Farsakenndar skýringar Landsbankans stjórnarmaðurinn skrifar 17. febrúar 2016 10:15 Steinþór Pálsson fór á dögunum yfir sölu Landsbankans á þriðjungshlutnum í Borgun. Eins og kunnugt er má færa rök fyrir því að Landsbankinn hafi selt hlut sinn á einungis fjórðungi markaðsvirðis sé miðað við nýlegt verðmat. Bankinn hafi því orðið af fjórum til sex milljörðum króna. Steinþór telur að stjórnendur Borgunar beri sök á hvernig fór. Þeir hafi hreinlega leynt tilvist valréttar Borgunar vegna sameiningar Visa Europe og Visa International. Fyrir alla sem hafa staðið í kaup eða sölu á fyrirtækjum eru skýringar Steinþórs í besta falli hjákátlegar. Landsbankinn er risastór aðili á markaði sem hefur her starfsmanna, sérfræðinga og ráðgjafa á sínum snærum. Þar er næg sérþekking og mannafli til þess að framkvæma almennilega áreiðanleikakönnun eins og tíðkast í viðskiptum sem þessum. Fram hefur komið í máli forsvarsmanna Borgunar að opnað hafi verið gagnaherbergi þar sem lágu allar grundvallarupplýsingar um reksturinn, samninga og annað. Samkvæmt Borgun lá valréttarsamningurinn meðal annars þar inni. Landsbankamenn höfðu fullt aðgengi að þessum gögnum. Í því samhengi er merkilegt til þess að hugsa að Landsbankinn hafi ekki gert fyrirvara um tekjur af valréttinum í samningi um söluna. Það verður enn forvitnilegra í því ljósi að slíkur fyrirvari var gerður við sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor. Í besta falli hafa lögfræðingar Landsbankans gert skyssu, en við áreiðanleikakannanir er það þeirra hlutverk (og annarra ráðgjafa) að gera ráð fyrir öllu mögulegu og ómögulegu. Í ljósi tilvistar valréttarins (sem þeir hefðu átt að rekast á í gagnaherberginu) og fyrirmyndarinnar úr Valitor sölunni sætir þetta beinlínis furðu. Steinþór nefnir einnig að Landsbankinn hafi leitað upplýsinga um valréttinn hjá Visa Europe. Þar var Krísuvíkurleiðin farin, enda auðveldara að spyrja forsvarsmenn Borgunar sömu spurningar. Ólíklegt er líka að Visa Europe hafi undir nokkrum kringumstæðum mátt gefa nokkrar upplýsingar um valréttinn til annarra en þeirra sem beina aðild áttu að samningnum. Samningurinn var milli Borgunar og Visa – Landsbankinn átti þar engan hlut á máli. Steinþór þarf að standa við stóru orðin. Ef bankinn var blekktur þarf að fylgja því eftir hjá þar til bærum yfirvöldum eða fyrir dómstólum. Af atvikum að dæma er þó líklegra að Landsbankamenn hafi hreinlega ekki haft vaðið fyrir neðan sig. Tap bankans á því nemur nokkrum milljörðum sem annars hefðu skilað sér í ríkiskassann með beinum eða óbeinum hætti. Einhver verður að axla ábyrgð á þessum starfsháttum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Steinþór Pálsson fór á dögunum yfir sölu Landsbankans á þriðjungshlutnum í Borgun. Eins og kunnugt er má færa rök fyrir því að Landsbankinn hafi selt hlut sinn á einungis fjórðungi markaðsvirðis sé miðað við nýlegt verðmat. Bankinn hafi því orðið af fjórum til sex milljörðum króna. Steinþór telur að stjórnendur Borgunar beri sök á hvernig fór. Þeir hafi hreinlega leynt tilvist valréttar Borgunar vegna sameiningar Visa Europe og Visa International. Fyrir alla sem hafa staðið í kaup eða sölu á fyrirtækjum eru skýringar Steinþórs í besta falli hjákátlegar. Landsbankinn er risastór aðili á markaði sem hefur her starfsmanna, sérfræðinga og ráðgjafa á sínum snærum. Þar er næg sérþekking og mannafli til þess að framkvæma almennilega áreiðanleikakönnun eins og tíðkast í viðskiptum sem þessum. Fram hefur komið í máli forsvarsmanna Borgunar að opnað hafi verið gagnaherbergi þar sem lágu allar grundvallarupplýsingar um reksturinn, samninga og annað. Samkvæmt Borgun lá valréttarsamningurinn meðal annars þar inni. Landsbankamenn höfðu fullt aðgengi að þessum gögnum. Í því samhengi er merkilegt til þess að hugsa að Landsbankinn hafi ekki gert fyrirvara um tekjur af valréttinum í samningi um söluna. Það verður enn forvitnilegra í því ljósi að slíkur fyrirvari var gerður við sölu Landsbankans á hlut sínum í Valitor. Í besta falli hafa lögfræðingar Landsbankans gert skyssu, en við áreiðanleikakannanir er það þeirra hlutverk (og annarra ráðgjafa) að gera ráð fyrir öllu mögulegu og ómögulegu. Í ljósi tilvistar valréttarins (sem þeir hefðu átt að rekast á í gagnaherberginu) og fyrirmyndarinnar úr Valitor sölunni sætir þetta beinlínis furðu. Steinþór nefnir einnig að Landsbankinn hafi leitað upplýsinga um valréttinn hjá Visa Europe. Þar var Krísuvíkurleiðin farin, enda auðveldara að spyrja forsvarsmenn Borgunar sömu spurningar. Ólíklegt er líka að Visa Europe hafi undir nokkrum kringumstæðum mátt gefa nokkrar upplýsingar um valréttinn til annarra en þeirra sem beina aðild áttu að samningnum. Samningurinn var milli Borgunar og Visa – Landsbankinn átti þar engan hlut á máli. Steinþór þarf að standa við stóru orðin. Ef bankinn var blekktur þarf að fylgja því eftir hjá þar til bærum yfirvöldum eða fyrir dómstólum. Af atvikum að dæma er þó líklegra að Landsbankamenn hafi hreinlega ekki haft vaðið fyrir neðan sig. Tap bankans á því nemur nokkrum milljörðum sem annars hefðu skilað sér í ríkiskassann með beinum eða óbeinum hætti. Einhver verður að axla ábyrgð á þessum starfsháttum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira