlega marga og góða nemendur. Sjá tilkynningu um ákvörðun háskólaráðs hér fyrir neðan: Ákvörðun háskólaráðs Háskóla Íslands um framtíð starfsemi Háskólans að Laugarvatni Háskólaráð Háskóla Íslands fjallaði á fundi sínum 18. febrúar 2016 um staðsetningu grunnnáms í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, en áður hefur ráðið fjallað ítarlega um það málefni á nokkrum fundum, auk þess sem rektor og aðrir fulltrúar háskólans hafa átt viðræður við fjölmarga aðila á undangegnu ári. Einróma niðurstaða háskólaráðs er að nám í íþrótta- og heilsufræði verði flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur og aðstaða á Laugarvatni nýtt til annarra þarfa, eftir því sem aðstæður leyfa. Forsendur ákvörðunar háskólaráðs eru eftirfarandi:Nám í íþróttafræði hefur verið að Laugarvatni síðan 1932. Áratugum saman var aðsókn meiri að náminu en unnt var að verða við. Undanfarinn áratug hefur aðsókn hins vegar farið mjög dvínandi og verið alls óviðunandi í nokkurn tíma. Skiptar skoðanir eru um ástæður þessa. Líklega er um fleiri en eina ástæðu að ræða en jafnframt ljóst, að mati háskólaráðs, að staðsetning námsins að Laugarvatni ein og sér hefur dregið verulega úr aðsókn að náminu.Menntun í íþrótta- og heilsufræði og heilsutengdum greinum er mjög mikilvæg fyrir íslenskt samfélag og nauðsynlegt að aðstaða og umgjörð náms í þessum greinum laði að nægjanlega marga og góða nemendur. Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í þessum greinum með góðum tækifærum á samnýtingu, samþættingu og samlegð við réttar aðstæður.Á síðasta ári voru unnar á vegum Háskóla Íslands tvær skýrslur um grunnnám í íþrótta- og heilsufræði og bornir saman ólíkir valkostir, einkum þeir að hafa námið áfram að Laugarvatni eða færa það til Reykjavíkur, þar sem meistaranám í greininni er. Fyrri skýrslan var unnin af þremur starfsmönnum miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands og hin síðari af fjórum kennurum námsbrautar í íþrótta- og heilsufræði, forseta Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar þar sem námsbrautin er vistuð, rekstrarstjóra Menntavísindasviðs ásamt tveimur fulltrúum miðlægrar stjórnsýslu skólans.Í samtölum rektors Háskóla Íslands og fleiri starfsmanna skólans við þingmenn Suðurkjördæmis, fulltrúa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og fleiri aðila um staðsetningu íþrótta- og heilsufræði að Laugarvatni komu skýrt fram áhyggjur ef Háskóli Íslands yrði ekki áfram með starfsemi að Laugarvatni og einkum nám í íþrótta- og heilsufræði.Innan Háskóla Íslands hefur verið unnið að metnaðarfullum hugmyndum um áframhaldandi starfsemi að Laugarvatni eftir að grunnnám í íþrótta- og heilsufræði yrði flutt til Reykjavíkur. Háskólaráði, fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis, Bláskógabyggðar og Háskólafélags Suðurlands hefur verið kynnt innihald þessara hugmynda. Í ljósi þessa samþykkir háskólaráð Háskóla Íslands:Grunnnám í íþrótta- og heilsufræði flyst til Reykjavíkur, en aðstaða á Laugarvatni verður nýtt áfram eftir því sem talið er ákjósanlegast í þágu háskólans. Haustið 2016 verður nám á 1. ári í Reykjavík, en nám á 2. og 3. ári áfram að Laugarvatni.Háskóli Íslands stefnir að því að vera með starfsemi að Laugarvatni sem mótuð yrði í samstarfi og samkomulagi við stjórnvöld, sveitarstjórn Bláskógabyggðar, Háskólafélag Suðurlands og eftir atvikum fleiri aðila er áhuga kynnu að hafa á starfsemi háskólans á svæðinu.Háskóli Íslands mun áfram kanna með framangreindum aðilum og akademískum stjórnendum innan skólans möguleika á áframhaldandi starfsemi að Laugarvatni, að því gefnu að unnt verði að tryggja fjárhagslegan og faglegan grundvöll starfseminnar. Tengdar fréttir Ráðherra harðorður: „Hver þorir í samstarf við Háskóla Íslands?“ Fundur háskólaráðs hófst klukkan 13 en að honum loknum verður framtíð íþróttakennaranáms á Laugarvatni ljósari. 18. febrúar 2016 13:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Það er einróma niðurstaða háskólaráðs Háskóla Íslands að nám í íþrótta- og heilsufræði verði flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur og aðstaða á Laugarvatni verði nýtti til annarra þarfa. Háskólaráð kom saman á fundi í dag til að fjalla um staðsetningu grunnnáms í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Á meðal forsenda ákvörðunar háskólaráðs eru að aðsókn að náminu hefur farið dvínandi og verið óviðunandi um nokkurn tíma. Var það mat háskólaráðs að staðsetning námsins að Laugarvatni eins og sér hafi dregið verulega úr aðsókn á náminu. Þá var það mat ráðsins að nauðsynlegt sé að aðstaða og umgjörð náms í íþrótta- og heilsufræði og heilsutengdum greinum laði að nægjanlega marga og góða nemendur. Sjá tilkynningu um ákvörðun háskólaráðs hér fyrir neðan: Ákvörðun háskólaráðs Háskóla Íslands um framtíð starfsemi Háskólans að Laugarvatni Háskólaráð Háskóla Íslands fjallaði á fundi sínum 18. febrúar 2016 um staðsetningu grunnnáms í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands, en áður hefur ráðið fjallað ítarlega um það málefni á nokkrum fundum, auk þess sem rektor og aðrir fulltrúar háskólans hafa átt viðræður við fjölmarga aðila á undangegnu ári. Einróma niðurstaða háskólaráðs er að nám í íþrótta- og heilsufræði verði flutt frá Laugarvatni til Reykjavíkur og aðstaða á Laugarvatni nýtt til annarra þarfa, eftir því sem aðstæður leyfa. Forsendur ákvörðunar háskólaráðs eru eftirfarandi:Nám í íþróttafræði hefur verið að Laugarvatni síðan 1932. Áratugum saman var aðsókn meiri að náminu en unnt var að verða við. Undanfarinn áratug hefur aðsókn hins vegar farið mjög dvínandi og verið alls óviðunandi í nokkurn tíma. Skiptar skoðanir eru um ástæður þessa. Líklega er um fleiri en eina ástæðu að ræða en jafnframt ljóst, að mati háskólaráðs, að staðsetning námsins að Laugarvatni ein og sér hefur dregið verulega úr aðsókn að náminu.Menntun í íþrótta- og heilsufræði og heilsutengdum greinum er mjög mikilvæg fyrir íslenskt samfélag og nauðsynlegt að aðstaða og umgjörð náms í þessum greinum laði að nægjanlega marga og góða nemendur. Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í þessum greinum með góðum tækifærum á samnýtingu, samþættingu og samlegð við réttar aðstæður.Á síðasta ári voru unnar á vegum Háskóla Íslands tvær skýrslur um grunnnám í íþrótta- og heilsufræði og bornir saman ólíkir valkostir, einkum þeir að hafa námið áfram að Laugarvatni eða færa það til Reykjavíkur, þar sem meistaranám í greininni er. Fyrri skýrslan var unnin af þremur starfsmönnum miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands og hin síðari af fjórum kennurum námsbrautar í íþrótta- og heilsufræði, forseta Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar þar sem námsbrautin er vistuð, rekstrarstjóra Menntavísindasviðs ásamt tveimur fulltrúum miðlægrar stjórnsýslu skólans.Í samtölum rektors Háskóla Íslands og fleiri starfsmanna skólans við þingmenn Suðurkjördæmis, fulltrúa sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og fleiri aðila um staðsetningu íþrótta- og heilsufræði að Laugarvatni komu skýrt fram áhyggjur ef Háskóli Íslands yrði ekki áfram með starfsemi að Laugarvatni og einkum nám í íþrótta- og heilsufræði.Innan Háskóla Íslands hefur verið unnið að metnaðarfullum hugmyndum um áframhaldandi starfsemi að Laugarvatni eftir að grunnnám í íþrótta- og heilsufræði yrði flutt til Reykjavíkur. Háskólaráði, fulltrúum þingmanna Suðurkjördæmis, Bláskógabyggðar og Háskólafélags Suðurlands hefur verið kynnt innihald þessara hugmynda. Í ljósi þessa samþykkir háskólaráð Háskóla Íslands:Grunnnám í íþrótta- og heilsufræði flyst til Reykjavíkur, en aðstaða á Laugarvatni verður nýtt áfram eftir því sem talið er ákjósanlegast í þágu háskólans. Haustið 2016 verður nám á 1. ári í Reykjavík, en nám á 2. og 3. ári áfram að Laugarvatni.Háskóli Íslands stefnir að því að vera með starfsemi að Laugarvatni sem mótuð yrði í samstarfi og samkomulagi við stjórnvöld, sveitarstjórn Bláskógabyggðar, Háskólafélag Suðurlands og eftir atvikum fleiri aðila er áhuga kynnu að hafa á starfsemi háskólans á svæðinu.Háskóli Íslands mun áfram kanna með framangreindum aðilum og akademískum stjórnendum innan skólans möguleika á áframhaldandi starfsemi að Laugarvatni, að því gefnu að unnt verði að tryggja fjárhagslegan og faglegan grundvöll starfseminnar.
Tengdar fréttir Ráðherra harðorður: „Hver þorir í samstarf við Háskóla Íslands?“ Fundur háskólaráðs hófst klukkan 13 en að honum loknum verður framtíð íþróttakennaranáms á Laugarvatni ljósari. 18. febrúar 2016 13:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Ráðherra harðorður: „Hver þorir í samstarf við Háskóla Íslands?“ Fundur háskólaráðs hófst klukkan 13 en að honum loknum verður framtíð íþróttakennaranáms á Laugarvatni ljósari. 18. febrúar 2016 13:09