Gylltur forseti Ívar Halldórsson skrifar 29. febrúar 2016 09:01 Nú er Óskarinn í baksýnisspeglinum. Allir sem stóðu sig best í kvikmyndaiðnaðinum hafa fengið sínar gullstyttur, og þeir tilnefndu og tómhentu hvatningu til að reyna að ná sér í eina slíka á nýju kvikmyndaári. Ef heldur fram sem horfir verður hinn myndarlegi Óskar orðinn Íslandsvinur innan skamms, því ljóst er að tilnefningum til íslenskra listamanna og -verka fjölgar. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningu á síðasta ári fyrir tónlist sína við myndina „The Theory of Everything“ og nú aftur fyrir tónlist við myndina „Sicario“. Við höfum áður stigið í vænginn við þennan eftirsótta Óskar. Stuttmyndin „Síðasti bærinn“ fékk tilnefningu árið 2005, Björk Guðmundsdóttir fékk tilnefningu fyrir lagið „I've Seen It All“ úr myndinni „Myrkradansarinn“ eftir Lars Von Trier árið 2000 og mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar „Börn náttúrunnar“ fékk tilnefningu sem besta erlenda myndin sama ár og „Nína“ keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo bíðum við spennt eftir að Baltasar Kormákur verði tilnefndur fyrir eitthvert snilldarverkið í náinni framtíð. Óskarinn er gífurlegur hvati í kvikmyndaiðnaðinum og dregur fram það besta í þeim sem taka þátt í kvikmyndagerð um heim allan. Óskarinn fær fagmenn til að setja markið hátt. Metnaðurinn skilar sér auðvitað alla leið í kvikmyndahúsin. Þar sitjum við með okkar nánustu, horfum á hvíta tjaldið og njótum stórkostlegs árangurs afreksmanna kvikmyndaheimsins - en þeir hafa lagt líf og sál í að skapa eftirminnileg listaverk sem veita okkur ómælda gleði og innsýn inn í mannlegt líf og eðli. En ef Óskarinn nær að draga fram það besta í þeim sem starfa í kvikmyndaheiminum, væri þá ekki upplagt að nýta þessa hugmynd á öðrum vettvangi? Hvernig væri t.d. að hafa árlega verðlaunaafhendingu fyrir vel unnin störf á pólitískum vettvangi? Við gætum sett á fót eins konar þingmanna-akademíu sem fylgdist með störfum þingmanna og tæki eftir afrekum þeirra. Svo myndum við leigja Hörpuna. Allir stjórnmálamenn myndu mæta í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn fyrir framan Hörpuna þar sem þeir ásamt mökum yrðu myndaðir í bak og fyrir. Stórkostleg skemmtiatriði yrðu á boðstólunum og fallegar fortíðaminningar þekktra þingmanna fastur dagskrárliður á glæsilegu sviðinu. Í stað hins gyllta Óskars gætum við haft gullhúðaða styttu af Jóni Sigurðssyni, þ.e. Jóni forseta. Þekkt andlit úr þingheimi myndu þá keppast við að lesa upp tilnefningar fyrir vel unnin störf á árinu og taka úrslit upp úr umslögum. Verðlaun yrðu afhent fyrir besta þingmann og þingkonu í aðalhlutverki, besta þingmann og þingkonu í aukahlutverki, besta frumvarpið, bestu ræðu í fullri lengd, best klædda þingmanninn, besta niðurskurðinn, mestu kaupmáttaraukninguna og besta árangur í málefnum aldraðra og einstæðra mæðra. Að sjálfsögðu yrði Forsetinn svo veittur fyrir stærsta stjórnmálasigur ársins. Kannski yrðum við í kjölfarið vör við meiri fagmennsku í aðgerðum, hegðun og ræðu stjórnmálamanna. Kannski myndu afrek stjórnmálamanna skila sér alla leið inn á heimili okkar og veita okkur ómælda gleði og fylla okkur af tilhlökkun til þess sem fram undan er. Kannski yrðum við stoltari af stjórnmálum hérlendis og kannski myndi okkur jafnvel hlakka til næsta stjórnmálaárs. Samkeppni hefur ávallt skorað á fólk að fara út fyrir þægindarammann sinn, og ná þannig meiri árangri en jafnvel það sjálft taldi raunhæft. Það eru einmitt styttur og verðlaunapeningar sem hafa fengið t.d. íþróttafólkið okkar til að ná stöðugt betri og betri árangri í íþróttum. Kannski er kominn tími að koma þingheiminum á bragðið. Gullhúðaður Jón forseti er kannski einmitt hvatinn sem vantar í stjórnmálin. Og Forsetann hlýtur.... Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Nú er Óskarinn í baksýnisspeglinum. Allir sem stóðu sig best í kvikmyndaiðnaðinum hafa fengið sínar gullstyttur, og þeir tilnefndu og tómhentu hvatningu til að reyna að ná sér í eina slíka á nýju kvikmyndaári. Ef heldur fram sem horfir verður hinn myndarlegi Óskar orðinn Íslandsvinur innan skamms, því ljóst er að tilnefningum til íslenskra listamanna og -verka fjölgar. Jóhann Jóhannsson fékk tilnefningu á síðasta ári fyrir tónlist sína við myndina „The Theory of Everything“ og nú aftur fyrir tónlist við myndina „Sicario“. Við höfum áður stigið í vænginn við þennan eftirsótta Óskar. Stuttmyndin „Síðasti bærinn“ fékk tilnefningu árið 2005, Björk Guðmundsdóttir fékk tilnefningu fyrir lagið „I've Seen It All“ úr myndinni „Myrkradansarinn“ eftir Lars Von Trier árið 2000 og mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar „Börn náttúrunnar“ fékk tilnefningu sem besta erlenda myndin sama ár og „Nína“ keppti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Svo bíðum við spennt eftir að Baltasar Kormákur verði tilnefndur fyrir eitthvert snilldarverkið í náinni framtíð. Óskarinn er gífurlegur hvati í kvikmyndaiðnaðinum og dregur fram það besta í þeim sem taka þátt í kvikmyndagerð um heim allan. Óskarinn fær fagmenn til að setja markið hátt. Metnaðurinn skilar sér auðvitað alla leið í kvikmyndahúsin. Þar sitjum við með okkar nánustu, horfum á hvíta tjaldið og njótum stórkostlegs árangurs afreksmanna kvikmyndaheimsins - en þeir hafa lagt líf og sál í að skapa eftirminnileg listaverk sem veita okkur ómælda gleði og innsýn inn í mannlegt líf og eðli. En ef Óskarinn nær að draga fram það besta í þeim sem starfa í kvikmyndaheiminum, væri þá ekki upplagt að nýta þessa hugmynd á öðrum vettvangi? Hvernig væri t.d. að hafa árlega verðlaunaafhendingu fyrir vel unnin störf á pólitískum vettvangi? Við gætum sett á fót eins konar þingmanna-akademíu sem fylgdist með störfum þingmanna og tæki eftir afrekum þeirra. Svo myndum við leigja Hörpuna. Allir stjórnmálamenn myndu mæta í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn fyrir framan Hörpuna þar sem þeir ásamt mökum yrðu myndaðir í bak og fyrir. Stórkostleg skemmtiatriði yrðu á boðstólunum og fallegar fortíðaminningar þekktra þingmanna fastur dagskrárliður á glæsilegu sviðinu. Í stað hins gyllta Óskars gætum við haft gullhúðaða styttu af Jóni Sigurðssyni, þ.e. Jóni forseta. Þekkt andlit úr þingheimi myndu þá keppast við að lesa upp tilnefningar fyrir vel unnin störf á árinu og taka úrslit upp úr umslögum. Verðlaun yrðu afhent fyrir besta þingmann og þingkonu í aðalhlutverki, besta þingmann og þingkonu í aukahlutverki, besta frumvarpið, bestu ræðu í fullri lengd, best klædda þingmanninn, besta niðurskurðinn, mestu kaupmáttaraukninguna og besta árangur í málefnum aldraðra og einstæðra mæðra. Að sjálfsögðu yrði Forsetinn svo veittur fyrir stærsta stjórnmálasigur ársins. Kannski yrðum við í kjölfarið vör við meiri fagmennsku í aðgerðum, hegðun og ræðu stjórnmálamanna. Kannski myndu afrek stjórnmálamanna skila sér alla leið inn á heimili okkar og veita okkur ómælda gleði og fylla okkur af tilhlökkun til þess sem fram undan er. Kannski yrðum við stoltari af stjórnmálum hérlendis og kannski myndi okkur jafnvel hlakka til næsta stjórnmálaárs. Samkeppni hefur ávallt skorað á fólk að fara út fyrir þægindarammann sinn, og ná þannig meiri árangri en jafnvel það sjálft taldi raunhæft. Það eru einmitt styttur og verðlaunapeningar sem hafa fengið t.d. íþróttafólkið okkar til að ná stöðugt betri og betri árangri í íþróttum. Kannski er kominn tími að koma þingheiminum á bragðið. Gullhúðaður Jón forseti er kannski einmitt hvatinn sem vantar í stjórnmálin. Og Forsetann hlýtur.... Ívar Halldórsson
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar